· Tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 · Tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2019 · Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í barna- og ungmennaflokki 2018.
Er hægt að smitast af löngu útdauðri drepsótt? Og hverjar væru þá líkurnar á að lifa af? Hópur ungmenna endar í sumarvinnu úti á landi þótt þau hafi ekki sóst eftir henni. Fyrir röð tilviljana, að því er virðist, eru nokkur þeirra valin til að sinna verkefni við niðurníddan hálendisskála en þegar þangað er komið gerir eitthvað skuggalegt vart við sig. Fyrr en varir þurfa þau að berjast fyrir lífi sínu og umfram allt halda í vonina. Rotturnar er þriðja bók Ragnheiðar Eyjólfsdóttur en sú fyrsta, Arftakinn, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2015 og Bóksalaverðlaunin í flokki ungmennabóka og framhaldið, Undirheimar, fékk Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017.
Flott ungmennasaga. Ragnheiður hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir sögur sínar og bregst ekki bogalistin í þessari. Hópur unglinga er sendur í vinnuferð á afskekktan stað en þau enda sem tilraunarottur á leynilegri rannsóknarstofu. Brátt kemur líka í ljós að hvert og eitt þeirra var valið sérstaklega með löngum fyrirvara og óvíst hvort nokkuð á afturkvæmt.
Skemmtileg og spennandi saga fyrir krakka á aldrinum 12+ myndi ég segja. Kemur að mikilvægum málefnum eins og alkóhólisma og kynferðisáreitni og getur verið góð byrjun á umræðum.