Gott að sjá mikið efni stíga fram á ritvöllinn. Millilending er þétt og vel skrifuð bók og mjög gott fyrsta prósaverk. Millilending er sneiðmynd, nánast sólarhringur í lífi 22 ára stelpu. Dálítið nöturlegur heimur sem birtist, köld borg, tilgangsleysi, tengslaleysi og tómhyggja en höfundur nær að halda flugi með stíl og húmor. Aðalpersónan minnti mig á persónu Catcher in the Rye, týnd, reikandi, nánast eins og hún væri sjálflaus.