Ein skemmtilegasta Laxness bók sem ég hef lesið hingað til og finnst ólíklegt að mér muni finnast önnur skemmtilegri, fyrir utan kannski Kristnihald undir jökli... Veit ekki alveg hvor mér fannst betri. En mér finnst brjálað að hann var 16 ára að skrifa þetta, en samt ef maður hefur það í huga á meðan maður les bókina má sjá það í textanum og orðavali hans. Það er alveg stundum sem hann talar um hluti sem maður veit alveg að hann á örugglega ekki mjög mikla reynslu af. Eins og Bryndís sagði, þykist hann vita meira en hann veit í rauninni. Samt fannst mér hún alveg ofboðslega vel skrifuð, fílaði dramatíkina í lýsingum hans á öllu. Og þegir ég segi öllu, þá meina ég fokkking öllu. Hann skrifar jafn fallega og dramatískt um fallegt fljót sem skín í sumarsólinni og fullan karl liggjandi á miðjum moldarvegi. Skil að sumum myndi finnast það geggjað pirrandi en mér fannst það bara fyndið og ekki taka neitt frá sögunni.