Jump to ratings and reviews
Rate this book

Gestir

Rate this book
Þegar ókunnug læða tekur að venja komur sínar heim til viðskiptafræðingsins Unnar veit hún nákvæmlega hvernig hún á að leysa vandann. Innan skamms stendur eigandinn, ung og illa tilhöfð kona að nafni Ásta, á tröppunum hjá henni með ferðabúr. Daginn eftir birtist Edit þó aftur og gýtur agnarsmáum kettlingi í rúmi Unnar. Í kjölfarið tekst einlæg vinátta með Unni og Ástu og smám saman hleypa þær hvor annarri inn í sína myrkustu kima, áföll og ástarsambönd. Þegar ógn steðjar að standa þær saman – jafnvel þótt það kosti ósegjanlega glæpi.

Gestir er blóðugur spennutryllir eftir meistara hrollvekjunnar, Hildi Knútsdóttur, sem áður hefur sent frá sér nóvellurnar Myrkrið milli stjarnanna, Urðarhvarf og Möndlu. Hildur hefur jafnframt skrifað fjölda ungmennabóka og hlotið fyrir þær ýmsar viðurkenningar.

116 pages, Kindle Edition

First published January 23, 2025

3 people are currently reading
45 people want to read

About the author

Hildur Knútsdóttir

25 books280 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
19 (21%)
4 stars
54 (60%)
3 stars
16 (17%)
2 stars
0 (0%)
1 star
1 (1%)
Displaying 1 - 6 of 6 reviews
Profile Image for Elísa Rún.
102 reviews3 followers
April 20, 2025
Kom mér skemmtilega á óvart hversu gory þessi bók er! Gat ekki lagt hana frá mér og las hana í raun í einum rykk, mæli með!
Profile Image for Atlas.
193 reviews4 followers
April 29, 2025
Hildur Knúts klikkar ekki, ég vissi strax að ég myndi fíla þessa. Ég las hana í einum rykk og mæli sterklega með því að lesa hana þannig. Ég gjörsamlega elskaði Ástu og samband hennar við Edit og Gest, hún er svo hrein og falleg persóna sem á svo miklu betra skilið (og hún er líka bókmenntafræðingur). Ég var ekki alveg jafn hrifinn af Unni, ég hefði viljað að þráhyggja hennar hefði verið enn meiri og ýktari. Samband hennar með Ástu var samt æðislegt, mjög Thelma and Louise, svo sætt.
Hryllingurinn var smá 0 upp í 100, ég hefði viljað að hann væri aðeins meiri í allri sögunni, en þegar hann kom var hann æðislegur, 10/10.
Profile Image for Ásta Melitta.
295 reviews2 followers
August 18, 2025
Unnur er viðskiptafræðingur sem lendir í því að köttur gerir sig heimakomna hjá henni. Hún skilar kettinum við eigandans, sem hefur auglýst eftir henni, en kötturinn kemur aftur. Unnur og eigandi kattarins kynnast og Unnur kemst að því að ekki er allt með felldu.
Þetta var vel skrifuð hrollvekja en mér fannst hún ganga aðeins og langt í hryllingnum fyrir minn smekk, og ég var á mörkunum að leggja hana frá mér án þess að klára hana. Það tókst þó.
Profile Image for Unnursvana.
362 reviews28 followers
April 27, 2025
Ég hámaði þessa sögu í mig á engum tíma. Spennandi, auðlesin og pínu hrottaleg en þó ekki jafn hrottaleg og ég hélt.
Displaying 1 - 6 of 6 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.