Keisaramörgæsir í Hve glötuð er vor æska?

Það styttist í að Keisaramörgæsir líti dagsins ljós. Ég var lengi í vafa um titilinn en þegar hann var einu sinni kominn þá var hann bara kominn og ég gat ekkert haggað honum. Mig dreymir um að vera einn af þessum höfundum sem koma með neglu-titla í hvert einasta skipti en það er eins og ég tæmi sköpunarkraftinn alltaf í textann og eigi svo ekkert eftir fyrir titilinn. Kannski er galdurinn að læra að taka titilinn alvarlega sem listaverk í sjálfum sér. En bókin heitir alla vega það sem hún heitir og á dögunum fór ég í stutt viðtal við Þorvald S. Helgason og kynnti hana í fyrsta skipti á opinberum vettvangi í þættinum Hve glötuð er vor æska? á RÚV núll.


Hér er viðtalið. Ég spjalla um bókina, formið og uppáhalds-smásagnahöfundinn minn við Þorvald og Fríðu Ísberg svikaskáld, og gef forsmekk af sögu sem heitir „Leg“. (Titill sem ég er reyndar nokkuð ánægð með.) Annar uppáhaldshöfundur, Kristín Eiríksdóttir, er líka tekin tali í þættinum. Smásögur eru kúl. Hlustið!

 •  0 comments  •  flag
Share on Twitter
Published on August 19, 2018 17:02
No comments have been added yet.