Bland-leshringur discussion

15 views
Tilkynningar > Næsta bók: Sagan af Pí

Comments Showing 1-10 of 10 (10 new)    post a comment »
dateUp arrow    newest »

message 1: by Assa (new)

Assa | 123 comments Mod
Næsta bók á dagskrá er þá "Sagan af Pí" höf. Yann Mantel

Ef við byrjum mánudaginn 23.maí höfum við til 20.júní að klára.

Vona að sem flestir verði með! :)


message 2: by Grasekkja (new)

Grasekkja | 13 comments ok, líst vel á það :)
hef ekki lesið hana!


message 3: by Imma89 (new)

Imma89 GoGoYubari | 61 comments Jei :)


message 4: by Amethyst (new)

Amethyst | 50 comments Ég er með!


message 5: by Thura (new)

Thura | 66 comments Mod
Frábært :)


message 6: by Elin (new)

Elin Magnusdottir | 1 comments Hef lesið hana áður en það er svolítið síðan svo ég ætla að lesa hana aftur, verð með :)


message 7: by Imma89 (new)

Imma89 GoGoYubari | 61 comments Oh, stelpur... Þessi bók!

Ég næ bara enganveginn að koma mér inn í hana. Ég er farin að halda að það sé vegna þess að ég ákvað að lesa hana á ensku (skyndiákvörðun á bókasafninu). Málið er að þegar ég les þá sé ég alltaf allt fyrir mér og það spilast ósjálfrátt eins og bíómynd í hausnum á mér. Ég hverf alveg ofan í góða bók og les heilu blaðsíðurnar án þess að taka eftir því.

En með þessa bók þá finnst mér ég bara ekki ná því sem hann er að segja þannig að ég næ ekki að búa til aðstæðurnar í huganum.

*Spoiler fyrir þær sem hafa ekki komið Pí í bátinn*

T.d. þegar báturinn sökk og bátsmennirnir hrintu honum út fyrir, þá náði ég því ekki hvort hann lenti í sjónum eða ofan í bátnum. Svo var að hann bjarga tígrísdýrinu og svo var kominn zebrahestur líka en ég bara næ því ekki að dýrin hafi bara verið á floti í sjónum eða hvort þau voru í búrum, öðrum bátum eða hvað. Kannski er þetta bara svo ótrúlega langt frá minni eigin lífsreynslu að mér er það bara lífsins ómöglegt að sjá þetta fyrir mér. Nú er einhver hýena komin og ég kemst bara ekki lengra því ég veit ekki hvar hún var eða hvernig hún komst í bátinn. Svo finnst mér eins og þetta sé einhver risa bátur því hann talar um að hýenan hlaupi hring eftir hring í bátnum en ég sá bara alltaf fyrir mér svona venjulegan árabát og næ því bara ekki hvernig maður, tígrísdýr, sebrahestur og hýena komast öll fyrir í einum bát! Mér finnst líka furðulegt að ég öllu þessu hefur hann ekkert hugsað út í að fjölskylda hans hafi að öllum líkindum farist með bátnum og það pirrar mig.

Ég er alveg að gefast upp á þessari bók.

Er ég sú eina í þessum vandræðum? Gætuð þið kannski útskýrt þetta eitthvað betur fyrir mér?


message 8: by Assa (last edited Jun 20, 2011 12:41PM) (new)

Assa | 123 comments Mod
Imma89 wrote: "Oh, stelpur... Þessi bók!

Ég næ bara enganveginn að koma mér inn í hana. Ég er farin að halda að það sé vegna þess að ég ákvað að lesa hana á ensku (skyndiákvörðun á bókasafninu). Málið er að þega..."


Ég var sjálf í vandræðum með að komast inn í bókina og ég kláraði hana aðallega vegna þess að ég varð að vita hvernig hún endar.

En þetta sem þú talar um, Pí lendir á björgunarbátunum, ofan á yfirbreiðslu sem er yfir hluta bátsins og skoppar af henni og í sjóinn. Sebrahesturinn var að stökkva frá borði en þar sem björg.bát. var komin hálfa leið niður frá skipinu lendir hann í bátnum en ekki í sjónum. Hýenan var í bátnum þegar hann var látinn síga.

Hann spyr um fjölskylduna sína áður en honum er hent í björgunarbátinn og hugsar til hennar eftir á líka ;)

Án þess að skemma söguna get ég allavega sagt að þetta skýrist allt þegar þú ert búin með hana. Mér finnst bókin miklu betri núna þegar ég hugsa um hana heldur en meðan ég var að lesa hana, eins furðulegt og það hljómar.


message 9: by Imma89 (new)

Imma89 GoGoYubari | 61 comments Vá veistu, þetta skýrir bara heilmikið! Takk fyrir þetta! Gef henni smá séns :)


message 10: by Assa (new)

Assa | 123 comments Mod
Já ég myndi gera það. Á tímabili var ég að velta fyrir mér hvað ég væri eiginlega búin að koma mér í með að velja þessa bók en núna þegar ég er búin með hana smellur þetta allt saman. Ég held að mér myndi finnast hún enn betri ef ég læsi hana aftur vitandi allt það sem ég veit núna ;)


back to top