Jump to ratings and reviews
Rate this book

Morðin í Dillonshúsi - Örlagasaga mæðgnanna Sigríðar Ögmundsdóttur og Huldu Karenar Larsen

Rate this book
Örlagasaga mæðgnanna Sigríðar Ögmundsdóttur og Huldu Karenar Larsen

Fyrir 70 árum gerðist hræðilegur harmleikur í Dillonshúsi við Suðurgötu 2 í Reykjavík. Að morgni 26. febrúar 1953 gaf heimilisfaðirinn eiginkonu sinni og þremur ungum börnum þeirra eitur og svipti svo sjálfan sig lífi. Í þessari bók er sögð saga þeirra sem við sögu komu.

Eiginkonan, Hulda Karen Larsen, ólst upp fyrstu árin í Reykjavík á þriðja áratug tuttugustu aldar hjá einstæðri móður sinni, Sigríði Ögmundsdóttur. Ævi Sigríðar er átakanleg saga ástarbrigða, fátæktar og umkomuleysis en líka saga fagurra dyggða og mannlegrar reisnar. Sigríður þurfti að láta frá sér tvö börn í einstæðingsskap sínum en fann loks hamingjuna með góðum manni og stórum barnahópi uns harmleikurinn skall á og mótaði fyrir lífstíð alla þá sem honum tengdust.

Höfundurinn, Sigríður Dúa Goldsworthy, er systurdóttir Huldu Karenar og ömmubarn Sigríðar. Aðalheimildir bókar hennar eru persónulegar frásagnir og bréf fjölskyldumeðlima. Sigríðar Dúa skrifar af innsæi og nærfærni um ótrúlega ævi ömmu sinnar og hörmuleg örlög frænku hennar og litlu barnanna þriggja.

Þetta er bók sem lætur engan ósnortinn.

308 pages, Hardcover

Published January 1, 2023

5 people are currently reading
125 people want to read

About the author

Sigríður Dúa Goldsworthy

1 book1 follower

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
124 (43%)
4 stars
114 (40%)
3 stars
40 (14%)
2 stars
3 (1%)
1 star
1 (<1%)
Displaying 1 - 30 of 39 reviews
Profile Image for Magnús.
376 reviews10 followers
November 22, 2023
Þetta er alveg svakalega fín bók og allt önnur en halda mætti út frá titlinum að hér sé einhver ægileg glæpasaga: Morðin í Dillonshúsi. Þannig lagað kemur hún skemmtilega og mjög þægilega á óvart. Þetta er í raun saga íslenskrar alþýðufjölskyldu á fyrri hluta og um miðbik 20. aldar. Það eru umbrotatímar í samfélaginu, það er skortur og ýmsir erfiðleikar en fólk kemst af með dugnaði þrátt fyrir ýmislegt basl. Það er svo ekki fyrr en undir lokin að harmleikurinn ægilegi byrjar að teiknast upp. Aðdragandunum er lýst þar sem ungur maður verður geðveiki að bráð, það er ekki gripið í taumana eins og hefði átt að gera og þetta endar með skelfingu. Öllu er lýst af nærgætni, engir dómar felldir, ekkert ofsagt heldur akkúrat nóg. Mjög vel skrifað eins og reyndar bókin öll. Þegar upp er staðið að bók lokinni þá held ég að enginn standi upp án þess að vera djúpt snortinn og hugsi. Þessa bók ættu allir að lesa.
Profile Image for Ronja Rafnsdóttir.
18 reviews2 followers
June 9, 2024
4.5* Yndisleg bók, ofboðslega falleg en sorgleg. Það var svo gaman að lifa sig inn í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar.
Profile Image for Kristín Hulda.
261 reviews10 followers
April 15, 2024
Mögnuð bók og hreyfði mikið við mér. Meistaralega vel fléttuð blanda af skáldskap og raunveruleika. Fletti höfundinum strax upp eftir lestur og trúi varla að hún hafi ekki skrifað fleiri bækur en raun ber vitni. Fyrstu hlutar bókarinnar gefa mikla innsýn í líf fátæks fólks í Reykjavík á árum áður og aðstæður eru svo vel skrifaðar að þær verða ljóslifandi. Þvílíkur dugnaður og harka. Sagan öll er svo auðvitað bara stórmerkileg og skilur mikið eftir sig, hugleiðingar um fjölskylduást, geðveiki, sorg og margt fleira. Mæli með.
Profile Image for Vala Run.
72 reviews5 followers
June 15, 2024
vá!!!
fannst hun smá lengi að byrja fyrst en áttaði mig svo seinna á hvað ég þekkti sögupersónurnar vel. mögnuð frásögn, ég er lika sökker fyrir sannsögulegum bókum. ótrúlegt að ég hafi aldrei heyrt talað um þetta morð áður, bókin tók mig svo sannarlega afrur til 1917-1963 og gaman að fylgjast með samfélaginu breytast lúmskt í gegnum þennan tíma. fannst líka gaman að lesa svona fallega íslensku
3 reviews1 follower
November 9, 2023
Vel skrifuð og áhrifamikil saga sem lætur engan ósnortinn.
Profile Image for Friðrik Gigja.
1 review
January 7, 2024
Gríðalega vel skrifuð bók um viðkvæmt og erfitt mál. Gat ekki slitið mig frá lestrinum, þessi bók snart mig svo sannarlega
Profile Image for Elísabeth Inga.
1 review
May 6, 2024
Þessi bók er alveg stórkostleg en í senn svo sorgleg. Sigríður Dúa fer svo vel með þessa sögu og kemur henni svo vel frá sér. Hvernig maður fékk að kynnast og tengjast persónunum og þykja vænt um þær. Allar lýsingar og frásagnir svo vel settar fram og eftir lifir þannig meira tilfinningin um hvað þetta virðist hafa verið dásamlega vandað og gott fólk, frekar en hver þeirra sorglegu örlög urðu.
Það þarf að vanda til verka til að geta komið svona erfiðri frásögn frá sér á svona fallegan máta og það gerði höfundurinn. Klárlega ein besta bók sem ég hef lesið.
Profile Image for Hrafnhildur Ingolfsdottir.
13 reviews
June 6, 2024
Vá vá vá, virkilega falleg og átakanleg saga❤️ lagði hana bara frá mér til þess að sofa. Það féllu mörg tár við lok lesturs.
24 reviews
April 26, 2024
Þetta er átakanleg saga um örlög fjölskyldu. Áhugavert finnst mér að hér er það svokölluð heldri fjölskylda sem gengur í gegnum raunir ekki síst vegna þess að hún er "heldri". EN: Rithöfundur og útgefandi: Hvernig dettur ykkur í hug að gefa bókinni þennan titil?? Í netheimum myndi þetta kallast clickbait.
Í tæplega þremur fjórðum af bókinni er ekki einusinni minnst á Dillonshúsið. Þar er fallega skrifuð ævisaga/örlagasaga. Svo nálgast frásögnnin umrætt húsið en bókin nánast endar með morðunum. Við fáum góðar lýsingar á aðdraganda morðsins sem snertir morðingjann en svo er bókin allt í einu búin. Í allri sögunni höfum við fengið góðar lýsingar á mörgum atburðum. Hvernig aðdragandinn var, svo atvikið sjálft, og síðan komu góðar lýsingar á eftirmálunum, sem sagt þeim áhrifum sem atburðurinn hafði á þau sem upplifðu hann. En "Tiltils-atburðurinn" fær enga almennilega úrvinnslu... Ég gef gjarnan fimm stjörnur fyrir allt sem er skrifað fram að morðunum. En það sem kemur á eftir er hálfkarað, uppkast, ekki tilbúið til prentunar - sérstaklega í samanburði við fyrri 80% verksins.
Profile Image for Stella Maren.
52 reviews
June 17, 2025
Ég verð að hætta að lesa umsagnir og gagnrýni annarra áður en ég hef lestur á íslenskum bókmenntum því ég enda alltaf á að einblína á og sammælast þeim að lokum. Frásögnin er áhrifamikil en vá fjöldinn var of drjúgur undir lokin af nafnaupptalningum, svo mikill var hann að mér fannst ég vera að rekja ættir sem ég á ekkert skylt við og ennþá minni þolinmæði fyrir. Það mótar einnig frásögnina heldur mikið að afkomandi sögupersónanna skrifi hana; t.a.m. hafði enginn innan fjölskyldunnar neitt af sér gert og aldrei fjallað með gagnrýnum tóni um þessa strangtrúuðu 9 barna móður (?) sem allt hringsnerist um. Fannst einnig hafa vantað upp á sjónarhorn utanaðkomandi aðila sem er með öllu óháður og hefði getað bætt upp alla fegrun á umfjöllun eða varpað meira ljósi á hvernig fjölskylduaðstæður fólksins voru álitnar af öðrum í samfélaginu á þessum forvitnilega tíma. Áhrifarík samt sem áður, vildi ekki hafa sleppt því að lesa hana en mun ekki koma til með að taka hana aftur upp.
Profile Image for Kristín.
554 reviews12 followers
April 4, 2024
Fyrri helmingur bókarinnar er alveg frábær og saga Sigríðar svo sannarlega átakanleg. Maður heldur svo innilega með henni. Seinni hlutinn er ekki alveg eins góður því við fáum aldrei að kynnast Huldu Karen eins vel og Sigríði áður og að auki verða bréfin of stór hluti sögunnar. Höfundur er fínasti penni og hefði átt að halda áfram með sömu frásagnartækni og í fyrri hlutanum og búa bara til sögu út frá efni bréfanna - nema þeirra allra fallegustu - þau þurftu að fá að vera óbreytt. Sagan fór eiginlega frá því að vera söguleg skáldsaga í að vera sagnfræði. En frábært samt sem áður að fá þessa sögu.
Profile Image for Berglind Grímsdóttir.
50 reviews1 follower
May 14, 2024
Vá, er orðlaus! Hlustaði á þessa bók á Storytel á meðan ég var að labba fjöll og ég gleymdi mér alveg í að hlusta. Þessi bók er svo frábær vitnisburður um hvernig lífið í Reykjavík og í útgerðarbæjum (hér Siglufjörður) var á á fyrrihluta síðustu aldar: erfitt, sorglegt, gaman, yndislegt, átakanlegt, ástríkt og allt þar á milli.
Þessi bók endar mjög sorglega en ég hafði svo gaman að heyra vitnisburð Sigríðar Ögmundsdóttur um lífið hennar (sem var á við líf 10 manns) og svo var gaman/ erfitt að heyra virnisburð Huldu Karenar. Bókin er ljóslifandi og maður upplifir með persónunum gleðina, sorgina, geðveikina og erfiðleikana.
Ótrúleg frásögn - mæli 100% með! 👏🏽
Profile Image for Unnur Lárusdóttir.
199 reviews6 followers
January 4, 2024
Sem ung kona gekk ég um á upphlut í Dillonshúsi á Árbæjarsafni. Við vissum öll að saga hússins var dapurleg og óneitanlega sat hún í okkur vitneskjan um lyfjafræðinginn sem svipti þar fjölskyldu sína lífi. Þessi bók setur söguna í nýtt samhengi, dýpkar hana og gerir jafnvel enn sorglegri. Bókin er innsýn í lífsbaráttu fyrri hluta 20. aldar og mjög góð sem slík. Myndir gæða hana lífi og merkilegt að fjölskyldan hafi lagt sig svo fram um að varðveita minningarnar og söguna. Mæli eindregið með.
1 review
January 25, 2024
Þetta er mjög merkileg bók skal ég segja ykkur, ótrúleg saga og sögð af mikilli næmni. Hér er veruleikinn beint í æð og persónurnar alltaf nálægt manni, engu ofaukið og ekkert ofsagt. Hef ekki lesið áhrifaríkari bók lengi enda er stíllinn og frásögnin einhver veginn þannig að manni líður eins maður sé í fjölskyldunni og upplifir tilfinningarnar með henni. Fjölskyldusagan sem enginn vill þurfa að segja en Sigríður Dúa Goldsworthy.hefur hugrekkið.
Profile Image for Vala Hunboga.
53 reviews1 follower
January 8, 2025
Virkilega áhugaverðar lýsingar á mannlífi í Reykjavík og Siglufirði. Sérstaklega frá árunum 1930-1950 á Siglufirði. Það gefur auka vídd að lesa þessa bók á sama tíma og verið er að sýna þættina um Vigdísi í sjónvarpinu sem gerast um svipað leyti. Æsa og Vigdís hafa líklega verið í MR á sama tíma og báðar flust til Svíþjóðar. Það er áhugavert að bera þessar tvær frásagnir saman sem byggðar eru á sönnum atburðum. Ég vona að Sigríður Dúa skriði fleiri bækur í framtíðinni.
Profile Image for Sandra Sif.
1 review1 follower
February 22, 2024
Takk fyrir að skrifa þessa bók Sigga Dúa. Amma hefur í gegnum árin sagt mér sögur af Huldu Karen og fjölskyldu hennar. Það er átakanlegt að fá innsýn inn í veikindi Sigurðar og áhrif þeirra á fjölskylduna en á sama tíma nærðu að segja fallega frá þeirra sambandi.
Á mánudaginn eru liðin 51 ár og við að undirbúa ættarmót Ögmunds-fjölskyldunnar. Takk fyrir að varðveita söguna.
Profile Image for Katrín Möller Magnúsdóttir.
17 reviews
February 28, 2025
Kom svo á óvart, hélt að þetta væri glæpasaga en þetta er í raun virkilega falleg fjölskyldusaga með mjög sorglegan enda.
Samskipti fólksins svo einlæg og mér þótti sérstaklega gaman þegar lífinu á Siglufirði var líst.
Umfjöllun um andleg veikindi eru einstaklega vel framsett og af mikilli virðingu „Sigurður var góður maður, en hann var veikur”.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Már Másson.
140 reviews1 follower
December 2, 2023
Bókin er mikið frekar saga Sigríðar Ögmundsdóttur.
Fimlega gert að setja morðin í algert aukahlutverk og taka þau bara fyrir í blálokin.
Átakanleg, raunsönn saga af lífinu á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar, fátæktinni og strögglinu.
Profile Image for Jóhannes Kári.
46 reviews
December 29, 2023
Kemur svo sannarlega á óvart. Magnaður aldarspegill, ekki síst hvað varðar stéttaskiptingu íslensks þjóðfélags og réttindi og kjör kvenna. Sorgleg viðhorf til geðsjúkdóma og vanmáttur læknisfræðinnar til að taka á þeim kemur vel fram. Einstök bók, hvet alla til að lesa hana.
Profile Image for Heida Hilmisdottir.
34 reviews2 followers
July 31, 2024
Var ekki svo spennt að lesa þessa bók en ákvað að drífa í því og endaði á að lesa í einum rikk. Hún kom á óvart, látlaus og fallega skrifuð segir hún sögu þessara mæðgna og samferðafólks þeirra og fjölskyldu.
Profile Image for Inga Maria.
20 reviews1 follower
August 17, 2024
Mér finnst titillinn rangnefni. Bókin er að mestu leyti ævisaga Sigríðar Ögmundsdóttur þó fjölskyldan í Dillonshúsi fái alveg sitt pláss. Það sem mér finnst áhugaverðast, og mætti skrifa meira um, er hvernig læknar og yfirvöld tóku á veikindum Sigga.
1 review
January 2, 2024
Èg hefði viljað lesa meira um Huldu karen og hennar fjölskyldu. Vel skrifuð bók og gaman að lesa um fjölskylduna alla og hvernig líf frú Sigríðar var.
Profile Image for Gerða.
22 reviews
February 1, 2024
Virkilega falleg og vel skrifuð bók, það féllu tár í lok bókar.
Profile Image for Íris Arnardóttir.
171 reviews
February 7, 2024
Gæsahúð, elsku fólkið. Sagan fjallar aðallega um hana Sigríði og hennar hörku en endar á morði dóttir hennar og barnabörnum. Virkilega áhugaverð og dapurleg bók!
Displaying 1 - 30 of 39 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.