Jump to ratings and reviews
Rate this book

Frumbyrjur

Rate this book
Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.

Frumbyrjur er margbrotin og nístandi saga um hversdagsleg kraftaverk og ástir sem rata ekki svo auðveldlega í orð.

160 pages, Hardcover

First published October 22, 2025

12 people are currently reading
120 people want to read

About the author

Dagur Hjartarson

16 books40 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
42 (57%)
4 stars
28 (38%)
3 stars
3 (4%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 17 of 17 reviews
Profile Image for Hugrún.
8 reviews6 followers
November 23, 2025
Vá.. bara vá - bókin lýsti svo fallegri og mildri birtu við lestur. Næ ekki að setja lestrarupplifunina betur í orð (kannski viðeigandi?) en vona að fleiri tengi.
Profile Image for Ingibjörg.
278 reviews7 followers
December 21, 2025
Þetta er áhugaverð og vel skrifuð skáldsaga sem gerist á aðfangadag í íslenskri sveit, á Vestfjörðum. Hún fjallar um hjón og kú, og bæði eiginkonan og kýrin eru komnar að fæðingu. Frásögnin snýst að miklu leyti um þetta ástand, en einnig um samband hjónanna, sameiginlega fortíð þeirra og atburði sem halda áfram að móta nútíð þeirra.

Skáldsagan er ljóðræn og afar vel skrifuð, og mér fannst meginhugmyndin sérstaklega snjöll. Titillinn er snjall þar sem hann vísar til bæði konu og kúar, og samhliða lýsingar á hinu dýrslega og mannlega eru unnar af mýkt og nærfærni. Sambandi eiginkonunnar og kýrinnar er fallega lýst, um leið og samband hjónanna er dregið upp á áhrifaríkan hátt, ekki síst vanhæfni þeirra til að tjá hvort öðru tilfinningar sínar. Eiginmaðurinn vill koma sínum hugsunum og kenndum til skila, og skrifar því ljóðu sem hann nær því miður ekki að koma á framfæri. Þetta undirstrikar samskiptaleysið milli þeirra.

Mér fannst skáldsagan þó á köflum nokkuð endurtekningasöm, þar sem ákveðin orð og hugmyndir koma upp aftur og aftur. Þótt það styrki ljóðrænan blæ verksins fannst mér það ekki alltaf nauðsynlegt. Í heild sinni naut ég þó lestursins.
Profile Image for Eva Engilráð.
60 reviews
December 27, 2025
Dásamleg bók, Dagur er orðinn einn af mínum uppáhalds rithöfundum.
Ég hlakka til að lesa hana aftur eftir nokkra mánuði.
Profile Image for Katla.
10 reviews3 followers
January 7, 2026
Las þessa bók á Austfjörðum yfir jól. Sem er viðeigandi þar sem bókin gerist í afskekktum firði á jólunum. Íslensk, jólaleg, Aðventuleg bók. DH skrifar í fallegum, margræðum setningum. Hefði gefið henni 4,5 ef það væri í boði. Er samt smá vonsvikin út í Gumma söguhetju og var að reyna að sjúkdómsgreina hann alla bókina (MS?).
Profile Image for Sara Hlín.
466 reviews
December 8, 2025
Er þetta eitthvað eða ekkert? Fallegur texti um viðburðaríkan sólarhring í sveit. Hver elskar ekki að lesa um einangrað líf í sveit? Aðfangadagur! Kýr að bera, kona að fæða. Hélt nánast í mér andanum á meðan ég las, spennt með athyglina skrúfaða í botn. Þarf að lesa þessa aftur.
Profile Image for FriðrikaOdduMattaskó.
131 reviews
November 25, 2025
Ég er svo döpur því bókin er búin. Mig langaði ekki að hún kláraðist svo ég hætti að lesa þegar nokkrar blaðsíður voru eftir og tók svo aftur til við lesturinn í friði og ró.
Ég athugaði hvenær bíómyndin kom út sem þeir fóru á. Ég sá þetta allt fyrir mér. Svo mikil ró, svo ljóðrænt, eins og silki og hlýtt teppi. Ég ætla að lesa hana aftur og smjatta á setningunum. Þær eru svo fallegar.
Takk fyrir þessa bók.
46 reviews
December 14, 2025
Ljós og myrkur, örfá orð úr þögn. ,,Þú veist það drengur minn að fólk er líka brothætt, aldrei gleyma því, til þess eru ljóðin, að minna okkur á brotin innra með okkur." Það er viðeigandi að vera orðlaus eftir þennan lestur. Þessa mun ég lesa aftur og aftur.
Profile Image for Jóna.
41 reviews
December 11, 2025
Falleg og við hæfi aðventunnar. En óþarflega langdregin miðja með hlutverki frændans.
5 reviews
January 10, 2026
Hugljúf og tregablandinn saga um sagt og ósagt, ást og kærleika. Bók sem ég á örugglega eftir að lesa nokkrum sinnum aftur.
Profile Image for Unnur Lárusdóttir.
200 reviews6 followers
December 23, 2025
Aðventa samtímans. Kýr og köttur í stað hrúts og hunds. Fallegur texti, en um sumt grimmari saga en saga Gunnars. Góð lesning í aðdraganda jóla.
Displaying 1 - 17 of 17 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.