Hef svo gaman af því að lesa hana. Ótrúlega mikið af nöldri og íróníu, en það er einmitt það sem er svo skemmtilegt.
Veit að mörgum finnst þessi bók leiðileg en gæti bara ekki verið meira ósammála. Kannski er það af því að hún er svo lík mér? Svona anti-ég? Æjj ég veit ekki.
Vil amk koma að því að svo margir höfðu talað svo illa um þessa bók að ég gekk að henni með engar væntingar. Jákvætt hugarfar skiptir máli.
Ekki skemmtilegasta bók sem ég hef lesið og alls ekki sú auðlesnasta, en áhugaverð samt sem áður. Veit ekki hvort ég myndi mæla með henni, sérstaklega ef fólk er að leita að einhverju að lesa sér til afþreyingar en ég sé samt alls ekki eftir að hafa lesið hana og lært meira um Málfríði, sem var mjög merkileg kona.