What do you think?
Rate this book


272 pages, Hardcover
First published January 1, 1982
Aðvörun: Ísfólkið er létterótískur bókabálkur og þ.a.l. er stundum rætt hispurslaust um kynlíf og önnur viðkvæm málefni í þáttunum. En verið hjartanlega velboðin í þetta ruglingslega ferðalag með okkur!
Lífið heldur áfram hjá Ísfólkinu og ættin tekur að stækka. Nú eru barnabörn Þengils og Sunnu í sviðsljósinu ásamt Yrju, leikfélaga þeirra af Eikarbæ. Meta, stúlkan sem var sköpuð til þess að gleymast, kynnist ástinni og konungsfólkið í Danmörku leitar til Ísfólksins til að hemja krakkaskarann sinn.
Eru staurar góðar barnfóstrur? Er Yrja falleg, gróf en með mikið rótarkerfi? Eru afmælisveislur réttur vettvangur til vals á ættarnafni? Hversu eðlilegt er að ræða við ömmu um ást á frænda sínum? Er í lagi að frændsystkini stingi saman nefjum svo lengi sem þau kyssast bara? Skiptir útlit mestu máli við val á kennara? Hvernig fara fjölskylduráðstefnur fram?
Ævi Sunnivu tekur snöggan enda þegar hún fæðir son sinn, Kolgrím Óskabarn. Sorgin heltekur Tarald sem á erfitt með að sætta sig við að barn þeirra fallegu Sunnivu beri illa arfinn og líti jafn illa út og vera ber. Á meðan bíður vanskapaða Yrja eftir því að ástin hennar taki eftir henni. Cesilja er flutt til Danmerkur og eyðir dögum sínum við að ala upp krakka konungs á meðan kvöldin hennar fara í að vingast við Alexander Paladin.
Hvernig getur bókin haldið áfram þegar allir og amma þeirra eru dánir? Hversu húmorslaus geta ungabörn verið? Er leiðin að hjarta mannsins í gegnum klósettsögur? Er hægt að elska barn með þríhyrningslaga axlir? Hvort er verra, landráð eða samkynhneigð? Hvernig á kona að átta sig á að hún eigi ekki vonbiðil heldur samkynhneigðan besta vin? Eru öll börn fædd á jólanótt heilög?