Järnblod Quotes

Rate this book
Clear rating
Järnblod (Annika Bengtzon, #11) Järnblod by Liza Marklund
1,292 ratings, 3.44 average rating, 89 reviews
Järnblod Quotes Showing 1-2 of 2
“En eina grundvallaraðgerð hafði honum ekki tekist að framkvæma, að uppfæra sjálfan sig, útgáfu 2.0. Þótt hann væri fæddur fréttaskýrandi, með virðingu fyrir málfrelsinu í merg og beinum, fífldirfsku í hjartanu, tæknisnilli í heilanum og liminn sem áttavita, hafði það ekki dugað til, dagarnir höfðu verið of stuttir, runnið of hratt úr greipum hans, og nú var allt um seinan. Tíminn var takmarkalaus þar til hann var allt í einu liðinn. Hin óhlutdræga, rannsakandi, upplýsandi blaðamennska, eins og hún var í augum þeirra allra, allra nútíma-þátttakendanna, hún yrði ekkert annað en stutt málsgrein í sögu mannsins, og það var hann, hann sjálfur í eigin persónu, sem hafði haldið um stýrið þegar þau hröpuðu beint niður til helvítis.”
Liza Marklund, Járnblóð
“Þú misstir meðvitund, sagði sálfræðingurinn. Hvað gerðist eiginlega? Annika Bengtzon engdist í hægindastólnum, henni fannst hún allt of horuð og beinaber í þessum risastóra stól. Hún hélt dauðahaldi í stólarmana til þess að hún sykki ekki á kaf, fann svitann í lófunum. Hversu margir höfðu setið hér kaldsveittir á undan henni? Skilið uppgufaðan ugg sinn eftir í grófu áklæðinu? Hún svipti höndunum snöggt af stólörmunum og greip ákveðið um hnéð á sér. – Ég fór bæði á heilsugæslustöðina og til starfsmannalæknisins, sagði hún, og þeir rannsökuðu mig frá hvirfli til ilja, það amar ekkert að mér líkamlega, svo að … ja, Jimmy sambýlismanni mínum fannst ég eiga að koma hingað.”
Liza Marklund, Járnblóð