Bland-leshringur discussion
Tilkynningar
>
Næsta bók á dagskrá
date
newest »


Ég ætla að stinga upp á bókinni "Ljósa" eftir Kristínu Steinsd.
"Ljósa elst upp seint á nítjándu öld undir hvelfdum jökli með víðsýni yfir sjó og sanda. Hana dreymir um framtíð þar sem hamingjan ríkir og sólin skín. En veruleikinn ætlar henni annað; þrátt fyrir góð efni og ástríka fjölskyldu vofir yfir henni ógn sem gefur engin grið." http://www.forlagid.is/?p=577009
Einnig datt mér í hug bókin "Vatn handa fílum" höfundur Sara Gruen.
"Jakob er rúmlega tvítugur og á aðeins eftir vikur af erfiðu dýralæknanámi þegar hann missir foreldra sína í slysi og kemst að því að allar eigur þeirra hafa runnið til að kosta nám hans. Hann gengur út úr lokaprófinu án þess að líta um öxl og er fyrr en varir kominn í slagtog við farandsirkus þar sem líf manna og dýra er eilíf barátta, enda er þetta í miðri heimskreppunni. Dýrin eru horuð, hrakin og barin og hlutskipti Jakobs verður að annast þau, hjúkra þeim eftir óhöpp og barsmíðar og vernda þau – og aðra."
http://www.forlagid.is/?p=3959

Annars er mín uppástunga: Hreinsun eftir Sofi Oksanen.
Hreinsun er bókmenntaviðburður, margradda skáldsaga um reynslu fólks í Eistlandi undir hæl Sovétríkjanna. Jafnframt er frásögnin nærgöngul lýsing á tveim konum sem eru ítrekað beygðar og niðurlægðar en rísa alltaf upp á ný. ( www.folagid.is)
Samt er ég pínu smeik við hana, held að hún sé svo áleitin.
Hreinsun er einmitt á listanum mínum líka, er með hana hérna heima en hef ekki lesið lengra en fyrsta kaflann vegna skólans. Pí er búinn að bíða uppi í hillu í góðan tíma og gleymist alltaf greyið.. :)

Ég var reyndar á bókasafninu í morgun og tók Óvinafögnuð eftir Einar Kárason, las Ofsa í vetur og fannst hún svo góð :) En hvori Prjónaklúbburinn né Dóttir Hennar Dóttir Mín voru inni :( Ætla að kíkja í bókabúð í dag og sjá hvað setur...
Mér líst vel á allar bækurnar sem búið er að stinga upp á nú þegar! Dettur samt í hug að bæta tveimur bókum á listann.
Bókmennta- og kartöflubökufélagið eftir Mary Ann Shaffer & Annie Barrows
"Juliet Ashton er ungur rithöfundur og árið er 1946. Hún er að leita að efni í næstu skáldsögu þegar hún fær bréf frá manni sem hefur fyrir tilviljun eignast bók sem skáldkonan unga átti áður. Þegar í ljós kemur að hann er félag í Bókmennta- og kartöflubökufélaginu á Guernsey-eyju er forvitni hennar vakin og fyrr en varir kynnist hún fleirum í þessum merka selskap."
http://www.bjartur.is/?i=84&f=56&...
Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd
"Sögusviðið er Suður-Karólína í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar. Söguhetjan Lily er fjórtán ára og býr með kaldlyndum föður sínum og blökkukonunni Rosaleen, sem gekk henni í móðurstað þegar móðirin lést á sviplegan hátt tíu árum áður. Lily á aðeins óljósar minningar um móður sína, og voðaskotið sem varð henni að bana. Hver hleypti af?" http://bjartur.is/?i=66&f=43&...
Bókmennta- og kartöflubökufélagið eftir Mary Ann Shaffer & Annie Barrows
"Juliet Ashton er ungur rithöfundur og árið er 1946. Hún er að leita að efni í næstu skáldsögu þegar hún fær bréf frá manni sem hefur fyrir tilviljun eignast bók sem skáldkonan unga átti áður. Þegar í ljós kemur að hann er félag í Bókmennta- og kartöflubökufélaginu á Guernsey-eyju er forvitni hennar vakin og fyrr en varir kynnist hún fleirum í þessum merka selskap."
http://www.bjartur.is/?i=84&f=56&...
Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd
"Sögusviðið er Suður-Karólína í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar. Söguhetjan Lily er fjórtán ára og býr með kaldlyndum föður sínum og blökkukonunni Rosaleen, sem gekk henni í móðurstað þegar móðirin lést á sviplegan hátt tíu árum áður. Lily á aðeins óljósar minningar um móður sína, og voðaskotið sem varð henni að bana. Hver hleypti af?" http://bjartur.is/?i=66&f=43&...
Ég verð alveg í vandræðum með að kjósa.. mig langar að lesa þær allar!
Ætla henda upp könnun samt ;)
Ætla henda upp könnun samt ;)

Mig langar að stinga upp á "Sagan af Pí" höf. Yann Martel.
"Flutningaskip sekkur með hörmulegum afleiðingum. Nokkrir komast af og um borð í björgunarbát, fótbrotinn sebrahestur, hýena, órangútanapi, 450 punda Bengaltígur og Pí sem er 16 ára strákur. Þetta er sögusvið rómaðrar Bookerverðlaunabókar Kanadamannsins Yanns Martel sem heimsótti Bókmenntahátíð 2003. Þetta er sagan sem fær mann til að trúa á Guð." (www.bjartur.is)