Jump to ratings and reviews
Rate this book

Draumsverð

Rate this book
Fangar vakna,
í mánans véum.
Úr myrkum glufum
mátt aftur sækja.
Hungrið mun alla
heima sverfa.
Sóttin mun herja,
styrkur mun þverra.

Innsiglin sjö sem vitringarnir skópu fyrir nærri þúsund árum eru að rofna. Skuggarnir geta því aftur snert heimana þrjá og eftir að manngálkn þeirra réðust á þorpið Vébakka hafa Ragnar, Breki og Sirja verið á flótta. Leið þeirra liggur nú suður á bóginn, inn í Yglumýri, þar sem nornin Heiðvíg Ormadróttin er sögð dvelja. Með aðstoð Nanúks, dularfulla veiðimannsins úr norðri, verða krakkarnir að bjóða dauðanum birginn í myrkviðum mýrarinnar. Þar bíða þeirra ógurleg skrímsli og Sirja heyrir gamalkunnan en þó framandi söng.

Draumsverð er önnur bókin í Þriggja heima sögu, æsispennandi sagnaflokki þar sem blóðgaldrar, falin leyndarmál og gleymdar óvættir ógna heimunum öllum. Fyrsta bókin, Hrafnsauga, hlaut gríðargóðar viðtökur lesenda á öllum aldri, hreppti Íslensku barnabókaverðlaunin og var valin unglingabók ársins af bóksölum.

555 pages, Hardcover

First published November 16, 2013

3 people are currently reading
15 people want to read

About the author

Kjartan Yngvi Björnsson

7 books8 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
14 (29%)
4 stars
21 (44%)
3 stars
10 (21%)
2 stars
1 (2%)
1 star
1 (2%)
Displaying 1 of 1 review
12 reviews2 followers
April 14, 2015
Skemmtilegt framhald af Hrafnsauga. Lesandinn fær að kynnast persónunum og heiminum sem þær lifa í betur og smám saman verður sagan dekkri og dekkri og aðalpersónurnar sogast inn í atburðarás sem þær fá ekki flúið. Þessi bók er betri en fyrri bókin að mínu mati. Hún endar mjög spennandi og sem betur fer er framhaldið, Ormstunga komið út og hægt að byrja strax á næstu bók.
Displaying 1 of 1 review

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.