Ég les ekki rússnesku, svo ég get lítið sagt um hversu nákvæmar þýðingar þessara smásagna eru, en ég get þó sagt að bókin er á góðri íslensku.
Í þessu safni eru sögur eftir átta rússneska höfunda, sjö karla og eina konu. Flesta kannaðist ég við við fyrir lesturinn, mismikið að vísu. Eini höfundurinn sem ég vissi ekkert um, hafði hvorki lesið verk eftir eða um, var eina konan í hópnum, Teffi. Það góða við svona safnbækur er að maður finnur stundum nýja höfunda sem manni langar að lesa meira eftir og það á við um Teffi.
Aðrar sögur í bókinni eru flestar góðar, þó það sé eins og yfirleitt gerist með svona marghöfunda bækur að sumir höfundar ná betur til manns en aðrir. Það er helst Bunin sem olli mér vonbrigðum. Fannst sú saga, þrátt fyrir frægð sögunnar og Nóbel höfundarins, bara ekki það sterk.
Á heildina litið er þetta virkilega flott bók.