Bland-leshringur discussion

The Help
This topic is about The Help
13 views
Bókaspjall - valdar bækur > Húshjálpin (e. The Help)

Comments Showing 1-6 of 6 (6 new)    post a comment »
dateDown arrow    newest »

message 1: by Védís (last edited Mar 04, 2012 06:24AM) (new) - rated it 3 stars

Védís (vedisr) Jæja hvað fannst ykkur? :)

Nokkrar spurningar:

1. Hver var uppáhaldspersónan þín og af hverju?

2. Hversu mikið af karakter manneskju getur verið afsakað með hliðsjón af þeim tímum sem þeir alast upp á.

3. Ef Aibileen hefði unnið áfram fyrir fröken Elizabeth, heldurðu að Mae Mobley hefði orðið rasisti þegar hún óx úr grasi?

4. Hvað finnst þér um kökuna sem Minny bakaði fyrir fröken Hilly? Hefðir þú gengið svona langt í hennar sporum?

5. Hvað fannst þér um endann? Varstu ánægð/ur? Hefðir þú viljað eftirmála þar sem útskýrt væri hvað gerðist síðar meir í lífi persónanna?

6. Hversu mikið heldurðu að samskipti milli svartra og hvítra í Bandaríkjunum hafi breyst síðan á 7. áratugnum?


message 2: by Innipuki (new)

Innipuki | 4 comments veit það eiginlega ekki. Ég fór dálítið yfir bókina á hundavaði þar sem ég var komin í tímahrak með að skila henni. Efnið er áhugavert og sjónarhornið sem er tekið á það óvenjulegt.
Ég náði samt ekki mikilli tengingu við sögupersónurnar og sá þær ekki vel fyrir mér. En það getur líka skrifast á hversu hratt ég las bókina.


Védís (vedisr) 1. Hver var uppáhaldspersónan þín og af hverju?

- Ég held ég hafi ekki átt neina uppáhalds persónu í bókinni. Hins vegar var mig oft farið að hlakka til að heyra í hinum persónunum þegar mér fannst sögumaður hafa verið mjög lengi hjá einni.

2. Hversu mikið af karakter manneskju getur verið afsakað með hliðsjón af þeim tímum sem þeir alast upp á.

Ég held að það séu rosalega fáir sem geta farið gegn samfélaginu meðvitað. Við ölumst upp við vissar hugmyndir og það er erfitt að taka þær út. Sem betur fer hafa þó alltaf verið þeir sem fara gegn og betrumbæta samfélagið.

3. Ef Aibileen hefði unnið áfram fyrir fröken Elizabeth, heldurðu að Mae Mobley hefði orðið rasisti þegar hún óx úr grasi?
Alveg eins. Rödd samfélagsins er sterkari en rödd einnar manneskju.

4. Hvað finnst þér um kökuna sem Minny bakaði fyrir fröken Hilly? Hefðir þú gengið svona langt í hennar sporum?
Mér fannst það frekar ósmekklegt og nei - ég hefði ekki gert þetta!

5. Hvað fannst þér um endann? Varstu ánægð/ur? Hefðir þú viljað eftirmála þar sem útskýrt væri hvað gerðist síðar meir í lífi persónanna?
Alveg eins.

6. Hversu mikið heldurðu að samskipti milli svartra og hvítra í Bandaríkjunum hafi breyst síðan á 7. áratugnum?
Ég held að það fari mjög eftir ríkjum en örugglega á flestum stöðum breyst til batnaðar.

Ég var hrifin af bókinni. Mér fannst hún reyndar helst til löng og mig var farið að lengja eftir lokum þegar bókin var eitthvað rúmlega hálfnuð. Fatta ekki þessa tilhneigingu til þess að gera allt lengra - hvort sem það eru bíómyndir, leiksýningar eða bækur.

Mér fannst umfjöllunarefnið áhugavert og mátinn við að segja söguna skemmtilegur, að láta sjónarhornið færast milli persónanna. Mér fannst óþægilegt að vita ekki hversu vel ég gat treyst bókinni til að gefa mér rétta mynd af stöðu húshjálpar í Suðurríkjum BNA á þessum árum. Ég veit ekki hvort höfundur hafi lagst í einhverjar rannsóknir eða ekki en ég veit að hún hefur þónokkuð verið gagnrýnd.

Svona í heildina ágætis afþreying og kveikti hjá mér löngun til að kynna mér staðreyndirnar um svarta húshjálp í BNA á þessum tíma.


Enginn annar sem las bókina?


message 4: by Assa (new)

Assa | 123 comments Mod
Ég er með hana hérna hjá mér en hef ekki haft tíma til að lesa meira en fyrsta kaflann. Næ vonandi að klára hana fyrir næstu jól... ;)


Thura | 66 comments Mod
Ég er ennþá að lesa!


Védís (vedisr) Ég horfði á myndina í gær og ég verð að segja að mér fannst ekki unnið nógu vel úr söguþræðinum! Ég held að myndin hefði getað orðið mun betri. Mér finnst alla vega bókin betri en myndin.


back to top