Sagnfræðileg spennusaga sem sækir í víkingafortíð Íslendinga. Óttar Norðfjörð byggir bókina á róttækum kenningum um fyrstu landnámsmennina sem leiða lesandann í eltingaleik um týnd hof, norræna goðafræði, horfna kirkjugrunna og sífellt nær elsta leyndarmáli þjóðarinnar.
Óttar Martin received his BA and MA degrees in Philosophy from the University of Iceland in 2003 and 2005 respectively, spending 2004 at the University of Aberdeen. In 2006 Óttar moved to study Spanish at the University of Seville, and has also studied German in Heidelberg and French in Nice, besides teaching himself Arabic. He has worked as a journalist and editor, baked pizzas, worked in a bookshop and been an assistant teacher at the University of Iceland. Since 2004, however, he has concentrated on his literary career.
Mjög áhugaverð bók sem byggir á athugunum Einars Pálssonar og bókum hans Rætur íslenskrar menningar. Þar birtir hann kenningar sínar um sólkross og telur Steinkross á Rangárvöllum miðju krossins. Ég hef stundum reynt að lesa bækur hans um þetta efni en alltaf gefist upp. Glæpurinn í bókinni er raunverulegur en ekki kemur í ljós fyrr en í bókarlok hver hinn raunverulegi glæpamaður er, eða hverjir þeir eru.
Byrjaði hægt, en þó með látum (?)... gekk á með rólegheitum fram í síðastu 50-60 blaðsíðurnar, þá varð fjandinn laus og atburðarásin var sífellt að koma aftan að manni. Gefur Hníf Abrahams ekkert eftir. Mæli hiklaust með henni þessari.