Síðasta bindið í Sextíu kílóa sögu Hallgríms Helgasonar um síldarævintýrið á Segulfirði og fylgifiska þess.
Þegar söguhetjunni Gesti Eilífssyni berst óvænt sendibréf leggur hann upp í langferð. Í Ameríku kynnist hann nýjum og framandi heimi en líka áður ókunnum hliðum á sjálfum sér. Á meðan breytist allt í firðinum hans heima. Nýjar persónur og hugmyndir ganga á land og úr verður áratugur harðvítugrar stéttabaráttu.
Hallgrímur Helgason er listamaður á heimsmælikvarða sem hefur látið til sín taka sem rithöfundur, þýðandi og myndlistarmaður. Skáldsögur hans hafa komið út víða erlendis, verið kvikmyndaðar og settar á svið. Hallgrímur hefur hlotið ófáar viðurkenningar á höfundaferlinum. Hann var sæmdur Heiðursorðu Frakka fyrir framlag sitt til lista og bókmennta, hefur þrisvar verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og fengið Íslensku þýðingarverðlaunin, Íslensku hljóðbókaverðlaunin auk Grímuverðlauna fyrir leikrit ársins. Íslensku bókmenntaverðlaunin hefur hann hlotið þrisvar sinnum, fyrir Höfund Íslands, Sextíu kíló af sólskini og Sextíu kíló af kjaftshöggum.
Hallgrímur Helgason is an Icelandic author, painter, translator, cartoonist and essayist. He has studied at the School of Visual Arts and Crafts in Reykjavík and the Academy of Fine Arts in Munich.
His most famous works are 101 Reykjavík, which was made into a popular film, and Höfundur Íslands (Iceland's Author), which won the Icelandic Literary Prize in 2001. He was nominated for the prize again in 2005 for the novel Rokland (Stormland), along with the Nordic Council's Literature Prize for 101 Reykjavík and Rokland.
Þríleikurinn er algjört meistarverk sem lesendur munu kjammsa á lengi, lengi. Í endurminningunni finnst mér fyrsta bindið best, því harmurinn þar er svo nístandi. Nýjasta bindinu er eftir sem áður skipt í þrjár bækur og fyrsta "bókin" er því sú sjöunda og gerist hún í Vesturheimi og er sennilega hraðasta bók alls bálksins - og ein af þeim betri. Ég verð að viðurkenna að fyrirfram óttaðis ég pínu að ég hefði úthald í þetta bindi og myndi missa dampinn í lestri, en það var alls ekki þannig, hélt fullum fókus allan tímann og naut þess að lesa allan tímann. Að vísu lét ég það aðeins fara í taugarnar á mér þegar bókin varð smá 'meta' og skáldið vísaði í fyrri verk flokksins (nefndi hvernig ein bókin hófst í þoku eða að karakterf hafi burðast með eitthvað í x margar blaðsíður) SPOILER SPOILER "Hvað varð um Eilíf Guðmundsson?" er spurt á bakhliðinni. Ég hafði ekki leitt hugann að því að hann væri Guðmundsson, en auðvitað var hann það allan tímann. Minnir mig á annað nafn. Það er mjög áhugavert hvernig höfundur bindur ömurlega persónulega reynslu inn í verkið seint í bókinni. Bæði hverju hann lenti í og svo aftur hvernig fjölmiðill gerir lítið úr reynslunni fyrir allra augum. Átakanlegt alveg hreint og ég hef ekki orðið var við neina umræðu um þetta en hliðstæðurnar stara í augun á manni.
Einhvers staðar hafði ég heyrt að þessi síðasta bók þríleiksins bæri af hinum tveim en ég er nú ekki sammála því. Mér fannst þessar tvær fyrri frábærar en það vantaði einhvern neista í þennan. Hún náði að mínu mati ekki sama flugi og kannski var það vegna þess að saga Gests varð einhvern veginn losaralegri. En kannski litaði það alla upplifun mína að ég var mjög ósátt við það hvernig farið var með tungumál Vesturfaranna. Ég hef tekið viðtöl við fjölda þriðju og fjórðu kynslóðar Vestur-Íslendinga og enginn þeirra ruglar málinu á þann hátt sem Hallgrímur lætur þarna þrjá fyrstu Vestur-Íslendingana sem koma við sögu tala - og þó voru held ég alla vega tveir þeirra af fyrstu kynslóð. Almennt fannst mér líka sagan vestra ekki ná því flugi sem hún hefði getað náð miðað við hvað menningin þar er stórkostleg.
Þessi bók er einhver besta bók sem ég hef lesið... og eru þær orðnar þónokkrar.
Ofan á það þá er hún alveg frábær lokahnykkur á þetta stórvirki hans Hallgríms, sem eru þessar þrjár sextíu kílóa bækur.
Hér er skrifað á einhverju nýju leveli sem ég hef hvergi séð annarstaðar. Hvorki fyrr og maður efast um síðar, hvorki innlennt né erlent.
Maður er hálf tregafullur eftir að hafa klárað þessa vitandi að maður eigi ekki eftir að upplifa aftur að lesa meira um sögu Segulfjarðar og Gests í fyrsta sinn.
Get ekki hugsað nógu hlýlega til Hallgríms fyrir að hafa skrifað þessar bækur um hann Gest. Svo mikill fróðleikur í bland við skáldskapinn sem gefur okkur raunsæa innsýn í lífið á Sigló á síldarárunum. Fullt af þjóðsögum og sönnum sögum af Tröllaskaga sem fléttast inn í frásögnina og eftir að hafa tékkað af allskonar hluti er ég löngu farin að treysta höfundi. Í þessari lokasögu fáum við auk þess að fara með til Ameríku sem var mjög skemmtileg en að sama skapi var mun meira af pólitík en fyrri tveimur og nokkrir kaflar sem mér fannst kannski full langir. Á heildina litið þó algjört meistaraverk. Takk fyrir mig!
Skyldulesning fyrir alla Íslendinga!! þvílík meistaraverk sem þessi þríleikur er og það sem þessar bækur hafa auðgað og dýpkað mig og minn skilning á þeim veiku stoðum sem íslenskt samfélag sprettur upp af og okkar menningararfi. Aftur á móti hélt seinni helmingur síðustu bókar mér ekki alveg jafn fast við efnið en það er aukaatriði.
Þriðja og síðasta bókin í sögunni um Segulfjörð. Í fyrsta hluta bókarinnar fer Gestur Eilífsson til Ameríku að leita föður síns en bróðurpartur sögunnar gerist samt á Segulfirði. Nú tekur við tími kreppunnar og verkalýðsbaráttu og Gestur þarf að finna sér stað í þessu umhverfi eftir að hann kemur til baka frá Ameríku. Mér fannst þessi bók góð en hún hélt mér ekki á sama hátt og fyrri bækurnar tvær. Hún var líka dálítð löng. Ég mæli samt með þessum bókaflokki og finnst þetta það besta sem Hallgrímur hefur skrifað af því sem ég hef lesið.