Jump to ratings and reviews
Rate this book

Samræður um heimspeki

Rate this book
Í Samræðum um heimspeki takast höfundarnir á við mörg af brýnustu vandamálum heimspekinnar á gagnmerkan hátt, ekki hvað síst fyrir tilstilli samræðuformsins sem veitir lesandanum óvenju skýra og greinargóða mynd af viðfangsefninu.
Í inngangsorðum sínum segir Eyjólfur Kjalar Emilsson: ,,Brynjólfur Bjarnason er aðalpersónan í því spjalli um heimspeki, lífið og tilveruna sem hér byrtist: hann situr mest fyrir svörum, en hinir tveir, Páll Skúlason og Halldór Guðjónsson, ganga í skrokk á honum - alltaf af fullri kurteisi að sjálfsögðu". Þannig mun leikurinn hafa verið hugsaður. En auðvitað leggja þeir Páll og Halldór margt til mála frá eigin brjósti... ,,Í samræðunum ber á góma allt milli himins og jarðar og jafnvel líka það sem er þar fyrir handan." Það sem gerir Brynjólf Bjarnason ,,að heimspekingi í fyllsta og besta skilningi þess orðs er sú staðreynd að fyrir honum vakir það eitt og aðeins það eitt að glíma við gátur heimspekinnar, og hafa betur sé þess nokkur kostur..."

Brynjólfur Bjarnason er fæddur 1898 og hefur iðkað heimspeki skipulega síðustu þrjá áratugi, en komst ekki til þess fyrr sökum anna í stjórnmálum.
Halldór Guðjónsson er fæddur 1939 og hefur lagt stund á stærðfræði og rökfræði. Hann er kennslustjóri Háskóla Íslands.
Páll Skúlason er fæddur 1945 og nam heimspeki hjá kaþólikkum í Belgíu. Hann er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.

,,Þetta er eins og ferð á vit óendanleikans. Maður kemst aldrei á leiðarenda."
,,Hvaða máli skiptir spurning heimspekings þá sem ekki hugsa heimspekilega."

193 pages, Hardcover

Published January 1, 1987

1 person is currently reading
3 people want to read

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
0 (0%)
4 stars
1 (100%)
3 stars
0 (0%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
No one has reviewed this book yet.

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.