Jump to ratings and reviews
Rate this book

Tíbrá

Rate this book
Fjórir ungir menn fara saman á veiðar – misjafnlega vanir skotvopnum. Hvað gæti farið úrskeiðis? Eina andvökunóttina sér níræð kona, sannkallað hörkutól, mann með derhúfu bogra yfir stóru röri í nágrenni íbúðar hennar í úthverfi Reykjavíkur. Þegar hún lítur þar við á göngu síðar sér hún lík í rörinu vafið inn í teppi.

Hér fæst rannsóknarteymið geðþekka sem lesendur þekkja úr fyrri bókum Ármanns við afar sérstakt sakamál: nestorinn Bjarni, Kristín arftaki hans, hin formfasta Margrét Krabbe og fallegi kvennabósinn Njáll.

Tíbrá er hörkuspennandi krimmi en líka skemmtisaga um glæp; hér er á ferðinni einstaklega fyndin og mannleg saga um breyskar manneskjur og þær sem örlögin hafa leikið grátt, en ekki síður forherta afbrotamenn.

Tíbrá er þriðja glæpasaga Ármanns Jakobssonar en þær fyrri, Útlagamorðin og Urðarköttur, hafa hlotið frábæra dóma.

295 pages, Paperback

Published May 26, 2020

1 person is currently reading
15 people want to read

About the author

Ármann Jakobsson

57 books33 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
6 (6%)
4 stars
52 (53%)
3 stars
29 (29%)
2 stars
10 (10%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 16 of 16 reviews
244 reviews1 follower
October 22, 2023
Það besta sem ég hef lesið eftir höfundinn. Gat ekki lagt bókina frá mér.
Profile Image for Kristjana Mjöll.
16 reviews
June 30, 2020
Tíbrá er þriðja bókin hans Ármanns þar sem löggurnar, Bjarni, Kristín, Margrét og Njáll koma við sögu. Fyrri bækurnar eru Útlagamorðin og Urðarköttur. Tíbrá er engu síðri en fyrri bækurnar, jafnvel betri. Endir fléttunnar kom skemmtilega á óvart.
12 reviews
November 19, 2020
Fín flétta sem heldur manni spenntum alla leið. Öðruvísi sjónarhorn þó að sömu persónur birtist hér og í Útlagamorðunum og Urðarketti. Skemmtilegt hvernig unnið er með sömu persónur en á annan hátt. Vel gert.
Mæli hiklaust með þessum þríleik.
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
Read
June 30, 2021
Þetta var ágætis glæpasaga. Svolítið öðruvísi en þessar hefðbundnari. Ég þarf samt að kvarta yfir tvennu. Annars vegar, það má ekki vísa svona í fyrri bækur án þess að láta einhvern veginn vita að maður þurfi að lesa þetta í ákveðinni röð. Ég hafði lesið fyrstu bókina en ekki þá sem kom þarna á milli og nú er ég ekki viss um að ég nenni að lesa hana því ég veit hver morðinginn þar er. Og hitt er að svona löng samtöl skuli vera á ensku. Kannski eru þau þýdd í prentuðu útgáfunni (ég las hljóðbókina) en ef ekki þá finnst mér þetta ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem ekki kunna ensku. Og þrátt fyrir það sem sumir virðast halda þá er sá hópur enn nokkuð stór.
Profile Image for Magnús.
134 reviews2 followers
April 26, 2021
Spennandi saga sem hélt mér vel við efnið. Þriðja bókin í Saga um glæp flokknum og sú fjórða kemur út í maí 2021 ef ég man rétt. Mæli eindregið með þessum bókum fyrir reyfarafíkla, passa upp á lesröðina samt til að fá ekki spoilers í feisið. Öfug stafrófsröð er málið, a.m.k. fyrir þessar fyrstu þrjár.
Profile Image for Helga.
25 reviews2 followers
August 18, 2020
Skemmtilegt tvist í sögunni en samt vantaði eitthvað í dýptina.
Profile Image for Már Másson.
140 reviews1 follower
August 24, 2020
Ágætis reyfari en baksagan slöpp og “lausnin” fremur tilviljanakennd.
Profile Image for Anna Hardardottir.
84 reviews
February 8, 2021
Ánægð með þessa bók! Skemmtilegt tvist! Vantar kannski smá að maður tengi við persónur en hafði samt engin áhrif á bókina
Profile Image for Agnes Ósk.
224 reviews1 follower
June 7, 2021
Vel skrifuð og vel mótaðar persónur. Fléttan góð og gekk upp. Eini gallinn er að nú veit ég hver "var hann" í bókinni á undan, sem er óheppilegt þegar ekki er lesið í réttri röð.
Profile Image for Bryndís Gunnarsdóttir.
255 reviews5 followers
July 1, 2023
Áhugaverð saga með óvæntri fléttu. Ég er hrifin af lögreglufólkinu, skemmtilegar persónur.
Displaying 1 - 16 of 16 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.