Munið þið eftir fyrri bókinni um mig? Í þessari bók held ég áfram að fjalla um æsilegt líf mitt og vina minna. Til dæmis fjalla ég um:
* Þegar hitastigið í sambandi okkar Huldu Rósar fór niður að frostmarki. * Áhyggjur mínar af sambandi mömmu við dularfullan útlending. * Árangur minn á sviði skordýrafræða og glæsilega framkomu í sjónvarpsþætti. * Þátttöku í brjóstabyltingu. * Þegar lögreglan handtók mig á Austurvelli
Doddi – Ekkert rugl! er sjálfstætt framhald bókarinnar Doddi – Bók sannleikans! sem fékk frábærar viðtökur og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar.
Spennandi og ótrúlega fyndin bók um íslenska unglinga eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur. Elín Elísabet Einarsdóttir myndskreytti.
Skemmtilegar, stuttar unglingabækur um Dodda. Höfða til unglinga sem er nokkuð sem sárvantar á íslenskan bókamarkað. Stuttar, skemmtilegar og eru um efni og tilfinningar sem þau þekkja.