Bjarmalönd Quotes
Bjarmalönd
by
Valur Gunnarsson101 ratings, 4.23 average rating, 17 reviews
Open Preview
Bjarmalönd Quotes
Showing 1-1 of 1
“Það er annars versti ósiður að vilja læra tungumál annars fólks. Ekki aðeins er með því verið að gefa í skyn að hinir innfæddu séu of vitlausir til að læra ensku heldur er það hinn endanlegi sigur guðs yfir mannkyninu. Í eina tíð töluðu allir sömu tungu, bjuggu í sátt og samlyndi og byggðu turn sem náði alla leið til stjarnanna. Guði almáttugum fannst að sér vegið og mátti ekki upp á þetta horfa lengur. Hann reif turninn og tvístraði mannkyni svo að enginn skilur annan og hafa menn staðið í stríði allar götur síðan. Babelsturninn hefur enn ekki risið og almættið heldur fast í einokunarstöðu sína meðal stjarnanna en hefur annars ekki komið í leitirnar. Frægt sovéskt áróðursplakat sýnir Gagarín svífa um himinhvolfið og svipast um undir yfirskriftinni: "Enginn guð hér." En Sovétríkjunum mistókst að sigra bæði heiminn og stjörnurnar og því er enska sú tunga sem líklegust er til að gera okkur öll að guðum .”
― Bjarmalönd
― Bjarmalönd
