Jump to ratings and reviews
Rate this book

Þegar fennir í sporin

Rate this book
Þegar Róbert fær beiðni um að snúa aftur til Íslands frá Þýskalandi eftir fjörutíu og fjögur ár til að jarðsyngja æskuvinkonu sína Örnu neyðist hann til að horfast í augu við fortíðina og leyndarmálin sem ekki hafa þolað dagsins ljós. Uppgjör þeirra mála verður smátt og smátt óumflýjanlegt. Er rétt að rekja spor sín aftur þegar fennt hefur í þau?

240 pages, Hardcover

First published January 1, 2021

4 people are currently reading
67 people want to read

About the author

Steindór Ívarsson

8 books19 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
98 (30%)
4 stars
145 (45%)
3 stars
67 (21%)
2 stars
7 (2%)
1 star
1 (<1%)
Displaying 1 - 24 of 24 reviews
Profile Image for Unnur María Sólmundsdóttir.
107 reviews
February 13, 2023
Bara yndisleg bók sem fjallar um ástina, vináttuna og lífið sem er stútfullt af endalausum ákvörðunum sem allar eru réttar á því augnabliki sem þær eru teknar - og rangt að gangrýna áratugum síðar. Hálfþýskur kaþólskur prestur uppalinn á Íslandi en fór ungur til Þýskalands að sinna preststörfum snýr heim eftir 44 ár til að jarða æskuvinkonu sína. Söguþráður er að hluta byggður á sendibréfum milli þeirra og því mikið um tímaflakk en samt rennur sagan áfram áreynslulaust. Þrátt fyrir nokkur rólegheit er margt sem kemur á óvart og ljóst að ALLIR búa yfir leyndarmálum. Bókin hélt mér allt til síðustu síðu og mæli algjörlega með henni!
Profile Image for Berglind Steinsdóttir.
68 reviews2 followers
Read
December 11, 2022
Hljóðlát en ansi mögnuð bók. Best fannst mér að höfundur var ekkert að ofútskýra hlutina heldur leyfði lesendum að uppgötva aðalastriðin smátt og smátt. Og eiginlega fannst mér endirinn ná að koma mér ögn á óvart.

Mér fannst samt ergilegt að frágangurinn á bókinni versnaði til muna um miðja bók. Hún hefði grætt svo mikið á einum góðum yfirlestri í lokin, hefði ekki þurft nema einn dag til að bæta praktísk atriði til muna.
Profile Image for Sara Hlín.
466 reviews
July 25, 2022
Um íslenskan mann sem fer utan ungur og gerist kaþólskur prestur. Sagan gerist þegar hann kemur til Íslands sem gamall maður til að kveðja æskuvinkonu sína og fer í huganum yfir farinn veg. Hugljúf og vel skrifuð.
Profile Image for Anna Kristín.
513 reviews5 followers
October 28, 2023
3,5 Alveg ágæt en fékk smá hláturskast í lokin og varð að taka mér pásu. Þetta var það eina sem vantaði og svo bara vantaði það ekki neitt. Hefði líklegast gefið henni 4 ef bókin hefði bara klárast í flugvélinni á leiðinni út.
Profile Image for Elín Gunnlaugsdóttir.
101 reviews3 followers
April 17, 2025
Vel skrifuð bók um eilífa ást. Það eru oft nokkuð skemmtilegar vendingar í bókinni sem breyta sjónarhorninu og gera hana þannig skemmtilega aflestrar. Höfundi liggur samt að mínu mati of mikið á hjarta, það er eins og hann vilji taka á öllum vandamálum samtímans í einni bók.
Profile Image for Kollster.
434 reviews17 followers
June 3, 2022
Algjör perla þessi bók!
Mikið vona ég að þessi höfundur haldi áfram að skrifa!
270 reviews
October 9, 2022
Saga um vináttu og ást. Svolítið hæg, mikið borðað, svolítið drukkið, messuferðir. En ágætis bók um ást sem ekki er endurgoldin
Profile Image for Ester.
40 reviews1 follower
December 18, 2022
Æðisleg, kom rosa á óvart. Ætlaði að hætta í byrjun bókar en himinlifandi að hafa haldið áfram með hana!!
Profile Image for Hjordis G.
1 review
January 31, 2023
Falleg og hugljúf saga sem lætur engan ósnortinn. Mæli með næði og vasaklút við hönd.
Profile Image for Ágústa Friðriksdóttir.
57 reviews1 follower
March 23, 2023
Kom mjög á óvart, frumleg frásögn og flétta sem ég átti erfitt með að sjá í gegnum til enda. Erfitt að leggja þessa frá sér, vakti einmitt alveg ovart í klukkutíma lengur í nótt til að klára.
7 reviews
July 19, 2023
Mjög vel skrifuð bók á fallegri íslensku. Einstaklega hugljúf saga en einnig spennandi og kemur á óvart. Hlakka til að lesa fleiri bækur eftir þennan höfund.
Displaying 1 - 24 of 24 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.