Skáldatími hefst á frásögn Halldórs af vist hans í klaustri í Lúxemborg þegar hann var um tvítugt. Hann greinir meðal annars frá ritun Vefarans mikla frá Kasmír, dvöl sinni í Ameríku í lok þriðja áratugarins, segir þætti úr ævi Sjálfstæðs fólks og ritar um upphaf Heimsljóss. Mikill hluti bókarinnar fer hins vegar í lýsingar Halldórs á ferðum hans um Sovétríkin á fjórða áratugnum og uppgjör hans við kommúnismann. Þar er meðal annars að finna frásögn hans af því þegar Vera Hertsch var handtekin í Moskvu að honum viðstöddum. Hún hafði þá eignast barn með íslenskum námsmanni, Benjamín H.J. Eiríkssyni.
Born Halldór Guðjónsson, he adopted the surname Laxness in honour of Laxnes in Mosfellssveit where he grew up, his family having moved from Reyjavík in 1905. He published his first novel at the age of only 17, the beginning of a long literary career of more than 60 books, including novels, short stories, poetry, and plays. Confirmed a Catholic in 1923, he later moved away from religion and for a long time was sympathetic to Communist politics, which is evident in his novels World Light and Independent People. In 1955 he was awarded the Nobel Prize for Literature.
Það er erfitt að dæma bækur sem eru skrifaðar við allt aðrar aðstæður, að ekki sé talað um þegar höfundur skrifar sjálfur um löngu liðinn tíma í hans lífi. Ég hef örugglega byrjað að lesa Skáldatima nokkrum sinnum en alltaf lagt hana frá mér hálf lesna. Núna ákvað ég að klára bókina.
Hún er auðvitað helst þekkt vegna uppgjörs höfundar við fortíð sína og skoðanir gagnvart Sovétríkjunum sálugu, einkum Stalinstímanum. Það setur sitt mark á þetta uppgjör að hann er að fjalla um árin uppúr 1930 þremur áratugum seinna. Að einhverju leyti er þetta uppgjör byggt á skrifum hans sjálfs á þessum tíma. Það er athyglisvert að hann fordæmir Stalíntímann algjörlega og kommúnismann að vissu marki en sósíalisminn fær blíðari meðferð, alla vega á þessum tíma sem hann skrifar Skáldatíma. Ég verð að viðurkenna að mér finnst svolítill holur hljómur í þessu uppgjöri, hvað sem síðar varð.
Það er síðan fróðlegt að lesa aðra þætti bókarinnar, bæði um dvöl hans í Bndaríkjunum og dvölina í klaustrinu. Á heildina litið finnst mér bókin sveiflast á milli 3ja og 4ra stjarna, gef henni 3 stjörnur.