Jump to ratings and reviews
Rate this book

Útlagamorðin

Rate this book
Ungur maður, óþekktur, finnst látinn í húsagarði í litlum bæ úti á landi. Nýstofnuð morðrannsóknardeild lögreglunnar fer þegar á staðinn en er vandi á höndum. Bærinn er sneisafullur af erlendum ferðamönnum og skemmtigarður nýopnaður, kattamorðingi gengur laus, tvær systur virðast ráða öllu sem máli skiptir - og ein úr lögregluliðinu á miður góðar minningar úr þessum smábæ.
Útlagamorðin er vönduð glæpasaga þar sem Ármann Jakobsson prófessor í miðaldabókmenntum sýnir á sér algjörlega nýja hlið. Hér skrifar hann ekki um víg í Íslendingasögum heldur glæpi í nútímanum í launfyndnum en hörkuspennandi reyfara.

328 pages, Hardcover

Published November 10, 2018

3 people are currently reading
17 people want to read

About the author

Ármann Jakobsson

57 books33 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
4 (3%)
4 stars
31 (25%)
3 stars
68 (54%)
2 stars
17 (13%)
1 star
4 (3%)
Displaying 1 - 14 of 14 reviews
Profile Image for Thordur.
338 reviews5 followers
January 20, 2023
Ágætis afþreying og heldur manni vel við efnið. Hún nær því samt aldrei að verða eitthvað þrususpennandi eins og maður geti alls ekki látið hana frá sér. Kannski frekar að hún sé svona jafnt yfir heildina. Þú lest þetta á kvöldin og svo ertu ekkert að hugsa um bókina þess á milli.
Profile Image for Andrea Ævarsdóttir.
6 reviews1 follower
October 19, 2020
Mér fannst svo kjánalegt að lesa um "Reyki" þegar allar staðarlýsingar öskruðu Hveragerði. Það komu líka augnablik þar sem mér fannst skína í gegn að höfundurinn eigi ekki í samskiptum við mikið af nýbúum og ennþá síður við ungt fólk!
12 reviews
November 19, 2020
Hér kynnist maður lögreglumönnunum Bjarna, Katrínu og fleirum. Persónurnar vekja áhuga og maður skynjar að þarna er meira á bakvið sem maður á eftir að kynnast síðar (vonandi). Fléttan fín og skemmtilegt hvernig íslenskt þorp er sett fram með samskiptum, gróusögum og fleira. Skemmtileg lesning með áhugaverðum persónum og söguþræði.
Profile Image for Unnur Lárusdóttir.
201 reviews7 followers
April 18, 2021
Góð glæpasaga. Íslenskufræðingurinn Ármann skipar sér hér jafnvel á bekk með þeim Arnaldi, Ragnari og Yrsu. Húmor í textanum, helstu karakterar áhugaverðir og Hvergerði mun skipa annan sess í hugum lesenda hér eftir.
Profile Image for Inga Hrund Gunnarsdóttir.
124 reviews8 followers
January 13, 2020
Ég les sjaldan sakamálasögur. Þessi er ágætlega skrifuð en of löng, ég var farin að skima yfir síðurnar eftir miðja bók.
Profile Image for Magnús.
134 reviews2 followers
April 8, 2021
Ágætur reyfari! Sagan er spennandi og vel skrifuð. Skemmtileg karaktersköpun og áhugaverðar persónur sem dúkka upp kollinum sem ég geri ráð fyrir að muni koma fram í næstu sögum sem á eftir fylgja. Höfundur skapar sér ákveðið frelsi með því að skálda upp þorpið þar sem sagan á sér stað, þó fyrirmyndin í raunveruleikanum sé nokkuð ljós. Mér finnst þetta skemmtileg tilbreyting frá öðrum íslenskum glæpasögum, það er áhugavert að velta fyrir sér fyrirmyndum að persónum og staðháttum.
Kaldhæðinn húmor setur svip á frásögnina, samtölin eru mjög vel skrifuð. Ég held ég vindi mér beint í næstu bók, það er nauðsynlegt að hafa eins og einn krimma í gangi til að lesa sig í gegnum.
16 reviews24 followers
June 4, 2020
Vel skrifuð og skemmtileg. Maður dettur alveg inn í heim bókarinnar.
Bókin fjallar eiginlega meira um samfélagið þar sem sagan á sér stað heldur en viðburðina sem stýra sögunni.
Góð bók sem ég stóð mig að því að hugsa um mörgum dögum eftir að lestri lauk.
Profile Image for Helga Þórsdóttir.
97 reviews1 follower
January 11, 2025
🎧 þrælaði mér í gegnum þessa… byrjaði vel og lofaði góðu en svo náði hún ekki að halda mér… þrjóskaðist samt við og kláraði, en með hálfum hug 🙈 ruglingslega skrifuð, samtöl ótrúverðug EN hugmyndin er góð!
Profile Image for Kristjana Atladóttir.
84 reviews
January 24, 2021
Fléttan er skemmtileg en bókin náði bara ekki tök á mér. Það vantar eitthvað... Can't put my finger on it.
141 reviews
January 31, 2021
Spennandi saga um fjöldamorðingja. Vel skrifuð og lögguteymið alveg í lagi þó þetta sé íslensk saga sem gerist á Íslandi, Reykjum/Hveragerði.
Profile Image for Bryndís Gunnarsdóttir.
260 reviews7 followers
June 27, 2023
Fín bók, flott flétta og skemmtilegar persónur. Kom mér á óvart, hafði ekkert heyrt um Ármann sem glæpasagnahöfund.
Displaying 1 - 14 of 14 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.