Að breyta fjalli eftir Stefán Jónsson sem er bernskuminningar frá Djúpavogi. Í bókinni rekur hann minningar frá uppvaxtarárum sínum á Austur-og Norðurlandi á árunum fyrir stríð en víða er skírskotað til nútímans. Þetta er háalvarleg bók, en framúrskarandi skemmtileg, enda var Stefán orðlagður fyrir skopskyn og frásagnargleði.
Stefán Jónsson reifar hér uppvöxt sinn á Djúpavogi og stutta dvöl á Húsavík og er mannlíf allt litað af heimskreppunni miklu. Hann virðist hafa verið hamhleypa til allra verka, fór ungur að meðhöndla hnífa og skotvopn, og ekki var hegðunin alltaf til fyrirmyndar, þótt upplagið virðist í grunninn hafa verið gott.