Jump to ratings and reviews
Rate this book

Das Gewächshaus

Rate this book
,Einhvern tíma rakst ég á samanburð á enskum og spænskum farsa. Í þeim enska eru allir í örvæntingu að reyna að losna úr pínlegum aðstæðum; í þeim spænska eru allir á barmi taugaáfalls en hafa lúmskt gaman af því. Nú rann upp fyrir mér að líf okkar Ljúbu var spænskur farsi.“

Eva og Matti hafa nýlega umbylt lífi sínu og flutt úr miðborginni til smábæjar utan borgarmarkanna, en sitja samt uppi með sjálf sig og hvort annað. Vandamálin vaxa og óveðurský hrannast upp. Þá kynnist Eva rússneskumælandi garðyrkjubónda, Ljúbu, sem segir henni litríka sögu sína og fjölskyldunnar.
Sögur kvennanna tveggja spegla hvor aðra og vinátta þeirra hefur mikil áhrif á líf beggja. Úr verður einstök frásögn, skrifuð af þeim hlýja mannskilningi sem einkennir verk Guðrúnar Evu – um hlutskipti kvenna, samskipti kynjanna, örlög, frumkvæði, nánd og þau sannindi sem draumar geyma.

Guðrún Eva Mínervudóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2011 fyrir Allt með kossi vekur og Menningarverðlaun DV í bókmenntum fyrir Yosoy árið 2006 og Englaryk árið 2014.

352 pages, Paperback

First published January 1, 2016

9 people are currently reading
100 people want to read

About the author

Guðrún Eva Mínervudóttir

24 books107 followers
Guðrún Eva's first book, Sóley sólufegri, came out in 1998 in a very limited edition. In the same year the publishing house Bjartur published her short story collection Á meðan hann horfir á þig ertu María mey (While He Watches You, You are the Virgin Mary), to much acclaim. Since then Guðrún Eva has published five novels, a collection of philosophical stories for children published by The National Centre for Educational Materials and a book of poetry. She has also translated novels by foreign authors.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
40 (18%)
4 stars
102 (47%)
3 stars
63 (29%)
2 stars
9 (4%)
1 star
2 (<1%)
Displaying 1 - 19 of 19 reviews
Profile Image for Óttar Kolbeinsson Proppé.
84 reviews14 followers
May 2, 2020
Langt síðan ég hef lesið jafn óþvingaðan og fallegan texta. Var virkilega hrifinn og mun lesa meira eftir Guðrúnu Evu á næstunni.
Profile Image for Silja Jóhannesdóttir.
83 reviews6 followers
January 31, 2017
Ég er hrifin af bókunum hennar Guðrúnar Evu. Hún skrifar tregafullan texta án þess að falla í tilgerðarlegt eða of væmið form. Hún býr til karaktera sem auðvelt er að tengja við og mér finnst spegla margt í nútímasamfélagi.

Vináttan sem myndast í þessari bók er um margt áhugaverð því bakgrunnur kvennanna er svo ólíkur og gaman að sjá hvernig ólíkir heimar koma saman, rekast á en ná saman. Guðrún Eva fléttar saman raunveruleika og ímyndun á flottan hátt. Stundum þegar ég les bækur eftir höfunda sem eiga að vera listahöfundar þá finnst mér textinn verða óaðgengilegur og hann nær alls ekki til mín og mér finnst oft snobbað fyrir slíku. Hjá Guðrún finnst mér þessi ímyndaði heimur vera passlega mikið, textinn flottur og þetta er forframað en ekki of skreytt.

Var svolítið lengi að lesa bókina en þetta er bók sem maður vill lesa öll orðin í. Mæli eindregið með henni.
Profile Image for Birgitta Guðmarsdóttir.
Author 6 books21 followers
August 23, 2020
Fannst þessi mun betri en Aðferðir til að lifa af.

Byrjaði á þessari í Apríl, en hélt ekki þræði. Byrjaði svo á henni aftur núna í öllu brjálæðinu og þá fann ég að þessi bók var nákvæmlega það sem ég þurfti á að halda.
Ég held að Guðrún Eva (eða amk. það sem ég hef lesið eftir hana) sé sá höfundur sem ég geti snúið mér til þegar það er fjaðrafok í raunveruleikanum. Hlakka til að lesa Ástin Texas næst þegar allt fer á haus hjá mér.

ps. mjög góð bók til að lesa samhliða Meistaranum ;)
Profile Image for Skuli Saeland.
905 reviews24 followers
June 6, 2017
Heillandi saga af vináttu ólíkra kvenna í Hveragerði. Sagan flokkast sem sannsaga, sannsöguleg en með höfund sem sögumann sem spyrðir saman "sannleikann".
Ljúba rekur garðyrkjustöð en býr yfir magnaðri lífsreynslu um leið og Guðrún Eva er sömuleiðis afhjúpandi í frásögn sinni af sér og sínum nánustu. Eftirminnileg og vel skrifuð bók.
17 reviews
July 28, 2017
A great story - the detailed descriptions of everyday things are really wonderful. And the persons - just wonderful
Profile Image for Hulda.
230 reviews5 followers
February 24, 2022
Virkilega fallega skrifuð bók um líf og vinskap tveggja kvenna í Hveragerði. Hún er lauslega byggð á lífi Guðrúnar Evu Mínervudóttur og vinkonu hennar, Ljúbu. Höfundur tekur sér skáldaleyfi og þetta er því alls ekki 100% sannsögulegt, en ansi margt sem gerðist samt í raun og veru. Mér finnst það þó ekki skipta máli hvað er satt og hvað ekki, því það er ekki tilgangurinn með sögunni. Aðalatriðið er þetta andlega ferðalag Evu sem hún fer í gegnum vinskap sinn við Ljúbu og lífssögu hennar og hvernig það hjálpar Evu að takast á við áskoranir í sínu eigin lífi.

Frásögnin er einlæg og hispurslaus og sýnir hugrekki og auðmýkt sem mér finnst ofboðslega aðlaðandi. Eva dregur ekkert undan, ekki einu sinni gagnvart sjálfri sér. Hún kemur fram við sögupersónur sínar af virðingu og einlægur vilji hennar til að skilja þær og setja sig í þeirra spor er svo fallega laus við fordóma og merkilegheit. Við erum öll svo mannleg og breysk í leit að okkar hamingju, hvernig sem hana er að finna.
Profile Image for Thorunn.
450 reviews
May 4, 2017
Loksins bók eftir Guðrúnu Evu sem ég er virkilega ánægð með. Hef ekki verið heilluð af henni fyrr.
Alls konar pælingar um samband vinkvenna, krísur karla, ólíka menningarheima, mismunandi bakgrunna, hvernig fólk tekst á við vandamál. Og náttúrulega saga Raspútín svona sem aukaafurð.
Og svo nær hún að gera sögu um tvær húsmæður í Hveragerði spennandi - það er afrek.
Profile Image for Elinóra Guðmundsdóttir.
63 reviews
August 9, 2022
Ég elska Guðrúnu Evu og ein af mínum uppáhalds bókum er eftir hana. Þessi var góð, eins og við mátti búast. Falleg saga um vináttu og ljóðrænar frásagnir af andlegum veikindum. Hún náði mér ekki 100% með draumunum og raspútín pörtunum, þó mér finnist rómanov fjölskyldan áhugaverð.
16 reviews
March 30, 2023
Lieblingsbuchpotenzial.
Ich bin begeistert. Von der Sprache. Von den Bildern. Von der Beziehung zwischen den beiden Hauptpersonen. Von den historischen Einspielern, die mich beim Lesen immer wieder unwillkürlich an Bulgarkows Meister und Magarita erinnert haben. Wirklich genial!
Profile Image for Aðalbjörg Bragadóttir.
54 reviews
April 28, 2024
Áhugaverð sjálfsævisöguleg bók um vináttu, erfiðleika í hjónabandi, þunglyndi, geðsjúkdóma og sáttina við eigin persónu. Guðrún Eva gengur mjög nærri sér og sínum og flakkar milli ævisagnaformsins og sögu Rússlands. Nokkuð þung á köflum en mjög fallega skrifuð.
Profile Image for Nanna Guðmundsdóttir.
91 reviews2 followers
July 3, 2019
Falleg bók um ólíkar hliðar lífsins. Ég þekkti marga að sögustöðunum svo ég tengdi sérstaklega við hana.
Profile Image for Berglind.
Author 2 books10 followers
June 25, 2021
Ótrúlega fallega skrifuð bók en söguþráðurinn hélt mér ekki alveg alltaf við efnið.
Profile Image for Frimann Gudmundsson.
269 reviews2 followers
February 10, 2025
Eva og Ljúba ræða allt milli himins og jarðar.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Ásta Sólveig.
49 reviews4 followers
February 4, 2017
Vel skrifuð og áhugaverð. Mér fór að þykja mjög vænt um sögupersónur. Guðrún Eva er frábær penni.
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
April 23, 2017
Ég sé að flestir eru mjög hrifnir af þessari bók. Ég náði samt ekki sambandi. Var aldrei viss um hvað verið væri að segja mér. En bókin er fallega skrifuð, það má hún eiga.
Displaying 1 - 19 of 19 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.