Jump to ratings and reviews
Rate this book

Nóttin sem öllu breytti

Rate this book
Allir sem muna snjóflóðið á Flateyri 1995 vita hversu gríðarþungt höggið var. Öll þjóðin var harmi slegin. En vitaskuld var áfallið mest og þyngst fyrir Vestfirðinga, Flateyringa – fólkið sem missti heimili sín, ættingja og vini, glataði í senn fortíð sinni og þeirri framtíð sem hefði átt að bíða.

Sóley Eiríksdóttir var ellefu ára gömul, ein heima með systur sinni og vini hennar, nóttina afdrifaríku sem flóðið féll og splundraði húsinu þeirra og mörgum húsum í grennd. Klukkustundum saman lá hún undir snjófarginu meðan örvæntingarfullt björgunarfólk hamaðist við leit í öngþveitinu sem ríkti í þorpinu. Sóley var heppin; hún lifði af. Ekki systir hennar og nítján aðrir.

Hér segir Sóley sögu sína og fólksins síns, sem jafnframt er saga byggðarinnar á Flateyri fyrir og eftir flóð, átakanleg saga en um leið lærdómsrík. Sóley skrifar bókina í samstarfi við Helgu Guðrúnu Johnson.

245 pages, Unknown Binding

Published January 1, 2016

2 people are currently reading
42 people want to read

About the author

Sóley Eiríksdóttir

1 book7 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
55 (63%)
4 stars
26 (29%)
3 stars
5 (5%)
2 stars
1 (1%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 9 of 9 reviews
Profile Image for Ingólfur Halldórsson.
264 reviews
August 2, 2020
Ég man óljóst eftir fréttum af snjóflóðum á Súðavík og Flateyri þegar þau áttu sér stað en get ekki sagt að ég hafi þekkt vel til. Við keyptum þessa bók í nýlegri heimsókn til Flateyrar, höfum sjálfsagt fyllst lotningu við að sjá gríðarstóra varnargarðana neðst í fjallshlíðinni.
Það sem ég hugsa helst eftir lestur þennan er að þetta sé algjör skyldulesning, sérstaklega fyrir fólk af minni kynslóð sem ekki þekkir vel til atburðanna. Þeim eru gerð mjög góð skil hér og fær maður bæði góða yfirsýn á aðdraganda og eftirmálum og einnig átakanlega persónulega frásögn af þessum hörmungum frá sjónarhóli íbúa og bæjarfélagsins alls.
Um leið og lesturinn hefst er ekki aftur snúið. Ég gæti ekki mælt meira með þessari bók við alla Íslendinga.
Profile Image for Anna Sigrún.
4 reviews2 followers
August 20, 2024
Átakanleg og erfið lesning. Þakkir fyrir hugrekkið að koma þessu á blað
1 review
March 6, 2020
Vel skrifuð og áhrifarik bók. Takk fyrirað deila henni með okkur. Ég man ennþá hvar ég var þegar ég heyrði af flóðinu. Verandi úr næsta firði og eiga skólasystkin og ættingja á svæðinu þá var þetta mjög erfiður dagur.
Profile Image for Rúna Júlíusdóttir.
3 reviews2 followers
July 20, 2017
Vel skrifuð og áhrifarík bók. Bókin er vel uppsett, tímalína neðst þannig að auðvelt er að átta sig á hvenær hlutirnir eru að gerast og svo kort sem merkt er inná það sem er verið að lesa um á hverjum tíma.
Í bókinni er sögð saga þeirra sem lentu í snjóflóðinu á Flateyri, bæði þeirra lifðu af og þeirra sem gerðu það ekki. Vönduð bók sem á erindi við okkur öll og minnir okkur á hvað lífið getur verið hverfult.
Profile Image for Alexandra Diljá Bjargardóttir.
125 reviews6 followers
August 2, 2020
Magnaður og ótrúlega átakanlegur lestur. Ég hef engin tengsl við snjóflóðið á Flateyri 1995 en keypti þessa bók þegar ég var stödd á Flateyri um daginn. Í bókinni segir Sóley Eiríksdóttir frá snjóflóðinu en hún grófst í snjóinn og missti systur sína í flóðinu. Bókin er ótrúlega vel unnin og útskýrir atburði mjög vel, klukkustund fyrir klukkustund þannig maður fær mikla innsýn inn í nóttina, frá sjónarhorni margra. Mæli innilega með bókinni en vara samt við að þetta er erfiður lestur 💔
16 reviews
December 27, 2025
Afskaplega vel skrifuð bók og frábær umfjöllun um snjóflóðið, aðfara þess og eftirköst
Profile Image for Sigríður Guðrún.
28 reviews
April 12, 2017
Mér fannst frásögnin mjög áhrifarík. Bókin var fljótlesin og mjög vel upp sett. Ég átti mjög auðvelt með að fylgja þræðinum þrátt fyrir að talsvert væri verið að skipta á milli persóna. Staðsetningar eru líka merktar inn á kort sem mér fannst gott að geta kíkt á til að átta mig á staðháttum hverju sinni.
Displaying 1 - 9 of 9 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.