Jump to ratings and reviews
Rate this book

Ekki líta undan : saga Guðrúnar Ebbu dóttur Ólafs Skúlasonar biskups

Rate this book
… Fólk hefur spurt mig hvers vegna ég segi frá. Það spyr af hverju ég sé að sverta minningu látins manns. Oft megi satt kyrrt liggja. Ég lít svo á að ég beri ábyrgð á því að uppgjör þessa máls fari fram og tel að það muni leiða tilgóðs. Ekki bara fyrir mig, fjölskyldu mína og kirkjuna heldur er það líka einlæg von mín að meiri vitneskja um kynferðisofbeldi geti bjargað börnum frá því að lenda í klóm kynferðisbrotamanna.


Ekki líta undan er saga Guðrúnar Ebbu, dóttur Ólafs Skúlasonar biskups. Þessi einstæða bók fjallar um afleiðingarnar af því þegar satt er látið kyrrt liggja og nauðsyn þess að horfast í augu við hið liðna, hversu sárt og erfitt sem það kann að vera.

Guðrún Ebba Ólafsdóttir er dóttir Ólafs Skúlasonar biskups sem var einn af helstu valdamönnum samfélagsins en hrökklaðist úr embætti eftir ásakanir um kynferðislega áreitni – sem hann neitaði alla tíð.

Guðrún Ebba segir frá af hispursleysi og viðurkennir veikleika sína, skoðar líf sitt og hegðun í stóra samhenginu, hvernig kynferðisofbeldi sem faðir hennar beitti hana í æsku hefur litað allt hennar líf. Hún segir frá því hvernig hún deyfði sig með margvíslegum óhollum aðferðum en líka hvernig hún tókst að lokum á við lífsvanda sinn og hefur í framhaldinu knúið kirkjunnar menn til að horfast í augu við sinn vanda þegar slík mál eru annars vegar – hætta að líta undan.

Audiobook

First published January 1, 2011

2 people are currently reading
24 people want to read

About the author

Elín Hirst

3 books1 follower

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
12 (16%)
4 stars
36 (49%)
3 stars
21 (28%)
2 stars
3 (4%)
1 star
1 (1%)
Displaying 1 - 8 of 8 reviews
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
February 8, 2021
Sagan er átakanleg jafnvel þótt Guðrún Ebba fari aldrei nákvæmlega út í smáatriði varðandi kynferðislegu misnotkunina. Kannski er ágætt að vera hlíft við því. Nógu erfitt er að opna augun fyrir því að faðir skuli geta gert barninu sínu svona nokkuð. Við höfum held ég öll gott af því að lesa þessa bók því hún sýnir okkur svo skýrt að ljótleikinn getur falist víðar og að maðurinn sem við höldum að sé svo góður er það ekki endilega. Þegar lítið barn kemur því fram og segir frá því sem pabbi þeirra, frændi eða bara einhver annar nákominn gerði því (sem gerist því miður of sjaldan nógu snemma) þá getum við ekki afgreitt það einfaldlega af því að við þekkjum viðkomandi og trúum þessu ekki upp á hann. En því miður segja börnin sjaldnast frá og sumir segja aldrei frá. Í staðinn eru það misskemmdir fullorðnir einstaklingar sem loksins öðlast þann kjark sem þarf. Guðrún Ebba var á fimmtugsaldri þegar hún opnaði augun fyrir sjálfri sér og síðan öðrum. Þá var hún búin að skaða sig á marga vegu í þeirri viðleitni að deyfa sársaukann. Hvað skyldu vera margar konur og karlar í dag enn að reyna að fela svona leyndarmál eða að reyna að vinna úr því? Það sem lofar góðu er að aukin umræða um sifjaspell og kynferðislega misnotkun barna hefur á undanförnum árum orðið mun háværari, m.a. vegna kjarks fólks eins og Guðrúnar Ebbu og svona bóka, og þótt það komi örugglega ekki í veg fyrir að skrímsli verði áfram til vona ég að hægt sé að auka líkurnar á að börnin segi frá - og að þeim sé trúað. Því þarf að stoppa svona í fæðingu.
Profile Image for Signý Yrsa.
37 reviews1 follower
November 16, 2022
Heiðarleg frásögn um sanna atburði. Ágæt bók. Lærdómurinn liggur í titlinum, Ekki líta undan.
Profile Image for Skuli Saeland.
905 reviews24 followers
February 8, 2015
Ekki líta undan er átakanleg ævisaga Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur. Hún stígur hér fram og segir frá áralangri misnotkun föður síns og biskupsins á sér. Hún greinir einnig frá afneitun sinni á þessari lífreynslu og hvernig hún deyfði minninguna og sársaukann m.a. með áfengi og fleiri aðferðum. Drjúgur hluti sögunnar fer líka í meðferðarbaráttuna og hvernig Guðrún Ebba hefur tekið þátt í að hjálpa öðrum konum sem gengið hafa í gegnum sömu lífsreynslu.
Hún les sjálf í hljóðbókinni sem gefur sögunni átakanlegri blæ og færir frásögn hennar nær hlustandanum.
Profile Image for �rni Dav��sson.
3 reviews
February 27, 2016
Mjög áhugaverð bók. Ég sakna þó meiri umræðu um hvernig minningar Guðrúnar Ebbu af misnotkuninni kveikna þegar hún leitar sér aðstoðar sálfræðings. Að öðru leyti dregur hún ekkert undan og hlífir sjálfri sér ekki svo séð verði. Hún verndar greinilega sína nánustu í bókinni, það er fyrir utan pabba sinn, sem auðvitað er þarna í höfuðhlutverki.
Profile Image for Sirrý Sif.
47 reviews
August 20, 2015
Lygileg lesning, svolítið undarlega útfærð en algjörlega þess virði að lesa. Sérstaklega fyrir fagaðila sem vinna með börnum og fólki sem gengur illa að fóta sig í lífinu.
Displaying 1 - 8 of 8 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.