World Light Quotes
World Light
by
Halldór Laxness1,010 ratings, 4.12 average rating, 100 reviews
Open Preview
World Light Quotes
Showing 1-30 of 42
“He continued on, on to the glacier, towards the dawn, from ridge to ridge, in deep, new-fallen snow, paying no heed to the storms that might pursue him. As a child he had stood by the seashore at Ljósavík and watched the waves soughing in and out, but now he was heading away from the sea. "Think of me when you are in glorious sunshine." Soon the sun of the day of resurrection will shine on the bright paths where she awaits her poet.
And beauty shall reign alone.”
― World Light
And beauty shall reign alone.”
― World Light
“Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“It is both more difficult and more complicated to die than people think.”
― World Light
― World Light
“Was this perhaps life, then?—to have loved one summer in youth and not to have been aware of it until it was over, some sea-wet footprints on the floor and sand in the prints, the fragrance of a woman, soft loving lips in the dusk of a summer night, sea birds; and then nothing more; gone.”
― World Light
― World Light
“I'm an extremely wealthy man. I own the sky. I have invested all my capital in the sun. I'm not bad-tempered, as you seem to imagine, nor do I bear grudges. But like all wealthy men, I'm a little frightened of losing my fortune.”
― World Light
― World Light
“He wept only as children weep when they suffer injustice at the hands of those stronger than themselves. It is the most bitter weeping in the world. That was what happened to his [only] book; it was taken from him and burned. And he was left standing naked and without a book on the first day of summer.”
― World Light
― World Light
“Like most people who actually live by a landlocked sound, bereft of hope of happiness, he had a particular aversion to any doctrines which left people without hope of happiness and told them that they lived by a landlocked sound.”
― World Light
― World Light
“Children should live a wholesome and natural life and go about with a mussel in one corner of their mouths and a shrimp in the other instead of sweets.”
― World Light
― World Light
“But whoever thinks that beauty is something he can enjoy exclusively for himself just by abandoning other people and closing his eyes to the human life of which he is part—he is not the friend of beauty. He who doesn't fight every day of his life to the last breath against the representatives of evil, against the living images of evil who rule Sviðinsvík—he blasphemes by taking the word beauty into his mouth.”
― World Light
― World Light
“Don't you find it exceedingly difficult to be a poet, Reimar?'
'Difficult? Me? To be a poet? Just ask the womenfolk about that, my friend, whether our Reimar finds it difficult to be a poet! It was only yesterday that I rode into the yard of one of the better farms hereabouts, and the daughter of the house was standing outside, smiling, and without more ado I addressed her with a double-rhymed, quatro-syllabic verse that just came to me as I bent down from the saddle to greet her. No, it's not difficult to be a poet, my friend, it's a pleasure to be a poet.”
― World Light
'Difficult? Me? To be a poet? Just ask the womenfolk about that, my friend, whether our Reimar finds it difficult to be a poet! It was only yesterday that I rode into the yard of one of the better farms hereabouts, and the daughter of the house was standing outside, smiling, and without more ado I addressed her with a double-rhymed, quatro-syllabic verse that just came to me as I bent down from the saddle to greet her. No, it's not difficult to be a poet, my friend, it's a pleasure to be a poet.”
― World Light
“En þeir sem voru snemma á fótum morguninn eftir urðu þeirrar huggunar aðnjótandi að sjá Pétur Pálsson ríða heim af fjalli, að vísu aðþreingdan nokkuð, ákaflega moldugan, hattlausan, tannlausan, og loníettulausan, en þó óneitanlega í tiltölulega ómyrtu ásigkomulagi.”
― World Light
― World Light
“Fegurðin og mannlífið eru tveir elskendur sem fá ekki að hittast.”
― World Light
― World Light
“Barn hafði hann staðið í fjörunni við Ljósuvík og horft á landölduna sogast að og frá, en nú stefndi hann burt frá sjónum. Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini. Bráðum skín sól upprisudagsins yfir hinar björtu leiðir þar sem hún bíður skálds síns. Og fegurðin mun ríkja ein. Reykjavík og grend, veturinn 1939–40.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“rauninni á ég nú fyrir höndum tvær lángar ferðir, sagði dómkirkjupresturinn og riðaði lítilsháttar og það brá fyrir kímni í brosinu, einsog hann ætlaði að fara að segja einhverja dirfsku. Ég á fyrir höndum að fara til Himnaríkis. Og ég á einnig fyrir höndum að fara til Kaupmannahafnar. Satt að segja hlakka ég nú ennþá meira til að fara til Kaupmannahafnar.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“Þegar ég verð gamall þá lángar mig að fá andlit einsog þér hafið, sagði Ólafur Kárason og horfði hugfánginn á dómkirkjuprestinn. Hafi ég andlit sem fagnar náðinni bróðir minn þá er það af því ég hef lært meira af þeim sem dvöldust innan þessara veggja en hinum sem dveljast utan þeirra, sagði dómkirkjupresturinn. Ég hef lært meira af þeim sem hafa fallið til jarðar en hinum sem hafa staðið uppréttir. Þessvegna uni ég mér svo vel í þessu húsi. Guð blessi þetta hús. Hvað virðist yður um morðíngjann, sagði Ólafur Kárason. Uhu, sagði dómkirkjupresturinn. Kristur lítur ekki á mennina eftir því hvað þeir hafa gert, bróðir minn, heldur eftir því hvort þeir finna hið sanna innihald stundanna og daganna djúpt í sálu sinni. Ég er orðinn gamall maður. Þegar árin færast yfir þreyttan mann ræðir hann ekki leingur um syndina, bróðir minn. Gleðin yfir því að hafa fundið náðina, það er Gleðin. Þeir sem skilja að reynslan og náðin eru tvær systur, þeirra hús er stórt hús: það er fagurt hús; og það stendur á bjargi.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“Það sem okkur vantar hér í bygðarlagi er umfram alt ekki skáldskapur, sagði hreppstjórinn. Okkur vantar ráðvant fólk, ekki gáfufólk og ekki heldur mentafólk, en sannkristið og vinnusamt fólk, lítilþægt fólk. Okkur vantar fólk sem ekki venur sig á skemtanir á þessum alvörutímum, fólk sem ekki geingur útí hagann og brennir annarra manna mó. Það er þetta sem verður að innprenta okkur börnum. Við viljum hafa alvarlegt þjóðfélag.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“Bærinn mundi hrynja þann dag sem hætt yrði að gánga hér um dyr með mjúka átakinu á snerlinum, varkára góðviljaða fótatakinu á pallfjölunum. Hér þektist ekki að gánga um hlut einsog aungvan varðaði um hann, jafnvel þvaran í pottinum var merkileg sjálfstæð persóna með aðild og rétti; aldrei virtist neitt hafa verið gert hér af handahófi né skeytíngarleysi, lítilmótlegasta handarvik unnið af sérstakri virðíngu fyrir sköpunarverkinu í heild, af alúð einsog þvílíkt verk hefði aldrei verið unnið fyr og mundi ekki verða framar unnið.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“Þannig var nú komið fyrir þessum manni sem fyrrum átti landið og landið hann. Fölur og fár, sljóum augum, án þess að þora að líta uppá nokkurn mann, reikaði Jón almáttugi um hús og hlöð, skuggi sjálfs sín, undir fargi ástar þeirrar hinnar miklu og sönnu er þessi únga ríka kona bar til hans.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“En einn dag þegar Jón almáttugi var maður vel á fertugsaldri kom ógæfan yfir hann í mynd gæfunnar. Ung og glæsileg prestsdóttir norður í landi varð hinum almáttuga að fótakefli.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“Ef þú heldur að nútíminn, það sé að hafa í sig og á, þá skjátlast þér. Nútíminn, það er þegnskapur, það er að eiga ættjörð til að svelta fyrir og drukna fyrir ef atvinnuvegirnir krefjast. Nútíminn, það er að vera reiðubúinn að láta sinn síðasta blóðdropa fyrir sögu þjóðarinnar og framtíðarvonir.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“Hver er munur á kristindómi og flugmálum? spurði þá Pétur Pálsson framkvæmdastjóri. Því gat skáldið ekki svarað.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“Má ég spyrja, heldurðu að Jens Færeyíngur sem er edjót og rotta hafi feingið bréf frá strákhelvítinu í Skjólinu, sem lét foreldra sína drepast hér útaf einsog hundkvikindi? Örn Úlfar hefur verið á berklahæli, sagði Ólafur Kárason. Já það á að hrækja á þá. Þessir letíngjar og auðnuleysíngjar sem nenna hvorki að vinna fyrir sjálfum sér né öðrum, þeir lamma sig allir á berklahæli. Þar eru þeir mataðir einsog greifar og barúnar og heingt markoníapparat á hausinn á þeim á landssjóðskostnað.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“Elsku litla stúlkan mín, sagði hann og þótti nú fyrst vænt um Margréti litlu; eða að minsta kosti fanst honum að sér fyndist það. Meðan hún var hraust og kát var honum sama, hraust og kát börn koma aungvum við, látum þau eiga sig sjálf, vér höfum skyldur aðeins við þá sem þjást, vér elskum aðeins þá sem eiga bágt.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“ímyndun sinni stóð hann þegar fyrir dómaranum hlekkjaður á höndum og fótum, með óafmáanlega glæpi á samviskunni, því glæpir eru þau illvirki ein sem aðrir trúa að maður hafi drýgt, hann var fjandmaður velgerðamanna sinna, brennuvargur og þjófur, og líklega morðíngi.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“En þegar ég var lítill, þá heyrði ég undarlegan hljóm á bak við alheiminn. Sá sem hefur heyrt þann hljóm gleymir honum aldrei framar, heldur skilur hlutina alla útfrá þessum hljómi.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“Það útheimtist ekki mentun til að skilja gleðiboðskap fyrirgefníngarinnar úngi maður, sagði prókúristinn. Dæmið eigi svo þér verðið eigi dæmdir, þessi orð voru ekki sögð við mentafólk, heldur við mannlegt hjarta. Það útheimtist ekki heldur mentun til að skilja vísindin um annað líf, alt sem útheimtist til þess er mannleg sál.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“Það er aumur stórhöfðíngi sem hefur ekki kjark til að sparka í andlitið á fátæklíngi án þess að taka upp budduna á eftir, sagði hún. Ekkert kvikindi sem skríður á jörðinni er eins auvirðilegt og viðbjóðslegt og auðugur maður með samvisku.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“Fátt er jafn auðgandi fyrir ímyndunaraflið, eða yfirleitt eins þroskandi fyrir sálarlífið í heild, og að verða fyrir ástarsorg, ég tala nú ekki um í fyrsta sinn.”
― Heimsljós
― Heimsljós
“Þú hefur miklu meiri gáfur en ég, Örn, sagði skáldið þá. Það kemur fram í því, að þú hefur aldrei trúað neinu sem þér hefur verið sagt. Ég hef afturámóti altaf trúað öllu sem mér hefur verið sagt. Og þegar veröldin í kríngum mig hefur verið full af hörku og grimd, þá hef ég ekki haft kjark til að bíta á jaxlinn einsog þú, heldur hef ég ósjálfrátt dregið mig í hlé og reynt að lifa fyrir fegurðina og andann.”
― Heimsljós
― Heimsljós
