Maðurinn frá São Paulo er spennusaga um launmorð, njósnir og nasista á flótta.
Þýskur hermaður særist á austurvígstöðvunum árið 1942. Honum er bjargað við illan leik.
Josef Mengele, dauðaengillinn í Auschwitz, flýr Evrópu fjórum árum eftir stríðslok.
Árið 1960 rænir ísraelska leyniþjónustan Adolf Eichmann í Buenos Aires. Réttað er yfir honum og hann hengdur í Tel Aviv.
Í Reykjavík er leigubílstjóri skotinn í hnakkann árið 1977. Héðinn Vernharðsson rannsakar málið.
Í þessari annarri bók sinni fléttar Skúli Sigurðsson skáldskap saman við sögulega atburði og raunverulegar persónur svo úr verður magnaður hildarleikur - sem heldur lesendum í heljargreipum til síðustu síðu.
Bókin var tilnefnd til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna.
Hin hefðbundna norræna spennusaga fjallar um drykkfelldan fráskilinn lögreglumann sem á í stormasömu sambandi við fyrrverandi eiginkonu sína sem hefur forræði á barni þeirra og hefur gift sig að nýju. Ef bókin er íslensk má, til að bæta enn í depurðina, hafa sögusviðið smáþorp að vetri til í stanslausum blindbyl hvar úrkynjuð kvótafjölskylda drottnar yfir bæjarlífinu. Ég hef aldrei haft gaman af þessari uppskrift. Þess vegna er Maðurinn frá Sao Paulo, sem og Stóri Bróðir, frískandi innspýting í íslenskar spennubókmenntir enda miklu nær breskum og bandarískum spæjarabókum, án þess að missa trúverðugleikann eða íslensk auðkenni. Þær héldu mér báðar frá upphafi til enda og hlakka ég til að lesa fleiri bækur höfundar.
Olipa tarina! Oli pakko käydä kertaamassa asiat Mengelestä ja Eichmannista. Kirjan tarina voisi olla tosi. Arvostelua vaikea kirjoittaa paljastamatta juonta eli suosittelen, että luet tämän itse!
Þetta er reglulega spennandi bók. Byrjar frekar hægt en svo er gefið verulega í. Rennur allt vel og er líka góð lýsing á hinni dæmigerðu íslensku þrjósku....