Sara og Dagný og ég Quotes
Sara og Dagný og ég
by
Ísak Regal6 ratings, 4.00 average rating, 2 reviews
Sara og Dagný og ég Quotes
Showing 1-7 of 7
“Við vorum stödd á Ægisíðunni. Það var dimmt úti og stjörnubjart. Nóttin hélt okkur föstum í viðjum sínum. Það voru norðurljós á himninum. Þau voru græn og leiftrandi. En mér fannst það ekki skipta máli. Ég hafði séð þau áður. Ég hafði séð svo margt áður. Hvolfið þakti það sem umlukti okkur og hún rykkti höfðinu til hliðar og upp. En hún var ekki að horfa á stjörnurnar. Stjörnurnar voru að horfa á hana,”
― Sara og Dagný og ég
― Sara og Dagný og ég
“Ást mín á Arnóri hefur engan stað til að fara á núna. Stundum vildi ég að ég gæti fangað hana, lokað hana inni, en þá veit ég að ég myndi ég sakna hennar. Núna streymir hún bara frá mér í allar áttir hvenær sem er – kemur stundum út í tárum, stundum í brosi. Ég vildi að Arnór gæti séð mig núna. Ég held hann yrði stoltur. Hann sá eitthvað í mér sem enginn annar sá. Eitthvað sem fékk hann til að brosa í hvert skipti sem hann sá mig. Og ég bíð stundum eftir því að sjá hann birtast í dyragættinni heima hjá mér, eða úti einhvers staðar, á bar eða eitthvað, og brosa þessu breiða brosi sínu. Ég sver það er það fallegasta sem ég hef séð.”
― Sara og Dagný og ég
― Sara og Dagný og ég
“Allir í hringnum höfðu hátt um sig og gripu hver fram í fyrir öðrum. Hitalampi brann í loftinu fyrir ofan þau. Lilja fékk sér sopa af bjórnum og þegar hún setti hann aftur á borðið, fann hún að hávaðinn og skarkalinn á reykingasvæðinu fjaraði smátt og smátt út þar til herbergið varð fullkomlega hljóðlaust. Allt stöðvaðist. Fólk hætti að hreyfast; varð líkara útklipptum pappamyndum af sjálfu sér. Hún fann hitalampann brenna á hnakkanum og leit á strákinn sem sat við hliðina á henni og sá birtuna streyma á andlitið á honum. Haka hans lyftist upp í sömu andrá og hljóðið skall aftur á. Einhver kveikti sér í sígarettu. Kolla lyfti bjór að vörum sér og saup hratt og fast. Mannfólkið varð aftur raunverulegt.”
― Sara og Dagný og ég
― Sara og Dagný og ég
“Allir í hringnum höfðu hátt um sig og gripu hver fram í fyrir öðrum. Hitalampi brann í loftinu fyrir ofan þau. Lilja fékk sér sopa af bjórnum og þegar hún setti hann aftur á borðið, fann hún að hávaðinn og skarkalinn á reykingasvæðinu fjaraði smátt og smátt út þar til herbergið varð fullkomlega hljóðlaust. Allt stöðvaðist. Fólk hætti að hreyfast; varð líkara útklipptum pappamyndum af sjálfu sér. Hún fann hitalampann brenna á hnakkanum og leit á
strákinn sem sat við hliðina á henni og sá birtuna streyma á andlitið á honum. Haka hans lyftist upp í sömu andrá og hljóðið skall aftur á. Einhver kveikti sér í sígarettu. Kolla lyfti bjór að vörum sér og saup. Mannfólkið varð aftur raunverulegt. „Ég ætla á klósstið,“ kallaði Kolla í eyrað á Lilju og stuggaði við henni. Rödd hennar skar rönd í hávaðann. Þær stóðu upp í sömu andrá og glas skall í gólfið og molnaði. Hlátrasköll brutust út á borðinu á móti þeim. Kolla ýtti við öxlinni á Lilju og þær stauluðust út um dyrnar á reykingasvæðinu og aftur inn á barinn.”
― Sara og Dagný og ég
strákinn sem sat við hliðina á henni og sá birtuna streyma á andlitið á honum. Haka hans lyftist upp í sömu andrá og hljóðið skall aftur á. Einhver kveikti sér í sígarettu. Kolla lyfti bjór að vörum sér og saup. Mannfólkið varð aftur raunverulegt. „Ég ætla á klósstið,“ kallaði Kolla í eyrað á Lilju og stuggaði við henni. Rödd hennar skar rönd í hávaðann. Þær stóðu upp í sömu andrá og glas skall í gólfið og molnaði. Hlátrasköll brutust út á borðinu á móti þeim. Kolla ýtti við öxlinni á Lilju og þær stauluðust út um dyrnar á reykingasvæðinu og aftur inn á barinn.”
― Sara og Dagný og ég
“Allir í hringnum höfðu hátt um sig og gripu hver fram í fyrir öðrum. Hitalampi brann í loftinu fyrir ofan þau. Lilja fékk sér sopa af bjórnum og þegar hún setti hann aftur á borðið, fann hún að hávaðinn og skarkalinn á reykingasvæðinu fjaraði smátt og smátt út þar til herbergið varð fullkomlega hljóðlaust. Allt stöðvaðist. Fólk hætti að hreyfast; varð líkara útklipptum pappamyndum af sjálfu sér. Hún fann hitalampann brenna á hnakkanum og leit á strákinn sem sat við hliðina á henni og sá birtuna streyma á andlitið á honum. Haka hans lyftist upp í sömu andrá og hljóðið skall aftur á. Einhver kveikti sér í sígarettu. Kolla lyfti bjór að vörum sér og saupMannfólkið varð aftur raunverulegt.
„Ég ætla á klósstið,“ kallaði Kolla í eyrað á Lilju og stuggaði við henni. Rödd hennar skar rönd í hávaðann. Þær stóðu upp í sömu andrá og glas skall í gólfið og molnaði. Hlátrasköll brutust út á borðinu á móti þeim. Kolla ýtti við öxlinni á Lilju og þær stauluðust út um dyrnar á reykingasvæðinu og aftur inn á barinn.”
― Sara og Dagný og ég
„Ég ætla á klósstið,“ kallaði Kolla í eyrað á Lilju og stuggaði við henni. Rödd hennar skar rönd í hávaðann. Þær stóðu upp í sömu andrá og glas skall í gólfið og molnaði. Hlátrasköll brutust út á borðinu á móti þeim. Kolla ýtti við öxlinni á Lilju og þær stauluðust út um dyrnar á reykingasvæðinu og aftur inn á barinn.”
― Sara og Dagný og ég
“Á sama tíma og ég sit í strætó á leiðinni heim sit ég inni í herbergi heima hjá Dagnýju viku seinna. Skær skjábirta skín á andlitið á mér. Dagný situr á rúminu og rúllar jónu eins og henni einni er lagið. Það er tónlist í loftinu og Dagný hreyfir sig eins og þyngdarlaust í takt við ljúfa tónana og raular lágt með.
Alltaf þegar ég horfi svona á hana er eins og allar áhyggjur og sjálfshatur losni frá mér og leki úr fingrunum. Fljóti hjá. Verði að engu. Og ég gleymi hvað í fokkanum ég var eiginlega að segja.”
― Sara og Dagný og ég
Alltaf þegar ég horfi svona á hana er eins og allar áhyggjur og sjálfshatur losni frá mér og leki úr fingrunum. Fljóti hjá. Verði að engu. Og ég gleymi hvað í fokkanum ég var eiginlega að segja.”
― Sara og Dagný og ég
“Ég finn allt í einu að ég öfunda hana – sakleysið hennar. Það er svo margt sem hún hefur ekki séð, og mun ekki sjá. En því er öðruvísi háttað með mig. Mér líður eins og ég hafi séð of mikið nú þegar, eins og það verði ekki aftur snúið úr þessu.”
― Sara og Dagný og ég
― Sara og Dagný og ég
