Án þess að átta sig á því hafði hún verið farin að leggja drög að nýju lífi. Og þrátt fyrir óttann um Braga hafði hún upplifað sig örugga. En það öryggi var nú fokið út í hafsauga. Þær voru komnar. Þær voru hér.
Enginn veit hversu margir lifðu af geimveruárásina sem gerð var á landið. Bergljót og pabbi hennar eru enn í Vestmannaeyjum og nú hefur heyrst lífsmark frá Braga bróður hennar ofan af landi. Spurningarnar eru óteljandi: Hvað vilja geimverurnar? Er hægt að sigrast á þeim? Verður lífið einhvern tíma venjulegt á ný?
Vetrarhörkur er seinni hluti sögunnar sem Hildur Knútsdóttir hóf í Vetrarfríi, æsispennandi bók sem naut mikilla vinsælda, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkur, og hlaut Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna.
Fínasta unglingasaga. Hildur heldur hér þaðan sem frá var horfið í frásögn sinni af innrás geimveranna í Ísland og hrakningum feðginanna. Spennandi og hélt mér hugföngnum.
Las í einum rykk! Hörkuspennandi og gaman að lesa íslenska heimsenda dystopiu þar sem staðir eins og Þórsmörk og Vestmanneyjar fá nýjan og öðruvísi tilgang.
Fin de série plutôt bien faite, j'ai plus apprécié le 2e tome de la série. Beaucoup de suspense et de révélations qui répondent bien aux nombreuses questions du 1er tome.