☆ 4 stjörnur ☆
Ég elska sögupersónurnar í Eddu-mál bókunum. Edda er svo frábær og Viktor er algjört æði. Ég var þó nokkuð hissa hvað bókin var gróf (morð, sjálfsmorð, slys þar sem lítið barn deyr, áfall o.s.f). Einhver nefndi að þessi bók væri svona kósý krimma bók og ég er alveg sammála því. Það er góð blanda af spennu og húmor í henni.