Þessi bók er skrifuð fyrir konur ekki karlmenn. Ég las hana samt, og þrátt fyrir að orðfæri benti eindregið til þess að bókin væri ekki handa mér. Eftirá séð þá er ég bara sáttur við að hafa lesið þessa bók og þá útfrá ýmsum forsendum. Ein er sú að það er allt eins mikilvægt fyrir okkur strákana að nálgast hugarheim kvenna. Svo er það hitt að Edda Falak hefur greinilega ekki verið elskuð af öllum og beinlínis fengið á sig alls konar skítkast. Hvernig hugsar Edda Falak og hvað er það sem drífur hana áfram? Maður kynnist því í þessari bók sem tekur ekki nema klukkutíma að lesa, er frekar stutt og fljótlesin með fullt af stórum stöfum og iðulega fáar línur á hverri blaðsíðu.