Þar sem ég elskaði Dórubækurnar hennar svo mikið var ég ekki eins viss um að ég myndi elska þessa bók (bækur). Þar hafði ég algjörlega rangt fyrir mér.
Þessi bók gerði það að verkum að ég grét og brosti og allt þar á milli. Ég náði að tengjast Þóru einstaklega vel og skildi hina karakterana að mestu leyti vel... nema kannski Dísu. Þegar að ég kláraði þessa fór ég strax og náði í næstu bók. Það segir í rauninni allt sem segja þarf.