Bland-leshringur discussion

Der Hundertjährige, der aus dem Fenster stieg und verschwand
19 views
Tilkynningar > Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf er bók janúarmánaðar

Comments Showing 1-6 of 6 (6 new)    post a comment »
dateUp arrow    newest »

Védís (vedisr) Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf e. Jonas Jonasson hlaut flest atkvæði í könnuninni.

Núna gefum við okkur þrjár vikur til að lesa hana (til 29. janúar)!

Vonandi gengur ykkur vel að finna hana því samkvæmt mínum upplýsingum er hún rosalega vinsæl á öllum bókasöfnum landsins.


message 2: by Assa (new)

Assa | 123 comments Mod
Ég fékk hana í jólagjöf og er rétt byrjuð á henni. Les hana á frummálinu, finnst þýðingar svo misgóðar að ég vil helst ekki lesa þær ef ég kemst hjá því :) Vona að ég hafi tími til að klára í tæka tíð. Skemmtilesturinn situr yfirleitt alltaf á hakanum þegar skólinn er kominn á fullt.


Thura | 66 comments Mod
Frábært :)

p.s. breytti goodreads nafninu mínu, var áður Sarah


message 4: by Imma89 (new)

Imma89 GoGoYubari | 61 comments Hm hún er reyndar sem kjörbók í skólanum en ég hef bara ekki svo mikinn áhuga á að lesa hana, hugsa að ég verði ekki með í þessum mánuði.


message 5: by Dís (new)

Dís | 8 comments Ætla líka að vera með, spennt að lesa hana :) Veit ekki hvort ég næ á réttum tíma samt, er að bíða eftir Menningarkortinu til að fá bókasafnsskírteini. Held að það sé síðan alveg biðlisti á bókasöfnum :/ Þið sem eruð byrjaðar, finnst ykkur þetta vera svona bók sem maður væri til í að eiga og lesa aftur seinna?


Dora | 14 comments Dís wrote: "Ætla líka að vera með, spennt að lesa hana :) Veit ekki hvort ég næ á réttum tíma samt, er að bíða eftir Menningarkortinu til að fá bókasafnsskírteini. Held að það sé síðan alveg biðlisti á bókasöf..."

Ég á hana og ég á líklega ekki eftir að lesa hana aftur. En mér fannst hún samt æðisleg, en svona verk sem ég les bara einu sinni. Svolítið erfitt að setja út á hana án þess að segja frá :).

Kv Dóra


back to top