Tólf höfundar tylla sér á skáldabekk með fjölbreyttu safni smásagna þar sem andi Rimbauds og Guðrúnar frá Lundi svífur yfir vötnum innan um gargandi máva, konuna sem átti fjörutíu og sjö systkini, sendiherrafrúna, pervertinn í lestinni og þokkadísina Nansí. Auk þess koma við sögu ungbörn, aldraðir, ástfangnir, andlitslausir, sorgmæddir og sviknir. Það er alltaf eitthvað.