Það er skrítið að gefa þessari bók einkunn í formi stjarna, því þessi bók greinir frá þungbærri lífsreynslu annarrar manneskju. En ég get ekki annað en merkt samt við stjörnurnar fimm vegna þess að þetta er framúrskarandi vel skrifuð bók sem snerti þónokkra strengi innra með mér. Bæði vegna þess að ég fann til djúpstæðrar samkenndar með Vilborgu og fjölskyldu hennar, og líka vegna þess að hún nær að tengja eigin reynslu við reynslu annarra og afhjúpa með því skæran og berkjaldaðan sannleika um eðli sorgar, ástar og mikilvægi þess að lifa lífinu í árvekni og þakklæti.