Einar Már Guðmundsson's Blog, page 3
February 2, 2008
Skilabo� n�mer �rj�
1
Ég las eitt sinn úr verkum mínum í Englandi. Að upplestri loknum reis kona úr sæti sínu og sagði: "You seem to have a very English sense of humor." Konan var að hrósa mér. Þegar Englendingar tala um enskt skopskyn meina þeir gott skopskyn. Samt sýnir þetta hrokann, hvernig hann er vaxinn inn í tungmálið, þegar hin fornu stórveldi telja jafnvel kímnigáfuna séreign sína.
Í annað sinn las ég upp fyrir Zulu menn í borginni Durban í Suður-Afríku. Ég las upp á ensku og allt var um leið þýtt yfir tungumál þeirra. Zulu mennirnir hlógu að öllu sem ég sagði, hvort sem þeim þótti ég svona spaugilegur eða fyndinn, en enginn þeirra sagði: "You seem to have a very Zulu sense of humor."
Við búum á hnetti. Hann er einsog kúla í laginu. Þess vegna er engin miðja. Miðjan er undir iljum sérhvers jarðarbúa. Því segi ég: Ekki tala um stórar þjóðir og litlar þjóðir, útkjálka, heimshorn og jaðra. Ef þessari eðlilegu landafræði væri fylgt byggjum við í betri heimi og þá væru voldugar og vanmáttugar þjóðir ekki til. Þá væri engin ástæða til að ráðast inn í lönd og slá eign sinni á olíulindir og önnur náttúrugæði.
Um daginn sá ég heimildarmynd um Almeria-svæðið á Suður Spáni. Þar er framleiddur þriðjungur af vetrarneyslu Evrópubúa á grænmeti og ávöxtum. Í endalausri þyrpingu gróðurhúsa vinna 80.000 innflytjendur í andrúmslofti sem búið er að eyðileggja með skordýraeitri. Innflytendurnir eru á skítakaupi og eru margir orðnir vitskerrtir út af aðbúnaðinum. Þetta er ekkert annað en þrælahald þó það heiti eitthvað annað. Þetta er ein skýringin á því hvernig hægt er að halda matvælaverði niðri í Evrópu og sá kraumandi pottur sem margir Íslendingar vilja svo ólmir komast í og bera einmitt fyrir sig þessu, matvælaverðinu.
En ég segi: Byrjum að taka til heima hjá okkur. Lækkum raforkuverð til gróðurhúsabænda og virkjum líka orkuna sem í okkur býr. Hugsum um gæðin, ekki bara magnið. Notum orkuna til að bæta hag heimilanna í stað þess að gefa hana sléttgreiddum fulltrúum peningavaldsins. Tökum til. Við getum ekki gefið það af okkur sem við höfum ekki öðlast sjálf.
Það var nefnilega ekki síður fróðlegt að heyra eigendur búgarðanna réttlæta athafnir sínar. Jú, sögðu þeir, þeir voru í samkeppni á markaði og kepptu við markaði þar sem enn meira þrælahald tíðkaðist, í Mið-Ameríku og Afríku. Þetta eru nákvæmlega sömu röksemdirnar og fulltrúar íslenska kvótakerfisins nota þegar heilu byggðalögin eru skilin eftir tómhent.
Eða einsog segir í ljóðinu: Hinn frjálsi maður er ekki lengur veginn með vopnum, ekki höggvinn í herðar niður eða brenndur á báli. Þess í stað er honum svipt burt með snytrilegri reglugerð og málinu skotið til markaðarins sem mállaus vinnur sín verk.
2
Lítill strákur, á ferð með föður sínum, sá fána í hálfa stöng. Hann spurði af hverju fáninn væri svona. Faðir hans sagði að það væri af því að einhver hefði dáið.
"Nú, hann hefur þá ekki náð að hífa hann alla leið," sagði strákurinn.
Nei, þetta er ekki nógu ábyrgt Höfum þetta frekar svona: Ferðalangur kom í snyrtilegt hverfi hér í borg. Hann leit í kringum sig og sagði: Hér er allt svo velsældarlegt og fínt. Fátækrahverfin hljóta að búa innra með ykkur.
Ég sat í bíl með vini mínum. Útvarpið var á og fréttir að byrja. Þulurinn sagði eitthvað um Seðlabankann, að hann hefði hækkað eða lækkað stýrivexti.
Vinur minn sagði: "Getur þú sagt mér hvað stýrivextir eru?"
Ég hugsaði mig örlítið um en sagði svo: "Ég skal segja þér það ef þú segir mér hvað verg þjóðarframleiðsla er?"
Svo hlógum við báðir, og ræddum þetta ekki frekar, hvorki stýrivextina né vergu þjóðarframleiðsluna.
En svona er þetta: Fólk er að drukkna í hugfræðihugtökum sem allir nota en enginn skilur. Samanber allar fjárfestingarnar. Einn kaupir annan og annar kaupir hinn, og þeir heita jafn fjölskrúðugum nöfnum og jólasveinarnir.
Einhver græðir glás af seðlum og allir eru svaka ríkir á meðan ellilífeyrisþegarnir hnipra sig í kompum, fólk gengur heimilislaust um götur og lægstu laun eru svo lág að enginn trúir að nokkur sé á þeim. Jafnvel jafnaðarmenn yppta öxlum þegar þeir heyra verkalýðinn nefndan á nafn. Hann hafa þeir ekki séð í mörg ár.
Hér eitthvað sem rímar ekki. Eða rétta sagt: Þetta er heilmikil hagfræði. Á meðan er heiminum huggulega deilt upp í Múslimi og Bushlimi. Við erum Bushlimir, í stríði með vestrænum Bushlimum gegn múslimum sem vilja taka af okkur tjáningafrelsið og lýðræðið; og sjálfsagt líka bílana, húsin og konurnar.
Stríðsreksturinn í Írak snýst um að moka undir eina fáránlegustu yfirstétt sögunnar, þá amerísku, en sjálft er stríðið háð í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum og fyrir frelsi og lýðræði. Hvernig fólkið sem þjáist undan þessu öllu á að tengja þjáningar sínar við baráttuna fyrir frelsi gengur auðvitað hvergi upp nema í málflutningi stríðsherranna.
Málið vandast þegar haft er í huga að óvinurinn er kominn inn um hliðið. Hann skúrar gólfin, hann flakar fiskinn, stendur við færibandið, sópar göturnar, afgreiðir í búðinni og þjónar til borðs á veitingahúsinu. Ég ætla ekki að rifja upp sögu Rómaveldis, en hrundi það ekki smám saman? Tók það ekki ein þrjúhundruð ár? Voru rómversku keisararnir ekki sífellt að berja niður uppreisnir í skattlöndunum?
Og hvað með Jesús Krist? Var hann ekki hættulegur uppreisnarmaður, jafnvel hryðjuverkamaður, í augum yfirvalda, andlegra jafnt sem veraldlegra? Hvað þætti sannkristnum Bandaríkjamönnum um mann sem myndi ryðjast inn í kauphallirnar og orga á fjárfestana sem þéna árslaun verkamanna á meðan þeir dotta í hádeginu?
Æðsta viðurkenning sem skáldum og vísindamönnum hlotnast eru Nóbelsverðlaunin. Þau eru sjötíu milljónir og eru vanalega veitt fyrir einstakt ævistarf, enda verðlaunahafarnir oftar en ekki gamlir menn og hoknir. Öflugustu fjárfestarnir hala inn fimm- til sex Nóbelsverðlaun á ári, sé þetta mælt í peningum, lífeyrissjóðir leika matador og með hugarflugi, sem enginn skilur, margfaldast eignir manna. Ef þeir hætta í vinnunni hverfa þeir á braut með fjárlögin.
Nú eru kjarasamningar lausir og auðvitað fer allt á annan endann ef lægstu laun hækka um fimm þúsund krónur. Ef ég væri verkalýðsforingi myndi ég spyrja: Búa fátækrahverfin innra með okkur? Hvernig mælum við slíkan viðskiptajöfnuð? Hvað verður um umhyggjuna í öllu ríkidæminu?
Fátækt er heldur ekki endilega rétta orðið yfir ellilífeyrisþegana í kompunum, útigangskonurnar með sprittið og allt félagslega botnfallið. Eymd er betra orð og þessi eymd er allra, ekki bara þeirra sem fyrir henni verða. Hún er fátækrahverfið innra með okkur.
Og af því að ég er jafn ruglaður og aðrir enda ég þetta bara á brandara, mannætubrandara. Hann er svona:
Ég flýg á fyrsta farrými. Við hlið mér situr mannæta, afar kurteis, einsog mannætur eru víst oftast við fyrstu kynni. Flugfreyjan kemur. Hvað má bjóða ykkur að borða? segir hún og réttir okkur matseðla, skrautlega með þremur valkostum. Á meðan ég er að athuga hvað er í boði heyri ég mannætuna segja: Ég sé ekkert bitastætt á matseðlinum. Vilduð þér vera svo vingjarnlegar að færa mér farþegalistann?
3
Þú sem býrð með eyju í hjartanu og víðáttur geimsins stétt undir iljunum: Réttu mér norðurljósin! Ég ætla að dansa við unglinginn sem heldur á stjörnunum. V ið roðflettum myrkrið og afhausum eymdina.
Þetta er ekki skoðun. Þetta er ljóð. Samt er þetta skoðun. Ég vil roðfletta myrkrið og afhausa eymdina. Það er fátt fréttnæmt í ljóðum, en margir deyja vegna skorts á því sem þar er að finna.
Fyrir rúmri viku var dagur íslenskrar tungu. Það getur enginn haft neitt á móti því, þó það sé skrýtið að henni sé aðeins helgaður einn dagur. Samt er það ekkert skrýtið þegar varaformaður næst stærsta stjórnmálaflokksins telur að best sé að við tölum ensku og íslensku til skiptis.
Annar stjórnmálamaður berst fyrir því að áfengi sé selt í matvörubúðum. Gott á hann. Ímyndum okkur að áfengi væri bannað en hass væri löglegt og hass selt í ríkinu. Þá myndi Sigurður Kári vera að berjast fyrir því að hass væri selt í grænmetisdeildum búðanna. Gott á hann. Alla vega væri röksemdafærslan sú sama.
Mér er svo sem sama hvar Sigurður Kári kaupir sitt bús og mín vegna má Ágúst Ólafur tala ensku á fundum Samfylkingarinnar. Þar er hvort eð töluð einhver evrópska. Orðið verkalýður heyrist ekki lengur og ef einhver notar orðin auðvald eða arðrán líður yfir hálfan flokkinn.
Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessum málum, hvorki áfengiskaupum Sigurðar Kára né tungutaki Ágústs Ólafs. Mín vegna mega þeir taka tappa úr flösku og tala saman á ensku.
Það sem ég er að velta fyrir mér eru hinar sígildu setningar Arthurs Rimbaud: "Ég er ekki ég, ég er annar." og "Ég hugsa ekki, ég er hugsaður."
Getur verið að orðin, verkfærin sem við notum til að tjá okkur, ráði í raun hvað við segjum? Erum við hugsuð fremur en að við hugsum? Áður fyrr byggðist vald manna ekki síst á því leiknir þeir voru með orðin. Hinn menntaði maður hafði orðin á valdi sínu. Stjórnmálamenn voru ræðuskörungar, ferskeytlan hvöss sem byssustingur og þar fram eftir götum.
Nú á dögum segjum við ekki um stjórnmálamanninn: "Hann er flugmælskur." Þess í stað segjum við: "Hann kemur vel fyrir í sjónvarpi."
Hvernig hefði Egill Skallagrímsson komið fyrir í sjónvarpi? Hvernig væri hægt að markaðssetja hann? Væru ljóð hans vinsæl? Hér á árum áður lásu stjórnmálamenn Íslendingasögurnar og héldu síðan glaðbeittir út í kosningabaráttuna. Nú fara þeir aftur á móti í litgreiningu og mæta fyrir framan upptökuvélarnar einsog tískan býður.
Geta þeir ekki sagt einsog Arthur Rimbaud: "Ég er ekki ég, ég er annar." og "Ég hugsa ekki, ég er hugsaður."
Því endurtek ég bara upphafsorð mín: Þú sem býrð með eyju í hjartanu og víðáttur geimsins stétt undir iljunum: Réttu mér norðurljósin! Ég ætla að dansa við unglinginn sem heldur á stjörnunum. V ið roðflettum myrkrið og afhausum eymdina.
Og verði ég sendur til útlanda að semja við skrifstofubáknið mun ég segja á íslensku: Því miður, herra framkvæmdastjóri, ég hef ekkert að bjóða í þessum samningaviðræðum nema þrjú tonn af kokteilsósu, örfá eintök af dýrafræði Jónasar frá Hriflu og allar hljómplötur Árna Johnsens
4
Nú vil ég biðja þá sem í óskammfeilni sinni gengu niður Laugaveginn einhvern tíma í nóvermber árið 1932 að vera svo vingjarnlega að snúa við og ganga hann upp.
Þessar setningar komu til mín hér um árið þegar fjölmiðlamenn vildu í óða önn gerast skriftarfeður fyrir aflóga sósíalista. Þeir áttu ekki bara að fagna hruni úreltra þjóðfélgaskerfa heldur í raun að játa að öll réttindabarátta almennings, verkalýðsbaráttan, hafi verið misskilningur. Ef þeir biðu afsökunar á axarsköftum fortíðarinnar yrði litið á mál þeirra mildari augum af lögregluyfirvöldum frjálshyggjunnar.
Þetta gekk svo nærri mönnum að meira að segja hinum galvaska leiðtoga vinstra manna Steingrími J. vafðist tunga tönn í síðustu kosningabaráttu þegar hann var spurður að hvort hann væri sósíalisti. Búið er að hlaða slíkri neikvæðni á orðið, þó það þýði í raun bara jafnaðarmaður.
Frjálshyggjan, sem nú herjar á velferðarkerfið, vann því ekki aðeins kalda stríðið, hún vann einnig stríðið um tungumálið. Lengi vel hefur enginn opnað svo kjaftinn í sjónvarpinu að hann segi ekki: "Ég held að samkeppni sé af hinu góða," og það má eflaust til sanns vegar færa, en er ekki líka samvinna af hinu góða og samhjálp? Hvernig hefði Jesús litið á málin?
Nú er ég ekki á móti einkarekstri, - á mörgum sviðum er eina vitið - en af hverju verður allt vitlaust þegar fjölskyldu- og húsdýragarðurinn býður barnafjölskyldum upp á jólahlaðborð á viðráðanlegu verði? Eftirlit með tannhirðu barna er tekið úr skólum, og tannheilsa þeirra hrynur á nokkrum árum, allt af því að einhverjir segja að hið opinbera eigi ekki að vera að vasast í hinu og þessu.
Það er sagt að Bandaríkin hafi aldrei borið sitt barr eftir einkavæðingu Regantímabilsins. Heilbrigðiskerfið var hreinlega lagt í rúst, geðsjúkum var vísað út á götur og meðferðarstofnunum lokað. Þetta ætti að kenna okkur að standa vörð um meðferðarúrræðin sem hér finnast. Það getur verið dýrt að spara á þeim sviðum. Oft er betra að spyrja sig hvað kostar að gera hlutina ekki.
Nú eru kjarasamningar í aðsigi, og lægstu laun eru svo lág að þau duga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum, en þjóðfélagið virðist yppta öxlum, og hugsa svipað og drottningin þegar fólkið mótmælti forðum, og karfðist brauðs, en þá sagði drottningin: Fyrst fólkið á ekki brauð, af hverju borðar það ekki kökur?
Þetta leiðir hugann að undarlegum myndum sem skaut upp í fréttatíma sjónvarpsins fyrir rúmum áratug. Þá voru l angferðabílstjórar í verkfalli og stóðu fyrir framan rútubíla með úðunarbrúsa og úðuðu á rúður þeirra og hleyptu vindi úr dekkjum þeirra. Í blálýstum stofum landsmanna birtust langferðabílstjórararnir sem pörupiltar og götustrákar, en talsmenn vinnuveitenda böðuðu sig í samúð myndavélanna.
Ég man að unglingar víðs vegar um landið héldu að verið væri að sýna úr nýrri kvikmynd. Í þeirra augum var þetta ekki veruleiki fyrr en fulltrúar vinnuveitenda birtust á skjánum. Þá rifjaðist upp fyrir mér að á mínum unglingsárum geisuðu oft harðar vinnudeilur.
Síðan hefur verkalýðshreyfingin orðið stærsti sumarbústaðaeigandi landsins, með lífeyrissjóði sem spila bingó og kaupa vonlaus fótboltalið, enda halda sumir unglingar að Alþýðusamband Íslands sé ferðaskrifstofa. Ekki skal ég skal ekki tjá mig um stöðu kjaramála, en útkoman er þjóðarsátt full af sumarbústöðum og lífeyrissjóðir sem fjármagna matador auðmanna á meðan einstaka hópar berjast einir í kuldanum, einsog langferðabílstjórarnir forðum, eða berjast bara ekki neitt.
Og það sem verra er: Öllum er sama, því ekki er lengur nein samstaða, þar sem öllum er ætlað að keppa, og því segi ég: Hvort sem sagan er línurit eða súlurit í auga hagfræðingsins á skjánum er heimurinn kartafla í lófa guðs. Eða einsog amma mín sagði: Fólk verður leiðinlegt ef það trúir ekki á neitt skemmtilegt. Þess vegna kýs ég að trúa á samstöðuna, hvar sem hún finnst, og segi við þá sem gengu niður Laugaveginn einhvern tíma í nóvember árið 1932, verið stolt af því.
5.
Ég vil byrja á að segja: Gleðilegt ár. Samt ætti eiginlega að vera haust, því þá gæti ég gerst skáldlegur og sagt: Laufblöðin falla einsog verðbréfin eða væru það verðbréfin sem féllu einsog laufblöðin?
Samt fjúka svörin út í vindinn einsog hjá Bob Dylan og þeir söngvar sem nú hljóma hafa heyrst áður. Nei, það er ekkert öðruvísi mér áður brá. Samt eru allir mjög hissa.
Ef nú væru kosningar væru félagsleg úrræði fyrir auðkýfinga eflaust á dagskrá. Þeim yrði forgangsraðað, svo gripið sé til eins ljótasta orðskrípis sem íslenskir stjórnmálamenn hafa fundið upp.
En þetta var nú bara útúrdúr, því ég ætla að tala um vini mína. Vinur minn, sem býr suður með sjó sagði við mig þegar ég heimsótti hann í fyrra: Eitt sinn voru þrjúhundruð bátar við höfnina en þrír að vinna í bankanum. Nú eru þrír bátar við höfnina en þrjúhundruð að vinna í bankanum.
Annar vinur minn og jafnaldri, fæddur vestur við Breiðafjörð, segir svo frá að strax þá um vorið hafi fyrsta lambið hans fæðst. Það tíðkaðist í sveitinni að börn fengu lamb á hverju vori.
Það átti að vera trygging fyrir framtíðina, sem sé, að þegar börnin væru komin á legg hefðu þau eitthvað fé milli handanna. Amma þessa vinar míns sá til þess á hverju hausti að leggja andvirði hvers lambs sem slátrað var inn á bankabók í kaupstaðnum.
Amma hans sagði að þegar hann yrði stór gæti hann keypt sér íbúð eða bíl fyrir peningana. "Auðvitað trúði ég ömmu minni," segir vinur minn, "hver gerir það ekki? Ekki ljúga ömmur."
Svo liðu árin. Alltaf bættust ný ærgildi inn á bankabókina. Það kom að því að vinur minn flutti til borgarinnar og tók bílpróf. Hann hélt rakleitt í bankann og ætlaði að taka peningana út úr bankabókinni og kaupa sér bíl.
Það urðu heldur betur vonbrigði þegar hann komst að því að lítið sem ekkert var inni á bankabókinni. Öll lömbin sem samkvæmt hagspekinni hefðu átt að ávaxta sig voru andvirði tveggja lambalæra úr frystikistu kjörbúðarinnar í hverfinu.
Þetta var skrýtið, því ekki ljúga ömmur, en það gera bankastjórar ekki heldur. Þegar vinur minn spurði bankastjórann hvað hefði orðið um lömbin hans sagði bankastjórinn að verðbólguúlfurinn hefði étið þau. Þá sakaði hann bankann um sauðaþjófnað og fór fram á að þeir skiluðu lömbunum en var fyrir vikið sakaður um dónaskap og hent út.
Þessi vinur minn dró þann lærdóm af þessum óförum sínum að skipta ekki frekar við banka, og hefur hann að mestu leyti staðið við það. Hvað mönnum finnst um það skiptir ekki máli.
En spurningin er hvort hér sé ekki hagkerfi okkar í hnotskurn og það sé nákvæmlega þetta sem er að gerast á hinum svokölluðu fjálmálamörkuðum. Sparifé fólks og fjárfestingar gufa upp og verða að engu, lömbunum hefur fækkað í stað þess að fjölga, en við sem höfum setið heima og skiljum hvorki úrvalsvísitöluna né kvótakerfið hljótum að spyrja, í hvaða formi endurtekur þessi saga sig næst?
Kannski segjum við bara einsog Megas: Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna frímerkjum.
6.
Þegar ég fór að hugsa um þennan pistil minn í upphafi vikunnar sá ég af gefnu tilefni fyrir mér heilu hnífasettin í bökum framsóknarmanna, en nú gengur Framsóknarflokkurinn undir nafninu fatahreyfingin, og vita ekki hvort þeir eiga að halda sig á vesturbakka eða austurbakka stjórnmálanna, en hafa samt hafnað á tjarnarbakkanum.
En einmitt þennan sama dag og ég fór að hugsa þetta þá hrundi borgarstjórnin og ég sat eiginlega uppi með Sjálfstæðisflokkinn og einherjana í Valhöll, í senn þvoglumælta og baráttuglaða, en þeim hafði einmitt tekist að véla til sín umhverfisvænan lækni, Ólaf F. Magnússon, sem eitt sinn bjargaði lífi vinar míns og mér er því ákaflega hlýtt til. Það gerði hann með skjótum og fumlausum höndum læknisins og hefur ávallt borið með sér þokka manngæskunnar, og eflaust fatað sig án hjálpar.
En þegar kvölda tók stóðu þeir þarna hinir nýju ráðamenn, fölir og gráir, einsog stjórnmálamenn úr ráðstjórnarríkjunum gömlu, já nánast einsog Jaruselsi þegar hann var nýbúinn að setja herlögin í Póllandi eða kommúnistarnir þegar þeir ætluðu að eiga sitt Comeback í andaslitrum Sovétríkjanna, og var afar viðeigandi að þetta væri á Kjarvalsstöðum því athöfnin eða krýningin var einsog mynd á sýningu, eða leikþáttur, saga sögð af bjána, full af mögli og muldri, og merkir ekki neitt, svo gripið sé til Shakespears.
En nú er ég bara að tala um útlit og fas, ég er að rýna í myndina, jakkafötin sem þeir eflaust hafa greitt úr eigin vasa, gagnstætt framsóknarmönnum sem hafa einfaldan smekk og velja aðeins það besta, enda nýkomnir á mölina til að að sanna svo rækilega að þar eigi þeir heima, líklega með greiðslukort S-hópsins í vasanum, en á þeim bæ munar menn lítið um nítján pör af sokkum eftir að hafa fengið heilan banka í þjórfé og látið Elton John syngja sín alfegurstu lög.
Þetta var á Kjarvalsstöðum, Kjarklambrastaðatúni, einsog Megas kallaði það, en þar las Matthías skáld eitt sinn ljóð sín, og þá voru kommarnir illkvittnir og kölluðu hann Exile on Main Street, en nú eru aðrir tímar og ljóðin láta vel í eyrum allra og kommarnir bugta sig og beygja fyrir Matthíasi og ljóðum hans.
Og kannski hafa þau svifið einsog ský yfir höfðum borgarstjórnarhópsins, sem greinilega hafði skilið hnífasettin eftir heima, og fallist í faðma við lækninn, sem nú gaf þeim resept upp á framtíðina, en ég hef varla sleppt þessu orði, resept upp á framtíðina, þegar hún er orðin ótrygg, í spennitreyju, einsog ávallt í gömlu Ráðstjórnarríkjunum, sem frjálshyggjumennirnir virðast elska í laumi, í samræmi við þá kenningu að harmleikurinn endurtakur sig sem skrípamynd. Því héldu forsöngvararnir tveir varla lagi á meðan undirleikarnir stóðu fyrir aftan þá einsog hnípin þjóð í vanda. Um þetta vitnðu ljósmyndir strax daginn eftir.
Á meðan þessu öllu fór fram mátuðu framsóknarmenn sín keisaraklæði í Norræna húsinu, og hvergi sáust hnífar og frú Makbeð ekki tiltæk, hvað þá marktæk eða róttæk, frekar en þessi kyndugi flokkur sem fyrir löngu er búinn að gleyma erindi sínu í allri jakkafatavæðingu frjálshyggjunnar. Hann er fyrir löngu búinn að kokgleypa allt sem hann á ekki að gera, steingleyma öllu er varðar jafnvægi í byggðum, tengsl manns og náttúru, enda arkítekt þess kvótakerfis sem leikið hefur byggðir landsins grátt, og því mun þessi flokkur, Framsóknarflokkurinn, aldrei komast úr sporunum fyrr en hann hefur tekið til í rústum fortíðarinnar, gert upp við kvótakóngana, kauphallarbraskarana og S-hópana.
Væri til dæmis hægt að fara fram á afturvirka eignaupptöku og skila ránsfengnum? Væri það hugmynd? Með öðrum orðum, fara úr jakkafötunum og í vinnuskyrturnar, setjast upp á trakorana, taka fram handfærin og leggja frá sér hnífasettin og illkvittnina og stærilætið sem hreiðrað hafa um sig í spegilhöllum hégómans.
Takið eftir: Heiminum er einmitt stjórnað af allsgáðum mönnum í jakkafötum, sem eru vel upp aldir og með góða menntun. Samt er allt í rjúkandi rúst í kringum þá. Er ekki kominn tími til að bretta upp ermarnar? Og við borgarbúar hljótum að spyrja okkur, í tilefni af nýliðnum atburðum: Ætlum við að láta bjóða okkur þetta kjaftæði? Hvað lengi?
May 2, 2007
Skilabo
1. maí ávap á Nasa
Við brugðumst vel við og sýndum heimili okkar.
Gesturinn hugsaði: Þið búið vel.
Fátækrahverfin eru innra með yður.
Þannig yrkir sænska skáldið Tómas Tranströmer og segja má að þarna birtist sannleikur ljóðsins, því ljóðið er hvorki fréttastofa né spjallþáttur.
"Það er fátt fréttnæmt í ljóðum. Engu að síður deyja margir á ömurlegan hátt vegna skorts á því sem þar er að finna," orti annað skáld frá Ameríku.
Ég vil spyrja: Hvað er að frétta úr verkalýðsbaráttunni? Hvar er hún á baráttudegi verkalýðsins? Hver talar máli verkalýðsins? Við heyrum stöðugt um samningabrot, vinnuþrælkun og aðbúnað sem mönnum er ekki bjóðandi.
Frjálslyndi flokkurinn vill tefla launafólk hvert gegn öðru, og þannig endar það ef við látum ekki í okkur heyra. Hrein og klár lögbrot eru látin viðgangast.
Höfuðverkefni verkalýðshreyfingarinnar er að skikka atvinnurekendur til að fylgja landslögum.
Það ætti að vísu að vera í verkahring lögreglunnar, en auðmagnið kemst upp með allt í heimi hins hreyfanlega vinnuafls. Þess vegna er gamla kjörorðið Öreigar allra landa sameinist alls ekki úrelt. Það hefur aldrei skipt meira máli.
Verkafólk á ekki að lifa í ótta hvert við annað. Lög og reglur eru brotnar og fólki bara sagt að halda kjafti. Þess vegna köllum við á samstöðu. Ég vil sjá vinstriöflin vekja athygli á stöðu láglaunafólks.
Láglaunafólk á sér allt of fáa talsmenn í dag. Atvinnurekendur komast upp með fáránlega kúgun í skjóli þessarar þagnar. Það er hún sem er fátækrahverfið innra með okkur.
Við tökum þátt í glæpsamlegu stríði.
Stríðsreksturinn í Írak snýst um að moka undir eina fáránlegustu yfirstétt sögunnar, þá amerísku, en stríð hennar er háð í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum og fyrir frelsi og lýðræði. Hvernig á fólkið sem þjáist undan þessu öllu að tengja þjáningar sínar við baráttuna fyrir frelsi og lýðræði? Það gengur auðvitað hvergi upp nema í málflutningi stríðsherranna og það er sá málflutningur sem ríkistjórnarflokkarnir hafa tekið að sér að bergmála.
Að þeir vilji nú klóra í bakkann og beri fyrir sig skorti á upplýsingum er órækasta sönnun þess að þeir eiga að láta sig hverfa. Við gátum veitt þeim allar þessar upplýsingar og gerðum það. Ætlaði Framsóknarflokkurinn með sitt litla fylgi á Íslandi að koma á lýðræði í Írak?
Þessir menn hafa tekið þátt í að deila heiminum upp í Múslimi og Bushlimi. Við erum Bushlimir, í stríði með Bush hvort sem okkur líkar betur eða verr, allir settir undir einn hatt, en Múslimir trúa á Múhameð og vilja taka af okkur tjáningafrelsið og lýðræðið; og sjálfsagt líka bílana, húsin og konurnar. Við eigum að neita að taka þátt í þessu óttabandalagi og segja Fökk NATO og Niður með heimsvaldastefnuna, hvort sem hún dulbýr sig í slóttugu fjármagnsfrelsinu eða lætur vopnin tala.
Bláeygir stjórnmálamenn koma og spyrja: Hvers vegna hata þeir okkur? Hvað höfum við gert þeim? Flýtum okkur heim, lokum hliðunum og læsum. Nei, nei, við komum út og sýnum þeim hvað við erum rosalegir karlar með nokkrum skopteikningum. Eða við förum bara í stríð.
En málið vandast þegar haft er í huga að óvinurinn er kominn inn um hliðið. Hann skúrar gólfin, hann flakar fiskinn, stendur við færibandið og sópar göturnar. Hann gerir ýmislegt fleira, en hann er ekki ánægður. En hann heldur kjafti og á meðan hann heldur kjafti er sambúðin góð.
Ég ætla ekki að rifja upp sögu Rómaveldis, en hrundi það ekki smám saman? Róm var ekki byggði á einum degi en hún hrundi heldur ekki á einum degi. Tók það ekki ein þrjúhundruð ár? Voru rómversku keisararnir ekki sífellt að berja niður uppreisnir í skattlöndunum?
Og hvað með Jesús Krist? Var hann ekki hættulegur uppreisnarmaður, jafnvel hryðjuverkamaður, í augum yfirvalda, andlegra jafnt sem veraldlegra? Hvað þætti sannkristnum Bandaríkjamönnum um mann sem myndi ryðjast inn í kauphallirnar og orga á verðbréfasalana sem þéna árslaun verkamanna á meðan þeir dotta í hádeginu?
Hnígur þetta ekki allt að sama grunni? Á dögum Rómaveldis voru innflytjendurnir kallaðir barbarar, sem við höfum þýtt með orðinu villimenn. Þegar Rómverjar reyndu að sporna við þeim brustu allir múrar. Rómverjarnir voru ófærir um að stjórna lengur, spilltari en Framsóknarmenn, sem enn eru að vísu ekki farnir að skipa hesta í embætti, en furðulegum mönnum er raðað á enn furðulegri staði.
Við eigum ekki að halda kjafti. Við eigum ekki að láta Frjálslynda flokkinn tefla verkafólki saman. Við eigum að hvetja til samstöðu launafólks og ekki láta taka af okkur réttindin. Ef vinstriöflin og verkalýðshreyfingin halda bara kjafti gerist það af sjálfu sér. Þess vegna minnum við á að baráttan er alþjóðleg og hún er í garðinum hjá okkur og fyrsta verkefnið er að reita framsóknar- og íhaldsarfann.
Ég hvet frambjóðendur Vinstri grænna að láta í sér heyra, því ef við gerum það ekki gerir það enginn.
Og þá sný ég mér að því sem ég átti að gera hér, sem er skáldskapur ...
Skilaboð númer tvö
1. maí ávap á Nasa
Við brugðumst vel við og sýndum heimili okkar.
Gesturinn hugsaði: Þið búið vel.
Fátækrahverfin eru innra með yður.
Þannig yrkir sænska skáldið Tómas Tranströmer og segja má að þarna birtist sannleikur ljóðsins, því ljóðið er hvorki fréttastofa né spjallþáttur.
“Það er fátt fréttnæmt í ljóðum. Engu að síður deyja margir á ömurlegan hátt vegna skorts á því sem þar er að finna,” orti annað skáld frá Ameríku.
Ég vil spyrja: Hvað er að frétta úr verkalýðsbaráttunni? Hvar er hún á baráttudegi verkalýðsins? Hver talar máli verkalýðsins? Við heyrum stöðugt um samningabrot, vinnuþrælkun og aðbúnað sem mönnum er ekki bjóðandi.
Frjálslyndi flokkurinn vill tefla launafólk hvert gegn öðru, og þannig endar það ef við látum ekki í okkur heyra. Hrein og klár lögbrot eru látin viðgangast.
Höfuðverkefni verkalýðshreyfingarinnar er að skikka atvinnurekendur til að fylgja landslögum.
Það ætti að vísu að vera í verkahring lögreglunnar, en auðmagnið kemst upp með allt í heimi hins hreyfanlega vinnuafls. Þess vegna er gamla kjörorðið Öreigar allra landa sameinist alls ekki úrelt. Það hefur aldrei skipt meira máli.
Verkafólk á ekki að lifa í ótta hvert við annað. Lög og reglur eru brotnar og fólki bara sagt að halda kjafti. Þess vegna köllum við á samstöðu. Ég vil sjá vinstriöflin vekja athygli á stöðu láglaunafólks.
Láglaunafólk á sér allt of fáa talsmenn í dag. Atvinnurekendur komast upp með fáránlega kúgun í skjóli þessarar þagnar. Það er hún sem er fátækrahverfið innra með okkur.
Við tökum þátt í glæpsamlegu stríði.
Stríðsreksturinn í Írak snýst um að moka undir eina fáránlegustu yfirstétt sögunnar, þá amerísku, en stríð hennar er háð í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum og fyrir frelsi og lýðræði. Hvernig á fólkið sem þjáist undan þessu öllu að tengja þjáningar sínar við baráttuna fyrir frelsi og lýðræði? Það gengur auðvitað hvergi upp nema í málflutningi stríðsherranna og það er sá málflutningur sem ríkistjórnarflokkarnir hafa tekið að sér að bergmála.
Að þeir vilji nú klóra í bakkann og beri fyrir sig skorti á upplýsingum er órækasta sönnun þess að þeir eiga að láta sig hverfa. Við gátum veitt þeim allar þessar upplýsingar og gerðum það. Ætlaði Framsóknarflokkurinn með sitt litla fylgi á Íslandi að koma á lýðræði í Írak?
Þessir menn hafa tekið þátt í að deila heiminum upp í Múslimi og Bushlimi. Við erum Bushlimir, í stríði með Bush hvort sem okkur líkar betur eða verr, allir settir undir einn hatt, en Múslimir trúa á Múhameð og vilja taka af okkur tjáningafrelsið og lýðræðið; og sjálfsagt líka bílana, húsin og konurnar. Við eigum að neita að taka þátt í þessu óttabandalagi og segja Fökk NATO og Niður með heimsvaldastefnuna, hvort sem hún dulbýr sig í slóttugu fjármagnsfrelsinu eða lætur vopnin tala.
Bláeygir stjórnmálamenn koma og spyrja: Hvers vegna hata þeir okkur? Hvað höfum við gert þeim? Flýtum okkur heim, lokum hliðunum og læsum. Nei, nei, við komum út og sýnum þeim hvað við erum rosalegir karlar með nokkrum skopteikningum. Eða við förum bara í stríð.
En málið vandast þegar haft er í huga að óvinurinn er kominn inn um hliðið. Hann skúrar gólfin, hann flakar fiskinn, stendur við færibandið og sópar göturnar. Hann gerir ýmislegt fleira, en hann er ekki ánægður. En hann heldur kjafti og á meðan hann heldur kjafti er sambúðin góð.
Ég ætla ekki að rifja upp sögu Rómaveldis, en hrundi það ekki smám saman? Róm var ekki byggði á einum degi en hún hrundi heldur ekki á einum degi. Tók það ekki ein þrjúhundruð ár? Voru rómversku keisararnir ekki sífellt að berja niður uppreisnir í skattlöndunum?
Og hvað með Jesús Krist? Var hann ekki hættulegur uppreisnarmaður, jafnvel hryðjuverkamaður, í augum yfirvalda, andlegra jafnt sem veraldlegra? Hvað þætti sannkristnum Bandaríkjamönnum um mann sem myndi ryðjast inn í kauphallirnar og orga á verðbréfasalana sem þéna árslaun verkamanna á meðan þeir dotta í hádeginu?
Hnígur þetta ekki allt að sama grunni? Á dögum Rómaveldis voru innflytjendurnir kallaðir barbarar, sem við höfum þýtt með orðinu villimenn. Þegar Rómverjar reyndu að sporna við þeim brustu allir múrar. Rómverjarnir voru ófærir um að stjórna lengur, spilltari en Framsóknarmenn, sem enn eru að vísu ekki farnir að skipa hesta í embætti, en furðulegum mönnum er raðað á enn furðulegri staði.
Við eigum ekki að halda kjafti. Við eigum ekki að láta Frjálslynda flokkinn tefla verkafólki saman. Við eigum að hvetja til samstöðu launafólks og ekki láta taka af okkur réttindin. Ef vinstriöflin og verkalýðshreyfingin halda bara kjafti gerist það af sjálfu sér. Þess vegna minnum við á að baráttan er alþjóðleg og hún er í garðinum hjá okkur og fyrsta verkefnið er að reita framsóknar- og íhaldsarfann.
Ég hvet frambjóðendur Vinstri grænna að láta í sér heyra, því ef við gerum það ekki gerir það enginn.
Og þá sný ég mér að því sem ég átti að gera hér, sem er skáldskapur ...
Skilabo� n�mer tv�
1. maí ávap á Nasa
Við brugðumst vel við og sýndum heimili okkar.
Gesturinn hugsaði: Þið búið vel.
Fátækrahverfin eru innra með yður.
Þannig yrkir sænska skáldið Tómas Tranströmer og segja má að þarna birtist sannleikur ljóðsins, því ljóðið er hvorki fréttastofa né spjallþáttur.
“Það er fátt fréttnæmt í ljóðum. Engu að síður deyja margir á ömurlegan hátt vegna skorts á því sem þar er að finna,” orti annað skáld frá Ameríku.
Ég vil spyrja: Hvað er að frétta úr verkalýðsbaráttunni? Hvar er hún á baráttudegi verkalýðsins? Hver talar máli verkalýðsins? Við heyrum stöðugt um samningabrot, vinnuþrælkun og aðbúnað sem mönnum er ekki bjóðandi.
Frjálslyndi flokkurinn vill tefla launafólk hvert gegn öðru, og þannig endar það ef við látum ekki í okkur heyra. Hrein og klár lögbrot eru látin viðgangast.
Höfuðverkefni verkalýðshreyfingarinnar er að skikka atvinnurekendur til að fylgja landslögum.
Það ætti að vísu að vera í verkahring lögreglunnar, en auðmagnið kemst upp með allt í heimi hins hreyfanlega vinnuafls. Þess vegna er gamla kjörorðið Öreigar allra landa sameinist alls ekki úrelt. Það hefur aldrei skipt meira máli.
Verkafólk á ekki að lifa í ótta hvert við annað. Lög og reglur eru brotnar og fólki bara sagt að halda kjafti. Þess vegna köllum við á samstöðu. Ég vil sjá vinstriöflin vekja athygli á stöðu láglaunafólks.
Láglaunafólk á sér allt of fáa talsmenn í dag. Atvinnurekendur komast upp með fáránlega kúgun í skjóli þessarar þagnar. Það er hún sem er fátækrahverfið innra með okkur.
Við tökum þátt í glæpsamlegu stríði.
Stríðsreksturinn í Írak snýst um að moka undir eina fáránlegustu yfirstétt sögunnar, þá amerísku, en stríð hennar er háð í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum og fyrir frelsi og lýðræði. Hvernig á fólkið sem þjáist undan þessu öllu að tengja þjáningar sínar við baráttuna fyrir frelsi og lýðræði? Það gengur auðvitað hvergi upp nema í málflutningi stríðsherranna og það er sá málflutningur sem ríkistjórnarflokkarnir hafa tekið að sér að bergmála.
Að þeir vilji nú klóra í bakkann og beri fyrir sig skorti á upplýsingum er órækasta sönnun þess að þeir eiga að láta sig hverfa. Við gátum veitt þeim allar þessar upplýsingar og gerðum það. Ætlaði Framsóknarflokkurinn með sitt litla fylgi á Íslandi að koma á lýðræði í Írak?
Þessir menn hafa tekið þátt í að deila heiminum upp í Múslimi og Bushlimi. Við erum Bushlimir, í stríði með Bush hvort sem okkur líkar betur eða verr, allir settir undir einn hatt, en Múslimir trúa á Múhameð og vilja taka af okkur tjáningafrelsið og lýðræðið; og sjálfsagt líka bílana, húsin og konurnar. Við eigum að neita að taka þátt í þessu óttabandalagi og segja Fökk NATO og Niður með heimsvaldastefnuna, hvort sem hún dulbýr sig í slóttugu fjármagnsfrelsinu eða lætur vopnin tala.
Bláeygir stjórnmálamenn koma og spyrja: Hvers vegna hata þeir okkur? Hvað höfum við gert þeim? Flýtum okkur heim, lokum hliðunum og læsum. Nei, nei, við komum út og sýnum þeim hvað við erum rosalegir karlar með nokkrum skopteikningum. Eða við förum bara í stríð.
En málið vandast þegar haft er í huga að óvinurinn er kominn inn um hliðið. Hann skúrar gólfin, hann flakar fiskinn, stendur við færibandið og sópar göturnar. Hann gerir ýmislegt fleira, en hann er ekki ánægður. En hann heldur kjafti og á meðan hann heldur kjafti er sambúðin góð.
Ég ætla ekki að rifja upp sögu Rómaveldis, en hrundi það ekki smám saman? Róm var ekki byggði á einum degi en hún hrundi heldur ekki á einum degi. Tók það ekki ein þrjúhundruð ár? Voru rómversku keisararnir ekki sífellt að berja niður uppreisnir í skattlöndunum?
Og hvað með Jesús Krist? Var hann ekki hættulegur uppreisnarmaður, jafnvel hryðjuverkamaður, í augum yfirvalda, andlegra jafnt sem veraldlegra? Hvað þætti sannkristnum Bandaríkjamönnum um mann sem myndi ryðjast inn í kauphallirnar og orga á verðbréfasalana sem þéna árslaun verkamanna á meðan þeir dotta í hádeginu?
Hnígur þetta ekki allt að sama grunni? Á dögum Rómaveldis voru innflytjendurnir kallaðir barbarar, sem við höfum þýtt með orðinu villimenn. Þegar Rómverjar reyndu að sporna við þeim brustu allir múrar. Rómverjarnir voru ófærir um að stjórna lengur, spilltari en Framsóknarmenn, sem enn eru að vísu ekki farnir að skipa hesta í embætti, en furðulegum mönnum er raðað á enn furðulegri staði.
Við eigum ekki að halda kjafti. Við eigum ekki að láta Frjálslynda flokkinn tefla verkafólki saman. Við eigum að hvetja til samstöðu launafólks og ekki láta taka af okkur réttindin. Ef vinstriöflin og verkalýðshreyfingin halda bara kjafti gerist það af sjálfu sér. Þess vegna minnum við á að baráttan er alþjóðleg og hún er í garðinum hjá okkur og fyrsta verkefnið er að reita framsóknar- og íhaldsarfann.
Ég hvet frambjóðendur Vinstri grænna að láta í sér heyra, því ef við gerum það ekki gerir það enginn.
Og þá sný ég mér að því sem ég átti að gera hér, sem er skáldskapur ...
Skilabo
1. maí ávap á Nasa
Við brugðumst vel við og sýndum heimili okkar.
Gesturinn hugsaði: Þið búið vel.
Fátækrahverfin eru innra með yður.
Þannig yrkir sænska skáldið Tómas Tranströmer og segja má að þarna birtist sannleikur ljóðsins, því ljóðið er hvorki fréttastofa né spjallþáttur.
"Það er fátt fréttnæmt í ljóðum. Engu að síður deyja margir á ömurlegan hátt vegna skorts á því sem þar er að finna," orti annað skáld frá Ameríku.
Ég vil spyrja: Hvað er að frétta úr verkalýðsbaráttunni? Hvar er hún á baráttudegi verkalýðsins? Hver talar máli verkalýðsins? Við heyrum stöðugt um samningabrot, vinnuþrælkun og aðbúnað sem mönnum er ekki bjóðandi.
Frjálslyndi flokkurinn vill tefla launafólk hvert gegn öðru, og þannig endar það ef við látum ekki í okkur heyra. Hrein og klár lögbrot eru látin viðgangast.
Höfuðverkefni verkalýðshreyfingarinnar er að skikka atvinnurekendur til að fylgja landslögum.
Það ætti að vísu að vera í verkahring lögreglunnar, en auðmagnið kemst upp með allt í heimi hins hreyfanlega vinnuafls. Þess vegna er gamla kjörorðið Öreigar allra landa sameinist alls ekki úrelt. Það hefur aldrei skipt meira máli.
Verkafólk á ekki að lifa í ótta hvert við annað. Lög og reglur eru brotnar og fólki bara sagt að halda kjafti. Þess vegna köllum við á samstöðu. Ég vil sjá vinstriöflin vekja athygli á stöðu láglaunafólks.
Láglaunafólk á sér allt of fáa talsmenn í dag. Atvinnurekendur komast upp með fáránlega kúgun í skjóli þessarar þagnar. Það er hún sem er fátækrahverfið innra með okkur.
Við tökum þátt í glæpsamlegu stríði.
Stríðsreksturinn í Írak snýst um að moka undir eina fáránlegustu yfirstétt sögunnar, þá amerísku, en stríð hennar er háð í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum og fyrir frelsi og lýðræði. Hvernig á fólkið sem þjáist undan þessu öllu að tengja þjáningar sínar við baráttuna fyrir frelsi og lýðræði? Það gengur auðvitað hvergi upp nema í málflutningi stríðsherranna og það er sá málflutningur sem ríkistjórnarflokkarnir hafa tekið að sér að bergmála.
Að þeir vilji nú klóra í bakkann og beri fyrir sig skorti á upplýsingum er órækasta sönnun þess að þeir eiga að láta sig hverfa. Við gátum veitt þeim allar þessar upplýsingar og gerðum það. Ætlaði Framsóknarflokkurinn með sitt litla fylgi á Íslandi að koma á lýðræði í Írak?
Þessir menn hafa tekið þátt í að deila heiminum upp í Múslimi og Bushlimi. Við erum Bushlimir, í stríði með Bush hvort sem okkur líkar betur eða verr, allir settir undir einn hatt, en Múslimir trúa á Múhameð og vilja taka af okkur tjáningafrelsið og lýðræðið; og sjálfsagt líka bílana, húsin og konurnar. Við eigum að neita að taka þátt í þessu óttabandalagi og segja Fökk NATO og Niður með heimsvaldastefnuna, hvort sem hún dulbýr sig í slóttugu fjármagnsfrelsinu eða lætur vopnin tala.
Bláeygir stjórnmálamenn koma og spyrja: Hvers vegna hata þeir okkur? Hvað höfum við gert þeim? Flýtum okkur heim, lokum hliðunum og læsum. Nei, nei, við komum út og sýnum þeim hvað við erum rosalegir karlar með nokkrum skopteikningum. Eða við förum bara í stríð.
En málið vandast þegar haft er í huga að óvinurinn er kominn inn um hliðið. Hann skúrar gólfin, hann flakar fiskinn, stendur við færibandið og sópar göturnar. Hann gerir ýmislegt fleira, en hann er ekki ánægður. En hann heldur kjafti og á meðan hann heldur kjafti er sambúðin góð.
Ég ætla ekki að rifja upp sögu Rómaveldis, en hrundi það ekki smám saman? Róm var ekki byggði á einum degi en hún hrundi heldur ekki á einum degi. Tók það ekki ein þrjúhundruð ár? Voru rómversku keisararnir ekki sífellt að berja niður uppreisnir í skattlöndunum?
Og hvað með Jesús Krist? Var hann ekki hættulegur uppreisnarmaður, jafnvel hryðjuverkamaður, í augum yfirvalda, andlegra jafnt sem veraldlegra? Hvað þætti sannkristnum Bandaríkjamönnum um mann sem myndi ryðjast inn í kauphallirnar og orga á verðbréfasalana sem þéna árslaun verkamanna á meðan þeir dotta í hádeginu?
Hnígur þetta ekki allt að sama grunni? Á dögum Rómaveldis voru innflytjendurnir kallaðir barbarar, sem við höfum þýtt með orðinu villimenn. Þegar Rómverjar reyndu að sporna við þeim brustu allir múrar. Rómverjarnir voru ófærir um að stjórna lengur, spilltari en Framsóknarmenn, sem enn eru að vísu ekki farnir að skipa hesta í embætti, en furðulegum mönnum er raðað á enn furðulegri staði.
Við eigum ekki að halda kjafti. Við eigum ekki að láta Frjálslynda flokkinn tefla verkafólki saman. Við eigum að hvetja til samstöðu launafólks og ekki láta taka af okkur réttindin. Ef vinstriöflin og verkalýðshreyfingin halda bara kjafti gerist það af sjálfu sér. Þess vegna minnum við á að baráttan er alþjóðleg og hún er í garðinum hjá okkur og fyrsta verkefnið er að reita framsóknar- og íhaldsarfann.
Ég hvet frambjóðendur Vinstri grænna að láta í sér heyra, því ef við gerum það ekki gerir það enginn.
Og þá sný ég mér að því sem ég átti að gera hér, sem er skáldskapur ...
Skilabo
1. maí ávap á Nasa
Við brugðumst vel við og sýndum heimili okkar.
Gesturinn hugsaði: Þið búið vel.
Fátækrahverfin eru innra með yður.
Þannig yrkir sænska skáldið Tómas Tranströmer og segja má að þarna birtist sannleikur ljóðsins, því ljóðið er hvorki fréttastofa né spjallþáttur.
"Það er fátt fréttnæmt í ljóðum. Engu að síður deyja margir á ömurlegan hátt vegna skorts á því sem þar er að finna," orti annað skáld frá Ameríku.
Ég vil spyrja: Hvað er að frétta úr verkalýðsbaráttunni? Hvar er hún á baráttudegi verkalýðsins? Hver talar máli verkalýðsins? Við heyrum stöðugt um samningabrot, vinnuþrælkun og aðbúnað sem mönnum er ekki bjóðandi.
Frjálslyndi flokkurinn vill tefla launafólk hvert gegn öðru, og þannig endar það ef við látum ekki í okkur heyra. Hrein og klár lögbrot eru látin viðgangast.
Höfuðverkefni verkalýðshreyfingarinnar er að skikka atvinnurekendur til að fylgja landslögum.
Það ætti að vísu að vera í verkahring lögreglunnar, en auðmagnið kemst upp með allt í heimi hins hreyfanlega vinnuafls. Þess vegna er gamla kjörorðið Öreigar allra landa sameinist alls ekki úrelt. Það hefur aldrei skipt meira máli.
Verkafólk á ekki að lifa í ótta hvert við annað. Lög og reglur eru brotnar og fólki bara sagt að halda kjafti. Þess vegna köllum við á samstöðu. Ég vil sjá vinstriöflin vekja athygli á stöðu láglaunafólks.
Láglaunafólk á sér allt of fáa talsmenn í dag. Atvinnurekendur komast upp með fáránlega kúgun í skjóli þessarar þagnar. Það er hún sem er fátækrahverfið innra með okkur.
Við tökum þátt í glæpsamlegu stríði.
Stríðsreksturinn í Írak snýst um að moka undir eina fáránlegustu yfirstétt sögunnar, þá amerísku, en stríð hennar er háð í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum og fyrir frelsi og lýðræði. Hvernig á fólkið sem þjáist undan þessu öllu að tengja þjáningar sínar við baráttuna fyrir frelsi og lýðræði? Það gengur auðvitað hvergi upp nema í málflutningi stríðsherranna og það er sá málflutningur sem ríkistjórnarflokkarnir hafa tekið að sér að bergmála.
Að þeir vilji nú klóra í bakkann og beri fyrir sig skorti á upplýsingum er órækasta sönnun þess að þeir eiga að láta sig hverfa. Við gátum veitt þeim allar þessar upplýsingar og gerðum það. Ætlaði Framsóknarflokkurinn með sitt litla fylgi á Íslandi að koma á lýðræði í Írak?
Þessir menn hafa tekið þátt í að deila heiminum upp í Múslimi og Bushlimi. Við erum Bushlimir, í stríði með Bush hvort sem okkur líkar betur eða verr, allir settir undir einn hatt, en Múslimir trúa á Múhameð og vilja taka af okkur tjáningafrelsið og lýðræðið; og sjálfsagt líka bílana, húsin og konurnar. Við eigum að neita að taka þátt í þessu óttabandalagi og segja Fökk NATO og Niður með heimsvaldastefnuna, hvort sem hún dulbýr sig í slóttugu fjármagnsfrelsinu eða lætur vopnin tala.
Bláeygir stjórnmálamenn koma og spyrja: Hvers vegna hata þeir okkur? Hvað höfum við gert þeim? Flýtum okkur heim, lokum hliðunum og læsum. Nei, nei, við komum út og sýnum þeim hvað við erum rosalegir karlar með nokkrum skopteikningum. Eða við förum bara í stríð.
En málið vandast þegar haft er í huga að óvinurinn er kominn inn um hliðið. Hann skúrar gólfin, hann flakar fiskinn, stendur við færibandið og sópar göturnar. Hann gerir ýmislegt fleira, en hann er ekki ánægður. En hann heldur kjafti og á meðan hann heldur kjafti er sambúðin góð.
Ég ætla ekki að rifja upp sögu Rómaveldis, en hrundi það ekki smám saman? Róm var ekki byggði á einum degi en hún hrundi heldur ekki á einum degi. Tók það ekki ein þrjúhundruð ár? Voru rómversku keisararnir ekki sífellt að berja niður uppreisnir í skattlöndunum?
Og hvað með Jesús Krist? Var hann ekki hættulegur uppreisnarmaður, jafnvel hryðjuverkamaður, í augum yfirvalda, andlegra jafnt sem veraldlegra? Hvað þætti sannkristnum Bandaríkjamönnum um mann sem myndi ryðjast inn í kauphallirnar og orga á verðbréfasalana sem þéna árslaun verkamanna á meðan þeir dotta í hádeginu?
Hnígur þetta ekki allt að sama grunni? Á dögum Rómaveldis voru innflytjendurnir kallaðir barbarar, sem við höfum þýtt með orðinu villimenn. Þegar Rómverjar reyndu að sporna við þeim brustu allir múrar. Rómverjarnir voru ófærir um að stjórna lengur, spilltari en Framsóknarmenn, sem enn eru að vísu ekki farnir að skipa hesta í embætti, en furðulegum mönnum er raðað á enn furðulegri staði.
Við eigum ekki að halda kjafti. Við eigum ekki að láta Frjálslynda flokkinn tefla verkafólki saman. Við eigum að hvetja til samstöðu launafólks og ekki láta taka af okkur réttindin. Ef vinstriöflin og verkalýðshreyfingin halda bara kjafti gerist það af sjálfu sér. Þess vegna minnum við á að baráttan er alþjóðleg og hún er í garðinum hjá okkur og fyrsta verkefnið er að reita framsóknar- og íhaldsarfann.
Ég hvet frambjóðendur Vinstri grænna að láta í sér heyra, því ef við gerum það ekki gerir það enginn.
Og þá sný ég mér að því sem ég átti að gera hér, sem er skáldskapur ...
Skilabo
1. maí ávap á Nasa
Við brugðumst vel við og sýndum heimili okkar.
Gesturinn hugsaði: Þið búið vel.
Fátækrahverfin eru innra með yður.
Þannig yrkir sænska skáldið Tómas Tranströmer og segja má að þarna birtist sannleikur ljóðsins, því ljóðið er hvorki fréttastofa né spjallþáttur.
"Það er fátt fréttnæmt í ljóðum. Engu að síður deyja margir á ömurlegan hátt vegna skorts á því sem þar er að finna," orti annað skáld frá Ameríku.
Ég vil spyrja: Hvað er að frétta úr verkalýðsbaráttunni? Hvar er hún á baráttudegi verkalýðsins? Hver talar máli verkalýðsins? Við heyrum stöðugt um samningabrot, vinnuþrælkun og aðbúnað sem mönnum er ekki bjóðandi.
Frjálslyndi flokkurinn vill tefla launafólk hvert gegn öðru, og þannig endar það ef við látum ekki í okkur heyra. Hrein og klár lögbrot eru látin viðgangast.
Höfuðverkefni verkalýðshreyfingarinnar er að skikka atvinnurekendur til að fylgja landslögum.
Það ætti að vísu að vera í verkahring lögreglunnar, en auðmagnið kemst upp með allt í heimi hins hreyfanlega vinnuafls. Þess vegna er gamla kjörorðið Öreigar allra landa sameinist alls ekki úrelt. Það hefur aldrei skipt meira máli.
Verkafólk á ekki að lifa í ótta hvert við annað. Lög og reglur eru brotnar og fólki bara sagt að halda kjafti. Þess vegna köllum við á samstöðu. Ég vil sjá vinstriöflin vekja athygli á stöðu láglaunafólks.
Láglaunafólk á sér allt of fáa talsmenn í dag. Atvinnurekendur komast upp með fáránlega kúgun í skjóli þessarar þagnar. Það er hún sem er fátækrahverfið innra með okkur.
Við tökum þátt í glæpsamlegu stríði.
Stríðsreksturinn í Írak snýst um að moka undir eina fáránlegustu yfirstétt sögunnar, þá amerísku, en stríð hennar er háð í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum og fyrir frelsi og lýðræði. Hvernig á fólkið sem þjáist undan þessu öllu að tengja þjáningar sínar við baráttuna fyrir frelsi og lýðræði? Það gengur auðvitað hvergi upp nema í málflutningi stríðsherranna og það er sá málflutningur sem ríkistjórnarflokkarnir hafa tekið að sér að bergmála.
Að þeir vilji nú klóra í bakkann og beri fyrir sig skorti á upplýsingum er órækasta sönnun þess að þeir eiga að láta sig hverfa. Við gátum veitt þeim allar þessar upplýsingar og gerðum það. Ætlaði Framsóknarflokkurinn með sitt litla fylgi á Íslandi að koma á lýðræði í Írak?
Þessir menn hafa tekið þátt í að deila heiminum upp í Múslimi og Bushlimi. Við erum Bushlimir, í stríði með Bush hvort sem okkur líkar betur eða verr, allir settir undir einn hatt, en Múslimir trúa á Múhameð og vilja taka af okkur tjáningafrelsið og lýðræðið; og sjálfsagt líka bílana, húsin og konurnar. Við eigum að neita að taka þátt í þessu óttabandalagi og segja Fökk NATO og Niður með heimsvaldastefnuna, hvort sem hún dulbýr sig í slóttugu fjármagnsfrelsinu eða lætur vopnin tala.
Bláeygir stjórnmálamenn koma og spyrja: Hvers vegna hata þeir okkur? Hvað höfum við gert þeim? Flýtum okkur heim, lokum hliðunum og læsum. Nei, nei, við komum út og sýnum þeim hvað við erum rosalegir karlar með nokkrum skopteikningum. Eða við förum bara í stríð.
En málið vandast þegar haft er í huga að óvinurinn er kominn inn um hliðið. Hann skúrar gólfin, hann flakar fiskinn, stendur við færibandið og sópar göturnar. Hann gerir ýmislegt fleira, en hann er ekki ánægður. En hann heldur kjafti og á meðan hann heldur kjafti er sambúðin góð.
Ég ætla ekki að rifja upp sögu Rómaveldis, en hrundi það ekki smám saman? Róm var ekki byggði á einum degi en hún hrundi heldur ekki á einum degi. Tók það ekki ein þrjúhundruð ár? Voru rómversku keisararnir ekki sífellt að berja niður uppreisnir í skattlöndunum?
Og hvað með Jesús Krist? Var hann ekki hættulegur uppreisnarmaður, jafnvel hryðjuverkamaður, í augum yfirvalda, andlegra jafnt sem veraldlegra? Hvað þætti sannkristnum Bandaríkjamönnum um mann sem myndi ryðjast inn í kauphallirnar og orga á verðbréfasalana sem þéna árslaun verkamanna á meðan þeir dotta í hádeginu?
Hnígur þetta ekki allt að sama grunni? Á dögum Rómaveldis voru innflytjendurnir kallaðir barbarar, sem við höfum þýtt með orðinu villimenn. Þegar Rómverjar reyndu að sporna við þeim brustu allir múrar. Rómverjarnir voru ófærir um að stjórna lengur, spilltari en Framsóknarmenn, sem enn eru að vísu ekki farnir að skipa hesta í embætti, en furðulegum mönnum er raðað á enn furðulegri staði.
Við eigum ekki að halda kjafti. Við eigum ekki að láta Frjálslynda flokkinn tefla verkafólki saman. Við eigum að hvetja til samstöðu launafólks og ekki láta taka af okkur réttindin. Ef vinstriöflin og verkalýðshreyfingin halda bara kjafti gerist það af sjálfu sér. Þess vegna minnum við á að baráttan er alþjóðleg og hún er í garðinum hjá okkur og fyrsta verkefnið er að reita framsóknar- og íhaldsarfann.
Ég hvet frambjóðendur Vinstri grænna að láta í sér heyra, því ef við gerum það ekki gerir það enginn.
Og þá sný ég mér að því sem ég átti að gera hér, sem er skáldskapur ...
Skilabo
1. maí ávap á Nasa
Við brugðumst vel við og sýndum heimili okkar.
Gesturinn hugsaði: Þið búið vel.
Fátækrahverfin eru innra með yður.
Þannig yrkir sænska skáldið Tómas Tranströmer og segja má að þarna birtist sannleikur ljóðsins, því ljóðið er hvorki fréttastofa né spjallþáttur.
"Það er fátt fréttnæmt í ljóðum. Engu að síður deyja margir á ömurlegan hátt vegna skorts á því sem þar er að finna," orti annað skáld frá Ameríku.
Ég vil spyrja: Hvað er að frétta úr verkalýðsbaráttunni? Hvar er hún á baráttudegi verkalýðsins? Hver talar máli verkalýðsins? Við heyrum stöðugt um samningabrot, vinnuþrælkun og aðbúnað sem mönnum er ekki bjóðandi.
Frjálslyndi flokkurinn vill tefla launafólk hvert gegn öðru, og þannig endar það ef við látum ekki í okkur heyra. Hrein og klár lögbrot eru látin viðgangast.
Höfuðverkefni verkalýðshreyfingarinnar er að skikka atvinnurekendur til að fylgja landslögum.
Það ætti að vísu að vera í verkahring lögreglunnar, en auðmagnið kemst upp með allt í heimi hins hreyfanlega vinnuafls. Þess vegna er gamla kjörorðið Öreigar allra landa sameinist alls ekki úrelt. Það hefur aldrei skipt meira máli.
Verkafólk á ekki að lifa í ótta hvert við annað. Lög og reglur eru brotnar og fólki bara sagt að halda kjafti. Þess vegna köllum við á samstöðu. Ég vil sjá vinstriöflin vekja athygli á stöðu láglaunafólks.
Láglaunafólk á sér allt of fáa talsmenn í dag. Atvinnurekendur komast upp með fáránlega kúgun í skjóli þessarar þagnar. Það er hún sem er fátækrahverfið innra með okkur.
Við tökum þátt í glæpsamlegu stríði.
Stríðsreksturinn í Írak snýst um að moka undir eina fáránlegustu yfirstétt sögunnar, þá amerísku, en stríð hennar er háð í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum og fyrir frelsi og lýðræði. Hvernig á fólkið sem þjáist undan þessu öllu að tengja þjáningar sínar við baráttuna fyrir frelsi og lýðræði? Það gengur auðvitað hvergi upp nema í málflutningi stríðsherranna og það er sá málflutningur sem ríkistjórnarflokkarnir hafa tekið að sér að bergmála.
Að þeir vilji nú klóra í bakkann og beri fyrir sig skorti á upplýsingum er órækasta sönnun þess að þeir eiga að láta sig hverfa. Við gátum veitt þeim allar þessar upplýsingar og gerðum það. Ætlaði Framsóknarflokkurinn með sitt litla fylgi á Íslandi að koma á lýðræði í Írak?
Þessir menn hafa tekið þátt í að deila heiminum upp í Múslimi og Bushlimi. Við erum Bushlimir, í stríði með Bush hvort sem okkur líkar betur eða verr, allir settir undir einn hatt, en Múslimir trúa á Múhameð og vilja taka af okkur tjáningafrelsið og lýðræðið; og sjálfsagt líka bílana, húsin og konurnar. Við eigum að neita að taka þátt í þessu óttabandalagi og segja Fökk NATO og Niður með heimsvaldastefnuna, hvort sem hún dulbýr sig í slóttugu fjármagnsfrelsinu eða lætur vopnin tala.
Bláeygir stjórnmálamenn koma og spyrja: Hvers vegna hata þeir okkur? Hvað höfum við gert þeim? Flýtum okkur heim, lokum hliðunum og læsum. Nei, nei, við komum út og sýnum þeim hvað við erum rosalegir karlar með nokkrum skopteikningum. Eða við förum bara í stríð.
En málið vandast þegar haft er í huga að óvinurinn er kominn inn um hliðið. Hann skúrar gólfin, hann flakar fiskinn, stendur við færibandið og sópar göturnar. Hann gerir ýmislegt fleira, en hann er ekki ánægður. En hann heldur kjafti og á meðan hann heldur kjafti er sambúðin góð.
Ég ætla ekki að rifja upp sögu Rómaveldis, en hrundi það ekki smám saman? Róm var ekki byggði á einum degi en hún hrundi heldur ekki á einum degi. Tók það ekki ein þrjúhundruð ár? Voru rómversku keisararnir ekki sífellt að berja niður uppreisnir í skattlöndunum?
Og hvað með Jesús Krist? Var hann ekki hættulegur uppreisnarmaður, jafnvel hryðjuverkamaður, í augum yfirvalda, andlegra jafnt sem veraldlegra? Hvað þætti sannkristnum Bandaríkjamönnum um mann sem myndi ryðjast inn í kauphallirnar og orga á verðbréfasalana sem þéna árslaun verkamanna á meðan þeir dotta í hádeginu?
Hnígur þetta ekki allt að sama grunni? Á dögum Rómaveldis voru innflytjendurnir kallaðir barbarar, sem við höfum þýtt með orðinu villimenn. Þegar Rómverjar reyndu að sporna við þeim brustu allir múrar. Rómverjarnir voru ófærir um að stjórna lengur, spilltari en Framsóknarmenn, sem enn eru að vísu ekki farnir að skipa hesta í embætti, en furðulegum mönnum er raðað á enn furðulegri staði.
Við eigum ekki að halda kjafti. Við eigum ekki að láta Frjálslynda flokkinn tefla verkafólki saman. Við eigum að hvetja til samstöðu launafólks og ekki láta taka af okkur réttindin. Ef vinstriöflin og verkalýðshreyfingin halda bara kjafti gerist það af sjálfu sér. Þess vegna minnum við á að baráttan er alþjóðleg og hún er í garðinum hjá okkur og fyrsta verkefnið er að reita framsóknar- og íhaldsarfann.
Ég hvet frambjóðendur Vinstri grænna að láta í sér heyra, því ef við gerum það ekki gerir það enginn.
Og þá sný ég mér að því sem ég átti að gera hér, sem er skáldskapur ...
March 8, 2007
Skilabo
endurskoðuð útgáfa
Ég er á móti hræsni. Ég er á móti lýðræði. Ég er á móti skrifræði. Eitthvað þessu líkt sagði Johnny Rotten og bætti við: Ég er á móti öllu sem endar á i.
...
Flokkurinn á frekar að vera lítill og harður en stór og linur, sagði Lenin sem var samsærismaður í huganum og hafði bólugrafna trú á mannkyninu
...
Látum okkur dreyma, hélt hann áfram og teygði sig í dadaískan staf, sem hleypti púðri í heysátur bændanna og tár sem hann hristifram úr erminni.
Þetta voru ljóð, grýlukerti sem frusu í sólinni á meðan frostrósir teiknuðu fána í myrkrið og beinaberir hundar veltu sér upp úr nepjunni skítugir og lúsugir í skuggasundi tímans án þess að vita að einn góðan veðurdag pössuðu afkomendur þeirra bíla flokksbroddanna, í hamingju agans bak við gaddavír hugans
...
Nei, ekki gráta þótt spegill bílstjórans geri þig lítinn í aftursætinu, það eru hundrað ár í eilífðina, nóg af frosti í hjarta þínu og alltaf eitthvað nýtt á markaðnum. Þú skrúfar bara niður rúðuna, skimar eftir heimilisfangi orðanna og húkkar píur póesíunnar.
Nei, ekki gráta, við húsleit finnast engir draumar ekkert sem skiptir máli og þú færð vægan dóm og jafnvel góðan dóm fyrir frostið í hjarta þínu og nýjungarnar á markaðnum.
...
Getum við ekki bara fengið okkur fótboltaskó, farið út á kvöldin og sparkað í veruleikann? Hann sparkar auðvitað á móti en við erum í betri skóm og spörk okkar verða markvissari en orðin beinskeyttari en penninn og öflugri en hinn kreppti hnefi byltingarinnar sem lognaðist út af í atkvæðagreiðslum haustið sem hitt liðið vann
en þá kom í ljós að við vorum aðeins útúrdúr á spássíu, neðanmálsgrein við meginmál tímans
og ekkert nema orðin, penninn og hnefinn gátu hrært upp í textanum.
...
Nei, ekki gráta þótt háskólinn verði seldur í brotajárn og hjarta þitt einkavætt.
Þú skiptir bara um kennitölu einsog fyrirtækin
og segir ef einhver er með kjaft:
Þú ert ekki að tala við mig, maðurinn sem var hérna í gær er ekki lengur til.
Ég er laus allra mála.
Ef ríkisstjórnin væri bolti myndi ég sparka henni út af.(Vandinn er bara sá að þá fengi hún hornog skoraði glæsilegt markþví stjórnarandstaðan er svo léleg í vörn.)
...
Þannig er staðan:
Gamlingjar lokaðir inni vegna elliglapa en unglingar á lyfjum vegna æskufjörs.
Enn teikna frostrósir fána í myrkrið og grýlukertin ekki bráðnuð.
Elvis er enn í hernum og vinir mínir, stjórnleysingjarnir, hafa skráð sig í lögregluskólann.
Tár mín eru frosin, þorstinn mitt heróp í skrælnuðum draumi.
Meira að segja Bob Dylan er búinn að gleyma öllu sem hann sagði en hann sagði það samt og þar við situr hvað sem hann segir.
Já félagar, látið dæluna ganga, það vantar ekki bara ljóðlist í lífið, heldur líf í ljóðið enda hefur ekkert frést af Johnny Rotten síðan hann opnaði fasteignasölu í Los Angeles.
Við sendum okkar bestu kveðjur héðan úr hagvextinum og vonum bara að húsnæðismarkaður hugans sé ekki síðri þar en hér,
og þú í góðum málum
enn á móti hræsni enn á móti lýðræði enn á móti skrifræði
og öllu sem endar á i.
Skilaboð númer eitt
endurskoðuð útgáfa
Ég er á móti hræsni. Ég er á móti lýðræði. Ég er á móti skrifræði. Eitthvað þessu líkt sagði Johnny Rotten og bætti við: Ég er á móti öllu sem endar á i.
...
Flokkurinn á frekar að vera lítill og harður en stór og linur, sagði Lenin sem var samsærismaður í huganum og hafði bólugrafna trú á mannkyninu
...
Látum okkur dreyma, hélt hann áfram og teygði sig í dadaískan staf, sem hleypti púðri í heysátur bændanna og tár sem hann hristifram úr erminni.
Þetta voru ljóð, grýlukerti sem frusu í sólinni á meðan frostrósir teiknuðu fána í myrkrið og beinaberir hundar veltu sér upp úr nepjunni skítugir og lúsugir í skuggasundi tímans án þess að vita að einn góðan veðurdag pössuðu afkomendur þeirra bíla flokksbroddanna, í hamingju agans bak við gaddavír hugans
...
Nei, ekki gráta þótt spegill bílstjórans geri þig lítinn í aftursætinu, það eru hundrað ár í eilífðina, nóg af frosti í hjarta þínu og alltaf eitthvað nýtt á markaðnum. Þú skrúfar bara niður rúðuna, skimar eftir heimilisfangi orðanna og húkkar píur póesíunnar.
Nei, ekki gráta, við húsleit finnast engir draumar ekkert sem skiptir máli og þú færð vægan dóm og jafnvel góðan dóm fyrir frostið í hjarta þínu og nýjungarnar á markaðnum.
...
Getum við ekki bara fengið okkur fótboltaskó, farið út á kvöldin og sparkað í veruleikann? Hann sparkar auðvitað á móti en við erum í betri skóm og spörk okkar verða markvissari en orðin beinskeyttari en penninn og öflugri en hinn kreppti hnefi byltingarinnar sem lognaðist út af í atkvæðagreiðslum haustið sem hitt liðið vann
en þá kom í ljós að við vorum aðeins útúrdúr á spássíu, neðanmálsgrein við meginmál tímans
og ekkert nema orðin, penninn og hnefinn gátu hrært upp í textanum.
...
Nei, ekki gráta þótt háskólinn verði seldur í brotajárn og hjarta þitt einkavætt.
Þú skiptir bara um kennitölu einsog fyrirtækin
og segir ef einhver er með kjaft:
Þú ert ekki að tala við mig, maðurinn sem var hérna í gær er ekki lengur til.
Ég er laus allra mála.
Ef ríkisstjórnin væri bolti myndi ég sparka henni út af.(Vandinn er bara sá að þá fengi hún hornog skoraði glæsilegt markþví stjórnarandstaðan er svo léleg í vörn.)
...
Þannig er staðan:
Gamlingjar lokaðir inni vegna elliglapa en unglingar á lyfjum vegna æskufjörs.
Enn teikna frostrósir fána í myrkrið og grýlukertin ekki bráðnuð.
Elvis er enn í hernum og vinir mínir, stjórnleysingjarnir, hafa skráð sig í lögregluskólann.
Tár mín eru frosin, þorstinn mitt heróp í skrælnuðum draumi.
Meira að segja Bob Dylan er búinn að gleyma öllu sem hann sagði en hann sagði það samt og þar við situr hvað sem hann segir.
Já félagar, látið dæluna ganga, það vantar ekki bara ljóðlist í lífið, heldur líf í ljóðið enda hefur ekkert frést af Johnny Rotten síðan hann opnaði fasteignasölu í Los Angeles.
Við sendum okkar bestu kveðjur héðan úr hagvextinum og vonum bara að húsnæðismarkaður hugans sé ekki síðri þar en hér,
og þú í góðum málum
enn á móti hræsni enn á móti lýðræði enn á móti skrifræði
og öllu sem endar á i.
Einar Már Guðmundsson's Blog
- Einar Már Guðmundsson's profile
- 66 followers

