Manneskjusaga er skáldævisaga, byggð á raunverulegum atburðum um lífshlaup konu sem elst upp við ást og umhyggju en finnur aldrei sinn samastað í lífinu. Björg er ellefu ára þegar hún herðir sig upp í að fá staðfestingu foreldra sinna á orðrómnum sem hefur borist henni: að hún sé platbarn, að mamma og pabbi séu ekki alvöru foreldrar hennar. Mitt í skelfingunni yfir þessari uppgötvun vaknar sú hugmynd að þarna hljóti að vera komin ástæðan fyrir því að henni finnist hún hvergi passa inn. Eftir mikið suð tekst henni að telja foreldra sína, sem hafa ætíð elskað hana sem sína eigin, á að leyfa henni að verja sumri hjá blóðföður sínum og aldraðri móður hans. Það sumar verður ekki til þess að Björgu líði betur í eigin skinni.
Fæst bæði hardcover og kilja. Einnig sem hljóðbók í upplestri Margrétar Örnólfsdóttur.
Steinunn Ásmundsdóttir, rithöfundur, ljóðskáld og blaðamaður, fæddist árið 1966 í Reykjavík. Heimshornaflakk, ritstörf, blaðamennska, starf að náttúruvernd og landvarsla voru helstu viðfangsefni hennar fram undir þrítugsaldurinn. Á árabilinu 1989 til 1996 sendi hún frá sér þrjár ljóðabækur. Árið 1996 kom Steinunn heim eftir búsetu í Þýskalandi og flutti til Egilsstaða, þar sem hún bjó í ríflega tvo áratugi, stofnaði fjölskyldu og starfaði lengst af sem blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins og síðar sem ritstjóri héraðsfréttablaðsins Austurgluggans og fréttavefs Austurfréttar. Hún lagði svo blaðamennsku á hilluna að sinni og einbeitti sér þess í stað að eigin skapandi skrifum á ný. Árið 2016 opnaði hún hugverkavef sinn YRKIR.is þar sem bróðurpartur eldri verka hennar er birtur. Síðan hafa komið út þrjár ljóðabækur, 2017, 2018 og 2019, sannsaga (e. creative nonfiction) 2018 og skáldsaga 2022. Von er á nýrri ljóðabók frá Steinunni um mitt ár 2023. Dimma gefur út. Steinunn settist að nýju að í Reykjavík árið 2019. Hún er móðir tveggja ungmenna, starfar sem blaðamaður og hefur verið félagi í Rithöfundasambandi Íslands frá 1992. . Steinunn Ásmundsdóttir writer, poet & journalist was born in 1966 in Reykjavik, Iceland. The years between 1984 and 1996 were mostly dedicated to writing poetry, journalism, nature conservation/rangering and globetrotting. She moved to East Iceland in 1996 to be closer to nature, founded a family and lived in the east for over twenty years. In East Iceland she worked as a journalist and photographer for the newspaper Morgunblaðið (www.mbl.is) for a decade and as an editor of the Austurglugginn (www.austurfrett.is) local weekly newspaper & web for several years. In this period she didn´t write but very little else than news, interviews and commentators. In 2011 she decided to put the brakes down; jump of the busy life ,hamster-wheel´ and aim for a life that could be more introvert and observant, and to focus on writing her own literature again. In 2016 Steinunn established her own literature and publication website; http://www.yrkir.is. Yrkir (e. compose) includes over two hundred poems dated from 1980 till now, translations of her poetry mainly in English and Spanish, as well as novels, shortstories, articles, interviews and reflections. Since 2017, four books by Steinunn have been published, three books of poetry, 2017, 2018, 2019, and two novels, 2018 and 2022. Three books of poetry were published earlier, 1989, 1992 & 1996. A new book of poems is due for publication in 2023. She is currently working on a new novel. Steinunn now lives in Reykjavík, works as a journalist besides her writing and is the proud mother of two wonderful young people. Steinunn is a member of The Writers‘ Union of Iceland (www.rsi.is) since 1992, and Le Droit Humain (www.ledroithumain.is) since 2015. . WRITING . Ástarsaga (Love Story), fiction, 2022 . Í senn dropi og haf (Drop and ocean), poems, 2019 . Manneskjusaga (A Girls Tale), fiction, 2018 . Áratök tímans (Oars of time), poems, 2018 . Hin blíða angist (The gentle anguish), poems from Mexico, 2017 . http://www.yrkir.is website, published 2016, new version 2023 . Hús á heiðinni (House on the heath), poems from Thingvellir, 1996 . Dísyrði (Words of a fairy), poems, 1992 . Einleikur á regnboga (Rainbow solitaire), poems, 1989 . Poems, stories, interviews, commentators and articles in anthologies, magazines, newspapers and on the radio.
Hversu oft getur maður sagt að manni finnist bókin góð en samt verið dauðfegin þegar að hún endar? Líkt og Halldór Laxnes, hefur Steinunn náð að fanga sorg mannkynsinns og gera úr henni, sorglegann en þroskandi lestur.
Þessi bók er rosaleg. Hún einhvern veginn kastar manni inn í líf manneskju sem er fórnarlamb aðstæðnanna og maður fylgir henni í rússíbananum. Greyið Björg á eiginlega aldrei séns. Hún var örugglega fædd með áfengisfóstraheilkenni (heitr það það ekki?) og hefði því þurft að fá miklu meiri stuðning og aðhald en í staðinn er bara litið á hana sem óþekka og skrítna og í raun snúa flestir við henni bakinu þótt foreldrarnir reyni sitt besta. Og ekki nóg með það; einhvern veginn gefur kerfið henni aldrei séns. Það er aldrei tekið á því sem gerist þegar hún er fjórtán ára (eða upp aftur og aftur eftir það) og þegar hún virðist vera komin á þokkalega beina braut er henni í raun ekki veittur sá stuðningur sem hún hefði getað nýtt sér heldur er fótunum eiginlega sparkað undan henni. Steinunn kemur þessari sögu gríðarlega vel til skila á mjög knappan en skilmerkilegan hátt og nær ekki bara að lýsa fyrir okkur lífi Bjargar heldur einnig lífi aðstandenda. Ég mæli með þessari bók við alla.