Snorrabúð var stekkur á fyrri hluta 19. aldar þegar þessi saga gerist. Páll Þorláksson var þá prestur í Þingvallasókn. Hann þykist sjá að ekki sé allt samkvæmt kristilegum skikk á bænum Skógarkoti þar sem Kristján Magnússon fer með húsbóndavald. Ljóst þykir að eiginkona Magnúsar getur ekki verið móðir allra þeirra barna sem hann feðrar í sínum ranni. Hefjast út af þessu nokkrar væringar milli hins knáa kotbónda og Þingvallaklerka og má hið geistlega vald sín lengi vel næsta lítils í þeim viðskiptum. Úr þessum efnivið hefur Björn Th. Björnsson sett saman bráðskemmtilega og listilega fléttaða skáldsögu með ógleymanlegum persónum og í þeim seiðandi stíl sem lesendur þekkja úr fyrri bókum hans. Í meðförum Björns birtast Þingvellir lesendum á nýjan og óvæntan hátt og sagan veitir innsýn í fjölskrúðugt mannlíf á þessum harðbýla stað áður en um hann sveipaðist helgi sjálfstæðisbaráttunnar.
Björn had a long career as an art-historian, teacher and writer, and sent forward numerous books on art-history as well as novels and essays. He has written numerous articles for Icelandic and foreign magazines and journals and done documentaries on cultural matters and history for radio and television. Björn's first novel, Virkisvetur(Fort's Winter) was published in 1959 and received first prize in a competition held by Iceland's Educational Board. His historical novels continue to be very popular in Iceland, and his books on Icelandic and foreign art-history are also widely read.
Lítil saga frá mesta niðurlægingartímabili Þingvalla, ekkert Alþingi á staðnum, allt brotið og vanrækt. Björn Th. var eindæma orðfær og mikill stílisti en á hér stundum erfitt með að temja færni sína, þannig að lesturinn verður stirður á köflum.