Jump to ratings and reviews
Rate this book

Mandla

Rate this book
Mandla er spennuþrungin og úthugsuð hrollvekja um ógnirnar sem steðja að okkur, bæði innan líkamans og utan hans. Hún sver sig í ætt við fyrri nóvellur Hildar Knútsdóttur, Myrkrið milli stjarnanna og Urðarhvarf.

Þegar grindhoruð steingrá læða gerir sig heimakomna á hjúkrunarheimili tekur öldrunarlæknirinn Eva henni fagnandi. Hún veit að rannsóknir sýna að gæludýr hafa góð áhrif á vistmenn slíkra stofnana og berst fyrir því að kötturinn fái að vera um kyrrt. En fljótlega tekur hún eftir því að allir sem læðan Mandla tekur ástfóstri við látast skömmu síðar, jafnvel þótt þeir hafi verið við góða heilsu örfáum dögum áður. Getur verið að kötturinn geti spáð fyrir um andlát fólks? Og verður Mandla bústnari og sældarlegri í hvert sinn sem heimilismaður er fluttur í líkhúsið?

87 pages, Kindle Edition

First published March 12, 2024

3 people are currently reading
64 people want to read

About the author

Hildur Knútsdóttir

25 books280 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
52 (28%)
4 stars
85 (45%)
3 stars
41 (22%)
2 stars
6 (3%)
1 star
1 (<1%)
Displaying 1 - 25 of 25 reviews
Profile Image for Elísa Rún.
102 reviews3 followers
October 23, 2024
Omg ég hef svo mikið að segja en veit ekki hvar skal byrja? ELSKA ritstílinn hennar Hildar, hvernig hún heldur manni allan tímann við lesturinn og fær mann svo til að vilja meira!
Elska kisur og hrollvekjur, Mandla er fullkomin blanda af því 🫶🏼
Profile Image for Atlas.
193 reviews4 followers
October 1, 2024
Ef ég gæti gefið 6 stjörnur þá myndi Mandla fá þær. Prósinn er stórfenglegur eins og í hinum nóvellum Hildar, lýsingarnar eru nákvæmar og einfaldar en samt svo fallegar. Mér fannst rosalega athyglisvert að lesa um lækni sem sérhæfir sig í umönnun aldraðra og hvernig hún tekst á við dauðann, sérstaklega þar sem hún er sjálf með svo mikinn heilsukvíða. Ég elska líka hvernig Hildur nær að kommenta á kvenfyrirlitningu og hversu normalíseruð hún er, eins og með muninn á því hvernig Eva talar við aðstandendur vs hvernig Þorgrímur talar við þá.
Hryllingurinn hérna var líka tvíþættur, annars vegar kötturinn Mandla og hins vegar eltihrellir Evu. Óttinn hennar Evu er svo vel fangaður á svo stuttum tíma og athygli beint á það hve illa kerfið er sett upp fyrir þolendur eltihrella.
Profile Image for Guðrún Gunnarsdóttir.
197 reviews5 followers
October 24, 2024
Omægad! Var svo föst inní bókinni, gat ekki lagt hana frá mer! Held að mer þykir þessi lika mest scary af nóvellum Hildar, hjartað hamaðist alveg svolítið í þessari… tengi lika rosa mikið við Evu heh😅
Profile Image for amanda.
131 reviews21 followers
October 24, 2024
Frábær bók! Ég elska hvernig Hildur nýtir sér skilningarvitin og líkamann til að skapa óhugnað. Svo eru eltihrellar bara svo ótrúlega óhuggulegir.
Profile Image for helena.
66 reviews
September 21, 2024
þessi bók nær svo vel að fanga andrúmsloftið sem myndast inná hjúkrunarheimili og er bara mjög góð haust lesning:)
Profile Image for Elín Gunnlaugsdóttir.
95 reviews3 followers
April 20, 2024
Góð bók. Kennir okkur að kettir geta verið viðsjárverðir og sömuleiðis mannfólkið. Óttinn nagar sálina og lætur okkur gera órökrétta hluti og jafnvel slæma. Ég er yfirleitt ekki mikið fyrir hrollvekjur Hildar eru ekki svo fjarri raunveruleikanum og það er það sem gerir þær góðar.
Profile Image for Svava Ólafsdóttir.
62 reviews1 follower
December 16, 2024
Er nú ekki mikið fyrir hrollvekjur en þessi er þrusugóð. Auðvelt að lesa og auðveld að skilja.
Profile Image for Frimann Gudmundsson.
259 reviews2 followers
November 13, 2024
Óhugnanleg vegferð sem við fylgjum Evu á í þessari bók. Kötturinn Mandla fer að sækja í að vera nálægt íbúum dvalarheimilisins sem hrakar skyndilega, ætli það hafi byrjað fyrir eða eftir að kötturinn mætir.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Unnursvana.
362 reviews28 followers
December 28, 2024
sagan er stutt en þétt og nær að fanga andrúmsloftið vel og byggja hægt og rólega upp spennu svo erfitt er að láta bókina frá sér. Það er flottur stíll yfir henni og hryllingurinn svolítið sálfræðilegur og áhugaverður. Mér fannst sagan þó bara enda of skyndilega og hefði alveg viljað fá ögn meira.
Profile Image for Ásta Melitta.
295 reviews2 followers
August 18, 2025
Þetta er stutt saga sem er kynnt sem hrollvekja. Eva er öldrunarlæknir á hjúkrunarheimili þar sem köttur gerir sig heimakomna. Eva tekur eftir að þeir sem kötturinn laðast að deyja fljótlega eftir það. Er það tilviljun? Eva á einnig við persónuleg vandamál að stríða, sem hafa áhrif á líf hennar.
Þetta var vel skrifuð og spennandi saga sem ég las á einum degi en fannst reyndar að það hefði mátt gera aðeins meira með endinn.
4,5 stjörnur.
Profile Image for Doddi Jonsson.
4 reviews
April 29, 2024
Vel skrifuð og aðalpersónan er svo lifandi í huganum hjá mér. En bókin var öðruvísi en ég bjóst við... hefði þurft aukasetningu í bakkáputexta til að vera betur undirbúinn.
Profile Image for Elísabet Cecchini.
7 reviews
October 21, 2024
Svo skemmtileg bók. Mér fannst endirinn vera einum of fljótur fyrir minn smekk, þótt ég skilji svo sem ástæðuna fyrir því en að máli loknu gef ég bólinu fjórar stjörnur.
Profile Image for Aðalbjörg Bragadóttir.
42 reviews
November 21, 2024
Ætlaði bara rétt að sjá hvernig hún byrjaði en las í staðinn alla bókina í einum rykk! Magnað andrúmsloft í þessari nóvellu, hún er ekki fullkomin en algjörlega lestrarins virði.
Profile Image for Signy Valgardsdottir.
64 reviews2 followers
February 24, 2025
Mjög spennandi örlestur. Hlustaði á bókina og var auðveldlega húkkt á atburðarásinni. Fyrsta sem ég les eftir Hildi og þarf að kíkja á fleiri
Displaying 1 - 25 of 25 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.