Þriðja bókin í ritröðinni um Ísland í síðari heimsstyrjöld. Hér er dregin upp mun fyllri og skýrari mynd af aðdraganda stríðsins á Íslandi og hvernig stórveldin seildust til áhrifa yfir eyjunni í norðri en áður þekktist. Byggt er á áratugalangi heildarannsókn og einskis látið ófreistað til að leiða í ljós hvernig hin örlagaríka atburðarás var í raun og veru.
Frásögnin er afar lifandi og á köflum mjög spennandi þótt hvergi sé slegið að sagnfræðilegum kröfum og bókin er prýdd fjölda ljósmynda sem hér birtast margar í fyrsta sinn. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1995.