Þórbergur Þórðarson hófst handa við það upp úr 1950, að rita „sanna sögu” um „minnstu manneskju á Íslandi”. Afraksturinn varð Sálmurinn um blómið; ein frumlegasta bók sem gefin hefur verið út á íslensku.
Sagan varpar ljósi á samskipti Guðs, Sobbegga afa og Lillu Heggu, íslenskt samfélag eftirstríðsáranna og takmarkalausa sannleiksleit persónanna, sem er einlæg og fyndin í senn.
Snilldarkonsept af bók, þroskasaga lillu Heggu sögð á hennar tungumáli í gegnum Sobbega afa.
Fyndin og falleg en aðeins langdregin á köflum.
Gullmolar hér og þar:
“Litla manneskjan er ennþá svo svipuð honum Gvuði, að henni gæti ekki komið til hugar að hugsa svona. Svona hugsar bara fullorðna fólkið, sem er búið að reka hann Gvuð út úr sér til þess að geta haft sig svolítið áfram i lífsbaráttunni.”
“Það var sem sé önnur hjátrú Sobbegi afa, að engin saga væri alveg góð, nema hún hefði þrjár náttúrur. Hún varð að vera fræðandi, göfgandi og örvandi.”
“Litli sannleiksleitandinn, sem hann Sobbeggi afi hafði haldið, að alltaf yrði eins og hann Gvuð, var að ummyndast í óskahugsara. Það, sem hún þráði, að væri satt eða ósatt, það varð að vera satt eða ósatt. Hún var að verða eins og stóra fólkið. Hún var að byrja hlutverk sitt í hinum mikla sorgarleik mannkynsins.”
“Þá segir nýdána fólkið, sem trúði prestunum og Morgunblaðinu: “það er allt fullt af kommúnistum hérna. Ég heimta hann Gvuð og hann Jesús og alla stríðsmennina hans Gvuðs til að vernda mig. Rússar eru að koma. Ég sé þá. Ég sé þá. Stríðsmennina hans Gvuðs strax strax!””
“Þeir sem allt skilja, eru ævinlega kommar. En þeir, sem ekkert skilja, eru alltaf með Morgunblaðinu.”
“En svo kom dálítið fyrir í Suðursveit og á öllu Íslandi, sem var leiðinlegt. Veiztu, hvað það var?” “Nei!” Svarar litla manneskjan í Snæfellingastíl. “Það heita framfarir.”
Lúmsk skot á Laxness hér og þar td nefnir Þórbergur ítrekað að hann sé ekki að skrifa skáldsögu heldur sanna sögu, þetta hér er líka mjög gott:
“Hann (Sobeggi) hefur skrifað bókina i Reykjavík, á Hala i Suðursveit, í Kaupmannahöfn, í Leníngrað, í Moskva og á Barvíka samatoríi, 39 kílómetra fyrir vestan Moskva. Á því getið þið séð, krakkar mínir, að þetta er orðin forfrömuð bók og forframaður höfundur.”
A wonderful book about childhood, life, humanity told from a perspective of an old man and a girl child. It's very beautiful and inspiring. I got a bit tired though in the end, felt the story could be a bit shorter, but a must read Icelandic literature.