Einar Már Guðmundsson's Blog, page 4

March 8, 2007

Skilabo� n�mer eitt

Dada-pönk handa Lenin -
endurskoðuð útgáfa


Ég er á móti hræsni. Ég er á móti lýðræði. Ég er á móti skrifræði. Eitthvað þessu líkt sagði Johnny Rotten og bætti við: Ég er á móti öllu sem endar á i.
...

Flokkurinn á frekar að vera lítill og harður en stór og linur, sagði Lenin sem var samsærismaður í huganum og hafði bólugrafna trú á mannkyninu
...

Látum okkur dreyma, hélt hann áfram og teygði sig í dadaískan staf, sem hleypti púðri í heysátur bændanna og tár sem hann hristifram úr erminni.
Þetta voru ljóð, grýlukerti sem frusu í sólinni á meðan frostrósir teiknuðu fána í myrkrið og beinaberir hundar veltu sér upp úr nepjunni skítugir og lúsugir í skuggasundi tímans án þess að vita að einn góðan veðurdag pössuðu afkomendur þeirra bíla flokksbroddanna, í hamingju agans bak við gaddavír hugans
.
..
Nei, ekki gráta þótt spegill bílstjórans geri þig lítinn í aftursætinu, það eru hundrað ár í eilífðina, nóg af frosti í hjarta þínu og alltaf eitthvað nýtt á markaðnum. Þú skrúfar bara niður rúðuna, skimar eftir heimilisfangi orðanna og húkkar píur póesíunnar.
Nei, ekki gráta, við húsleit finnast engir draumar ekkert sem skiptir máli og þú færð vægan dóm og jafnvel góðan dóm fyrir frostið í hjarta þínu og nýjungarnar á markaðnum.
...

Getum við ekki bara fengið okkur
fótboltaskó, farið út á kvöldin og sparkað í veruleikann? Hann sparkar auðvitað á móti en við erum í betri skóm og spörk okkar verða markvissari en orðin beinskeyttari en penninn og öflugri en hinn kreppti hnefi byltingarinnar sem lognaðist út af í atkvæðagreiðslum haustið sem hitt liðið vann
en þá kom í ljós að við vorum aðeins útúrdúr á spássíu, neðanmálsgrein við meginmál tímans
og ekkert nema orðin, penninn og hnefinn gátu hrært upp í textanum.
...


Nei, ekki gráta
þótt háskólinn verði seldur í brotajárn og hjarta þitt einkavætt.
Þú skiptir bara um kennitölu einsog fyrirtækin
og segir ef einhver er með kjaft:
Þú ert ekki að tala við mig, maðurinn sem var hérna í gær er ekki lengur til.
Ég er laus allra mála.

Ef ríkisstjórnin væri bolti
myndi ég sparka henni út af.(Vandinn er bara sá að þá fengi hún hornog skoraði glæsilegt markþví stjórnarandstaðan er svo léleg í vörn.)
...
Þannig er staðan:
Gamlingjar lokaðir inni vegna elliglapa en unglingar á lyfjum vegna æskufjörs.
Enn teikna frostrósir fána í myrkrið og grýlukertin ekki bráðnuð.
Elvis er enn í hernum og vinir mínir, stjórnleysingjarnir, hafa skráð sig í lögregluskólann.
Tár mín eru frosin, þorstinn mitt heróp í skrælnuðum draumi.
Meira að segja Bob Dylan er búinn að gleyma öllu sem hann sagði en hann sagði það samt og þar við situr hvað sem hann segir.


Já félagar, látið dæluna ganga,
það vantar ekki bara ljóðlist í lífið, heldur líf í ljóðið enda hefur ekkert frést af Johnny Rotten síðan hann opnaði fasteignasölu í Los Angeles.
Við sendum okkar bestu kveðjur héðan úr hagvextinum og vonum bara að húsnæðismarkaður hugans sé ekki síðri þar en hér,
og þú í góðum málum
enn á móti hræsni enn á móti lýðræði enn á móti skrifræði

og öllu sem endar á i.

 •  0 comments  •  flag
Share on Twitter
Published on March 08, 2007 15:16

Skilabo

Dada-pönk handa Lenin -
endurskoðuð útgáfa


Ég er á móti hræsni. Ég er á móti lýðræði. Ég er á móti skrifræði. Eitthvað þessu líkt sagði Johnny Rotten og bætti við: Ég er á móti öllu sem endar á i.
...

Flokkurinn á frekar að vera lítill og harður en stór og linur, sagði Lenin sem var samsærismaður í huganum og hafði bólugrafna trú á mannkyninu
...

Látum okkur dreyma, hélt hann áfram og teygði sig í dadaískan staf, sem hleypti púðri í heysátur bændanna og tár sem hann hristifram úr erminni.
Þetta voru ljóð, grýlukerti sem frusu í sólinni á meðan frostrósir teiknuðu fána í myrkrið og beinaberir hundar veltu sér upp úr nepjunni skítugir og lúsugir í skuggasundi tímans án þess að vita að einn góðan veðurdag pössuðu afkomendur þeirra bíla flokksbroddanna, í hamingju agans bak við gaddavír hugans
.
..
Nei, ekki gráta þótt spegill bílstjórans geri þig lítinn í aftursætinu, það eru hundrað ár í eilífðina, nóg af frosti í hjarta þínu og alltaf eitthvað nýtt á markaðnum. Þú skrúfar bara niður rúðuna, skimar eftir heimilisfangi orðanna og húkkar píur póesíunnar.
Nei, ekki gráta, við húsleit finnast engir draumar ekkert sem skiptir máli og þú færð vægan dóm og jafnvel góðan dóm fyrir frostið í hjarta þínu og nýjungarnar á markaðnum.
...

Getum við ekki bara fengið okkur
fótboltaskó, farið út á kvöldin og sparkað í veruleikann? Hann sparkar auðvitað á móti en við erum í betri skóm og spörk okkar verða markvissari en orðin beinskeyttari en penninn og öflugri en hinn kreppti hnefi byltingarinnar sem lognaðist út af í atkvæðagreiðslum haustið sem hitt liðið vann
en þá kom í ljós að við vorum aðeins útúrdúr á spássíu, neðanmálsgrein við meginmál tímans
og ekkert nema orðin, penninn og hnefinn gátu hrært upp í textanum.
...


Nei, ekki gráta
þótt háskólinn verði seldur í brotajárn og hjarta þitt einkavætt.
Þú skiptir bara um kennitölu einsog fyrirtækin
og segir ef einhver er með kjaft:
Þú ert ekki að tala við mig, maðurinn sem var hérna í gær er ekki lengur til.
Ég er laus allra mála.

Ef ríkisstjórnin væri bolti
myndi ég sparka henni út af.(Vandinn er bara sá að þá fengi hún hornog skoraði glæsilegt markþví stjórnarandstaðan er svo léleg í vörn.)
...
Þannig er staðan:
Gamlingjar lokaðir inni vegna elliglapa en unglingar á lyfjum vegna æskufjörs.
Enn teikna frostrósir fána í myrkrið og grýlukertin ekki bráðnuð.
Elvis er enn í hernum og vinir mínir, stjórnleysingjarnir, hafa skráð sig í lögregluskólann.
Tár mín eru frosin, þorstinn mitt heróp í skrælnuðum draumi.
Meira að segja Bob Dylan er búinn að gleyma öllu sem hann sagði en hann sagði það samt og þar við situr hvað sem hann segir.


Já félagar, látið dæluna ganga,
það vantar ekki bara ljóðlist í lífið, heldur líf í ljóðið enda hefur ekkert frést af Johnny Rotten síðan hann opnaði fasteignasölu í Los Angeles.
Við sendum okkar bestu kveðjur héðan úr hagvextinum og vonum bara að húsnæðismarkaður hugans sé ekki síðri þar en hér,
og þú í góðum málum
enn á móti hræsni enn á móti lýðræði enn á móti skrifræði

og öllu sem endar á i.

 •  0 comments  •  flag
Share on Twitter
Published on March 08, 2007 15:16

Skilabo

Dada-pönk handa Lenin -
endurskoðuð útgáfa


Ég er á móti hræsni. Ég er á móti lýðræði. Ég er á móti skrifræði. Eitthvað þessu líkt sagði Johnny Rotten og bætti við: Ég er á móti öllu sem endar á i.
...

Flokkurinn á frekar að vera lítill og harður en stór og linur, sagði Lenin sem var samsærismaður í huganum og hafði bólugrafna trú á mannkyninu
...

Látum okkur dreyma, hélt hann áfram og teygði sig í dadaískan staf, sem hleypti púðri í heysátur bændanna og tár sem hann hristifram úr erminni.
Þetta voru ljóð, grýlukerti sem frusu í sólinni á meðan frostrósir teiknuðu fána í myrkrið og beinaberir hundar veltu sér upp úr nepjunni skítugir og lúsugir í skuggasundi tímans án þess að vita að einn góðan veðurdag pössuðu afkomendur þeirra bíla flokksbroddanna, í hamingju agans bak við gaddavír hugans
.
..
Nei, ekki gráta þótt spegill bílstjórans geri þig lítinn í aftursætinu, það eru hundrað ár í eilífðina, nóg af frosti í hjarta þínu og alltaf eitthvað nýtt á markaðnum. Þú skrúfar bara niður rúðuna, skimar eftir heimilisfangi orðanna og húkkar píur póesíunnar.
Nei, ekki gráta, við húsleit finnast engir draumar ekkert sem skiptir máli og þú færð vægan dóm og jafnvel góðan dóm fyrir frostið í hjarta þínu og nýjungarnar á markaðnum.
...

Getum við ekki bara fengið okkur
fótboltaskó, farið út á kvöldin og sparkað í veruleikann? Hann sparkar auðvitað á móti en við erum í betri skóm og spörk okkar verða markvissari en orðin beinskeyttari en penninn og öflugri en hinn kreppti hnefi byltingarinnar sem lognaðist út af í atkvæðagreiðslum haustið sem hitt liðið vann
en þá kom í ljós að við vorum aðeins útúrdúr á spássíu, neðanmálsgrein við meginmál tímans
og ekkert nema orðin, penninn og hnefinn gátu hrært upp í textanum.
...


Nei, ekki gráta
þótt háskólinn verði seldur í brotajárn og hjarta þitt einkavætt.
Þú skiptir bara um kennitölu einsog fyrirtækin
og segir ef einhver er með kjaft:
Þú ert ekki að tala við mig, maðurinn sem var hérna í gær er ekki lengur til.
Ég er laus allra mála.

Ef ríkisstjórnin væri bolti
myndi ég sparka henni út af.(Vandinn er bara sá að þá fengi hún hornog skoraði glæsilegt markþví stjórnarandstaðan er svo léleg í vörn.)
...
Þannig er staðan:
Gamlingjar lokaðir inni vegna elliglapa en unglingar á lyfjum vegna æskufjörs.
Enn teikna frostrósir fána í myrkrið og grýlukertin ekki bráðnuð.
Elvis er enn í hernum og vinir mínir, stjórnleysingjarnir, hafa skráð sig í lögregluskólann.
Tár mín eru frosin, þorstinn mitt heróp í skrælnuðum draumi.
Meira að segja Bob Dylan er búinn að gleyma öllu sem hann sagði en hann sagði það samt og þar við situr hvað sem hann segir.


Já félagar, látið dæluna ganga,
það vantar ekki bara ljóðlist í lífið, heldur líf í ljóðið enda hefur ekkert frést af Johnny Rotten síðan hann opnaði fasteignasölu í Los Angeles.
Við sendum okkar bestu kveðjur héðan úr hagvextinum og vonum bara að húsnæðismarkaður hugans sé ekki síðri þar en hér,
og þú í góðum málum
enn á móti hræsni enn á móti lýðræði enn á móti skrifræði

og öllu sem endar á i.

 •  0 comments  •  flag
Share on Twitter
Published on March 08, 2007 15:16

Skilabo

Dada-pönk handa Lenin -
endurskoðuð útgáfa


Ég er á móti hræsni. Ég er á móti lýðræði. Ég er á móti skrifræði. Eitthvað þessu líkt sagði Johnny Rotten og bætti við: Ég er á móti öllu sem endar á i.
...

Flokkurinn á frekar að vera lítill og harður en stór og linur, sagði Lenin sem var samsærismaður í huganum og hafði bólugrafna trú á mannkyninu
...

Látum okkur dreyma, hélt hann áfram og teygði sig í dadaískan staf, sem hleypti púðri í heysátur bændanna og tár sem hann hristifram úr erminni.
Þetta voru ljóð, grýlukerti sem frusu í sólinni á meðan frostrósir teiknuðu fána í myrkrið og beinaberir hundar veltu sér upp úr nepjunni skítugir og lúsugir í skuggasundi tímans án þess að vita að einn góðan veðurdag pössuðu afkomendur þeirra bíla flokksbroddanna, í hamingju agans bak við gaddavír hugans
.
..
Nei, ekki gráta þótt spegill bílstjórans geri þig lítinn í aftursætinu, það eru hundrað ár í eilífðina, nóg af frosti í hjarta þínu og alltaf eitthvað nýtt á markaðnum. Þú skrúfar bara niður rúðuna, skimar eftir heimilisfangi orðanna og húkkar píur póesíunnar.
Nei, ekki gráta, við húsleit finnast engir draumar ekkert sem skiptir máli og þú færð vægan dóm og jafnvel góðan dóm fyrir frostið í hjarta þínu og nýjungarnar á markaðnum.
...

Getum við ekki bara fengið okkur
fótboltaskó, farið út á kvöldin og sparkað í veruleikann? Hann sparkar auðvitað á móti en við erum í betri skóm og spörk okkar verða markvissari en orðin beinskeyttari en penninn og öflugri en hinn kreppti hnefi byltingarinnar sem lognaðist út af í atkvæðagreiðslum haustið sem hitt liðið vann
en þá kom í ljós að við vorum aðeins útúrdúr á spássíu, neðanmálsgrein við meginmál tímans
og ekkert nema orðin, penninn og hnefinn gátu hrært upp í textanum.
...


Nei, ekki gráta
þótt háskólinn verði seldur í brotajárn og hjarta þitt einkavætt.
Þú skiptir bara um kennitölu einsog fyrirtækin
og segir ef einhver er með kjaft:
Þú ert ekki að tala við mig, maðurinn sem var hérna í gær er ekki lengur til.
Ég er laus allra mála.

Ef ríkisstjórnin væri bolti
myndi ég sparka henni út af.(Vandinn er bara sá að þá fengi hún hornog skoraði glæsilegt markþví stjórnarandstaðan er svo léleg í vörn.)
...
Þannig er staðan:
Gamlingjar lokaðir inni vegna elliglapa en unglingar á lyfjum vegna æskufjörs.
Enn teikna frostrósir fána í myrkrið og grýlukertin ekki bráðnuð.
Elvis er enn í hernum og vinir mínir, stjórnleysingjarnir, hafa skráð sig í lögregluskólann.
Tár mín eru frosin, þorstinn mitt heróp í skrælnuðum draumi.
Meira að segja Bob Dylan er búinn að gleyma öllu sem hann sagði en hann sagði það samt og þar við situr hvað sem hann segir.


Já félagar, látið dæluna ganga,
það vantar ekki bara ljóðlist í lífið, heldur líf í ljóðið enda hefur ekkert frést af Johnny Rotten síðan hann opnaði fasteignasölu í Los Angeles.
Við sendum okkar bestu kveðjur héðan úr hagvextinum og vonum bara að húsnæðismarkaður hugans sé ekki síðri þar en hér,
og þú í góðum málum
enn á móti hræsni enn á móti lýðræði enn á móti skrifræði

og öllu sem endar á i.

 •  0 comments  •  flag
Share on Twitter
Published on March 08, 2007 15:16

Skilabo

Dada-pönk handa Lenin -
endurskoðuð útgáfa


Ég er á móti hræsni. Ég er á móti lýðræði. Ég er á móti skrifræði. Eitthvað þessu líkt sagði Johnny Rotten og bætti við: Ég er á móti öllu sem endar á i.
...

Flokkurinn á frekar að vera lítill og harður en stór og linur, sagði Lenin sem var samsærismaður í huganum og hafði bólugrafna trú á mannkyninu
...

Látum okkur dreyma, hélt hann áfram og teygði sig í dadaískan staf, sem hleypti púðri í heysátur bændanna og tár sem hann hristifram úr erminni.
Þetta voru ljóð, grýlukerti sem frusu í sólinni á meðan frostrósir teiknuðu fána í myrkrið og beinaberir hundar veltu sér upp úr nepjunni skítugir og lúsugir í skuggasundi tímans án þess að vita að einn góðan veðurdag pössuðu afkomendur þeirra bíla flokksbroddanna, í hamingju agans bak við gaddavír hugans
.
..
Nei, ekki gráta þótt spegill bílstjórans geri þig lítinn í aftursætinu, það eru hundrað ár í eilífðina, nóg af frosti í hjarta þínu og alltaf eitthvað nýtt á markaðnum. Þú skrúfar bara niður rúðuna, skimar eftir heimilisfangi orðanna og húkkar píur póesíunnar.
Nei, ekki gráta, við húsleit finnast engir draumar ekkert sem skiptir máli og þú færð vægan dóm og jafnvel góðan dóm fyrir frostið í hjarta þínu og nýjungarnar á markaðnum.
...

Getum við ekki bara fengið okkur
fótboltaskó, farið út á kvöldin og sparkað í veruleikann? Hann sparkar auðvitað á móti en við erum í betri skóm og spörk okkar verða markvissari en orðin beinskeyttari en penninn og öflugri en hinn kreppti hnefi byltingarinnar sem lognaðist út af í atkvæðagreiðslum haustið sem hitt liðið vann
en þá kom í ljós að við vorum aðeins útúrdúr á spássíu, neðanmálsgrein við meginmál tímans
og ekkert nema orðin, penninn og hnefinn gátu hrært upp í textanum.
...


Nei, ekki gráta
þótt háskólinn verði seldur í brotajárn og hjarta þitt einkavætt.
Þú skiptir bara um kennitölu einsog fyrirtækin
og segir ef einhver er með kjaft:
Þú ert ekki að tala við mig, maðurinn sem var hérna í gær er ekki lengur til.
Ég er laus allra mála.

Ef ríkisstjórnin væri bolti
myndi ég sparka henni út af.(Vandinn er bara sá að þá fengi hún hornog skoraði glæsilegt markþví stjórnarandstaðan er svo léleg í vörn.)
...
Þannig er staðan:
Gamlingjar lokaðir inni vegna elliglapa en unglingar á lyfjum vegna æskufjörs.
Enn teikna frostrósir fána í myrkrið og grýlukertin ekki bráðnuð.
Elvis er enn í hernum og vinir mínir, stjórnleysingjarnir, hafa skráð sig í lögregluskólann.
Tár mín eru frosin, þorstinn mitt heróp í skrælnuðum draumi.
Meira að segja Bob Dylan er búinn að gleyma öllu sem hann sagði en hann sagði það samt og þar við situr hvað sem hann segir.


Já félagar, látið dæluna ganga,
það vantar ekki bara ljóðlist í lífið, heldur líf í ljóðið enda hefur ekkert frést af Johnny Rotten síðan hann opnaði fasteignasölu í Los Angeles.
Við sendum okkar bestu kveðjur héðan úr hagvextinum og vonum bara að húsnæðismarkaður hugans sé ekki síðri þar en hér,
og þú í góðum málum
enn á móti hræsni enn á móti lýðræði enn á móti skrifræði

og öllu sem endar á i.

 •  0 comments  •  flag
Share on Twitter
Published on March 08, 2007 15:16

Einar Már Guðmundsson's Blog

Einar Már Guðmundsson
Einar Már Guðmundsson isn't a Goodreads Author (yet), but they do have a blog, so here are some recent posts imported from their feed.
Follow Einar Már Guðmundsson's blog with rss.