Innflytjandi finnst látinn úti í Örfirisey á dimmum og köldum febrúardegi. Um sömu helgi verða landsmenn helteknir af hvarfi ungrar, íslenskrar stúlku sem gufar sporlaust upp í myrkrinu, snjónum og ófærðinni. Hildur Haraldsdóttir sem búið hefur í New York um árabil kemur til Íslands með jarðneskar leifar vinar síns til að uppfylla hans hinstu ósk. Hún hefur þýtt Kóraninn á íslensku og leitar lögreglan ráða hjá henni í tengslum við lát innflytjandans. Sjálf á hún undir högg að sækja vestan hafs og sogast nú að auki inn í íslenskt skammdegi. Innflytjandinn er mögnuð skáldsaga um mátt og árekstur menningarheima, um vegi ástarinnar og óblíð örlög, um lystisemdir lífsins, vonir manna og vonbrigði. Verðlaunahöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson hlaut einróma lof fyrir sína síðustu bók, Sakramentið, sem fór í efstu sæti metsölulista. Í Innflytjandanum sýnir hann allar sínar bestu hliðar og í stórbrotinni sögu sem kemur á óvart.
Olaf Olafsson was born in Reykjavik, Iceland in 1962. He studied physics as a Wien Scholar at Brandeis University. He is the author of three previous novels, The Journey Home, Absolution and Walking Into the Night, and a story collection, Valentines. His books have been published to critical acclaim in more than twenty languages. He is the recipient of the O. Henry Award and the Icelandic Literary Award, was shortlisted for the Frank O’Connor Prize, and has twice been nominated for the IMPAC Award. He is the Executive Vice President of Time Warner and he lives in New York City with his wife and three children. http://www.facebook.com/olafsson.author
Ólafur er einstaklega vel máli farinn og gagnorður í lýsingum sínum. Það er helsta prýði bóka hans. Furðulegt að búa yfir svona áhrifaríkum stíl sem er nokkuð spar í eðli sínu og laus við orðagjálfur en samt nefna oftar en einu sinni orðrétt að einhver skyndibitakeðja sé skráð á hlutabréfamarkað.
Höfundur er bjánalega var um sig í allri umræðu um fordóma í garð annarra; sem er furðulegt því bókin fjallar einmitt um það. Í hvert sinn sem heimóttarleg fáviska fær hljómgrunn frá einhverri aukapersónunni þarf rödd höfundar að kveða hana í kútinn með yfirveguðum rökum. Til að gefa sögunni fleiri liti hefði verið kröftugra að láta það óátalið, frekar að láta framvindu sögunnar dæma slíka vitleysu eða eftirláta lesendum að fella slíka dóma.
SPOILER! Svo er auðvitað eitt mjög sérstakt. Hvarf ungrar stúlku skekur íslensku þjóðina en hefur, kannski óvænt, þjappað þjóðinni saman. Samkenndin er áþreifanlega og allir vilja leggja sitt af mörkum til a málið leysist. Hér um bil allur efniviðurinn minnir svo mikið á hvarfið og morðið á Birnu Brjánsdóttur að það er engin leið að komast að annarri niðurstöðu en að hvarf hennar sé fyrirmyndin. Framvindan og m.a.s. nöfn leikenda eru nánast þau sömu. Mér fannst þetta mjög sérstakt. Sérstaklega í ljósi þess hverjar málalyktir eru í þessari sögu hér. Það kom illa við mér. Svo velti ég því fyrir mér fyrir hvern sé verið að skrifa. Er verið að skrifa þennan hluta fyrir erlendan lesendahóp?
Afsakið þessar aðfinnslur. Að öllu öðru leyti þótti mér bókin góð og vel gerð þó svo kápan dugi ekki til hækkunar á einkunnagjöf. Ólafur er glúrinn í að lýsa þögullu depurð persóna sinna og hugarstríði þeirra. Það væri skemmtilegt ef aðalpersónurnar yrðu einhvern tímann örlítið breyskari og ekki alltaf svona vel af guði gerðar.
Bókin er fremur langdreginn og of mikið um endurtekningar. Það hafði óþægileg áhrif á mig hvað nýlegt sakamál var endurritað inn í sögunna af mikilli nákvæmni. Ritstíllinn er samt góður og lýsingarnar skemmtilegar en kannski einum of mikið um þær.
Ólafur náði mér ekki jafn vel í þessari bók og oft áður. Mér leiddist að lesa um sakamálið og þá rannsókn sem aðalpersónan tekur þàtt í þó svo að ég skilji að Ólafur vilji koma ákveðnum boðskap til skila. Mér fannst frábært að lesa um matargagnrýnandann og líf hans í NY, um vininn í duftkerinu og átökin við fjölskyldu Ómars. Ólafur er með einstakt lag á tungumálinu og hann klikkar ekki á því í þessari bók
Eins og skrifað eftir uppskrift, dass af þessu og hinu með góðum skammti af predikun eða tilraunum höfundar til að „fræða” lesandann eða amk koma sjónarmiðinu að. Innflytjandinn- íslenska konan í NY og arabísku karlarnir á Íslandi. Þáttur um matargerð, matargagnrýni og matarmenningu, þáttur um trúarbeagðafordóma, útlendingafordóma. Þáttur um undarlega stífar reglur um meðferð ösku eftir líkbrennslu á Íslandi. Samtímaþáttur- of mikil tenging við hvarf ungrar stúlku á Íslandi, of mikið hjakkað í því að öll þjóðin verði gagntekin af slíkri frétt. Of miki í frásagnarstíl og upptalningar, sakna betra flæðis, öflugri persónusköpunar og grípandi söguþráðar. Hðfundur hefur góð tök á íslensku máli en skortir öflugri jarðtengingu. Ég er hrifin af sagnfræðilegum skáldsögum en fann slíkt ekki hér.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Varð fyrir vonbrigðum með bókina. Lítið spennandi atburðarás. Höfundur notar greinilega mál Birnu Brjánsdóttur sem grunn í glæpamál sem endaði þó öðruvísi en maður átti von á. Áhugaverðustu Það fór mikið í taugarnar á mér hve illa prófarkalesin bókin er. Ég var hrifin af Ólafi Jóhanni hér áður fyrr en las hann svo ekki lengi. Las svo Sakramentið og var hrifin af þeirri bók en þessi kemst ekki nálægt henni.henni. Águgaverðust fannst mér í raun hliðarsaga aðalpersónunnar um hana sjálfa.
Nokkuð skemmtileg og nokkuð góð - en manni finnst eiginlega að Ólafur ætti að geta gert betur. Margar sögur, kannski of margar. Ekki farið nógu djúpt í margar þeirra. Og samtölin eru einfaldlega ekki að flæða nógu vel. En krítíkin á trúarbrögðin og hvernig allir eru fordómafullir eru fínar pælingar.
Þessi bók fjallar um íslenska konu/ekkju sem er búsett í New York. Hún er á óskilgreindum aldri en þó einhversstaðar að nálgast eftirlaunaaldur. Hún er matar gagnrýnandi sem starfar undir dulnefni og hafði misst manninn sinn mjög snögglega. Einn dag fær hún fregnir að því að besti vinur hennar er látinn og hún fær það verkefni að fara með duftkerið hans heim til Íslands til að dreifa öskunni á tilteknum stað. Það gengur ekki þrautarlaust fyrir sig og allt í einu er hún lent í hringiðu morðrannsóknar á Íslandi þar sem tengdadóttir systur hennar stjórnar málum. Bókin fer fram og aftur í tíma þar sem konan er að hugsa til baka til mannsins síns og vinar annarsvegar og vinnunnar hinsvegar.
Verð að segja að oft hafa bækur Ólaf Jóhanns verið betri en þessi. Það er eitthvað sem vantar inn í hana. Margar persónur sem mér finnst ekki hafa neinn tilgang, eru þarna svolítið til að fylla upp í söguna. Söguþráðurinn út um allt, hefði svo viljað hafa söguna tengda henni sjálfri, manninum hennar heitnum og vini og ævintýrum þeirra í New York en sleppa þessu morði og miðju moði sem verður svolítið í kringum það.
Gagnrýnendur töluðum um það fyrir jólin að Ólafur Jóhann skrifaði of fallegt mál en það er það sem mér finnst skemmtilegast í þessu. Hann notar orðtök og orðasambönd sem maður heyrir ekki oft og maður skynjar á ritstílnum hvað hann hefur lagt sig mikið fram í að halda móðurmálinu sínu góðu þrátt fyrir að hafa búið og starfað í um 30 ár í Bandaríkjunum.
Bókin er fín, ég las hana fljótt og vel þrátt fyrir að vera næstum 400 blaðsíður en það stendur ekkert voðalega mikið eftir. Góð afþreying og fallegt ritmál – ágætis flugvéla og sumarbústaðabók :-)
Margar litlar sögur tengdar sömu manneskju en það er svo ótrúlegt að eiginlega engin þeirra fer með mann á virkilega áhugaverða staði. Mér fannst í raun lítið að fá úr þessari bók. Smá hugleiðingar um kynþætti og trú sem eru lítið meira en grunnar og í besta falli smá áhugaverðar. Mér fannst þetta eiginlega bara ekki skemmtileg bók og mæli ekki með henni. Hefði þurft meiri ritstýringu því hún hjakkast eiginelga of lengi í flestum hjólförum.
Finnst alltaf gaman að lesa bækurnar eftir Ólaf, hann fer vel með tungumálið. Hins vegar þá fannst mér sagan ekki ná mér alveg nógu vel, eilítið ruglingslegur söguþráður og ekki nógu mikil tenging í persónum og sögunni
Vel skrifaður texti að vanda og áhugaverðar hugleiðingar um sambönd fólks, hvernig við metum okkur sjálf og aðra, hvað drífur áfram samfélög, sameinar þau og aðgreinir. Skemmtileg tilbreyting að lesa um hinn hefðbundna brottflutta íslennding staðsettan í íslenskum samtíma.
Ágætis afþreying en söguþráðurinn er ansi þunnur í þessari bók. Mér finnst Ólafur Jóhann alla jafna skrifa góðar bækur. Þessi er ein sísta sem ég hef lesið eftir hann.
Mér lá mjög á að komast að hver væri morðinginn og allar New York krúsídúllurnar þvældust fyrst fyrir en svo fór ég að njóta lýsinganna. Vinurinn í krukkunni og það. Fín bók.