Bland-leshringur discussion

12 views
Tilkynningar > Næsta bók á dagskrá

Comments Showing 1-20 of 20 (20 new)    post a comment »
dateDown arrow    newest »

message 1: by Assa (new)

Assa | 123 comments Mod
Það er alveg spurning að fara huga að næstu bók og henda svo upp könnun.

hvernig viljið þið hafa þetta, viljið þið kjósa um þema og/eða höfund, eða bara stinga upp á bókum eins og við höfum gert?


message 2: by Imma89 (new)

Imma89 GoGoYubari | 61 comments Það væri gaman að taka þema :) En ég er svosem alveg sátt við hitt fyrirkomulagið.


message 3: by Amethyst (new)

Amethyst | 50 comments Ég er alveg sátt við bókauppástungum en er líka alveg opin fyrir nýjungum :o)


message 4: by Assa (new)

Assa | 123 comments Mod
Kannski spurning um að halda þessu eins og þetta er út sumarið og sjá svo til í haust með hitt?

Megið endilega koma með tillögur að bókum, mér dettur ekkert í hug eins og er þótt það sé endalaust úrval til ;)


message 5: by Amethyst (new)

Amethyst | 50 comments Ég er búin með Vatn handa fílunum, las hana á 4 dögum, þannig að ég bíð spennt eftir að heyra hver næsta bók verður.

Mér finnst margar bækur sem hafa verið í könnunum áður, en ekki komist í 1.sætið, mjög áhugaverðar og margar þar sem hafa vakið áhuga minn og mig langar til að lesa.

En ég heyrði af þessari um daginn og hún er sögð góð, en kannski finnst ekki öllum það (tekið af bjartur.is) :


Út að stela hestum
Per Petterson


Þrándur er 67 ára gamall ekkjumaður sem sest að á afskekktum stað í Noregi til þess að lifa í einsemd með tíkinni sinni. Fyrir einkennilega tilviljun kynnist hann eina nágranna sínum, sem einnig hefur valið að flýja samfélag mannanna og búa í einangrun, en þeir hafa ekki sést síðan sum arið 1948. Hugurinn hvarflar aftur til æskuáranna og atburða sem hentu sumarið 1948 og áttu eftir að setja mark sitt á ævi hans.

Þetta er hjartnæm saga um einsemd mannsins, aldurinn sem færist yfir og sakleysi, sem glatast að eilífu.

„Í stuttri sögu tekst að lýsa mannlegu eðli til hlítar. Ég vildi óska að ég hefði skrifað hana.“

Út að stela hestum er 52. bókin í hinum frábæra neon-bókaflokki, sem hefur verið kallaður besti bókaklúbbur í heimi.

Út að stela hestum kom út í Noregi árið 2003 og var tilnefnd til tveggja virðulegustu bókmenntaverðlauna Norðmanna. Hún hefur síðan farið sigurför um allan heim; enska þýðingin hlaut The Independent Foreign Fiction Prize og írsku Dyflinarverðlaunin. Í fyrra tilnefndi stórblaðið The New York Times bókina eina af tíu bestu bókum ársins.


message 6: by Assa (new)

Assa | 123 comments Mod
Mér líst vel á þessa af lýsingunni að dæma.
Bækurnar sem hafa verið í vali hingað til eru:

Sense and sensibility (Jane Austen)

Bókmennta- og kartöflubökufélagið (Mary Ann Shaffer & Annie Barrows)

Sjálfstætt fólk (Halldór Laxness)

Eat, Pray, Love (Borða, biðja, elska) eftir Elizabeth Gilbert

Hreinsun (Sofi Oksanen)

Ljósa (Kristín Steinsd.)

Leyndardómur býflugnanna (Sue Monk Kidd

Korkusaga

Konan sem fékk spjót í höfuðið

Jane Eyre

Birtíngur

Vetrarborg

Spurning um að kjósa um eitthvað af þessum og kannski bæta við Úti að stela hestum ?


message 7: by Amethyst (new)

Amethyst | 50 comments Mín vegna má alveg geyma hestana, þar sem þessi listi er með margar mjöööög góðar bækur og kannski óþarfi að bæta við?

Hvað segja aðrar um það? Koma svo :o)


message 8: by Dora (new)

Dora | 14 comments Mér finnst þessi listi flottur, margar bækur sem eru áhugaverðar og mér finnst því alveg mega geyma Úti að stela hestum. Frekar að taka hana síðar. :0)


message 9: by Thura (new)

Thura | 66 comments Mod
Mér líst vel á að kjósa um gamla listann, eða uppfæra hann (Úti að stela hestum fær 3.75 stjörnur hér).

Ég var líka orðin spennt fyrir að taka þema! En eins og þið segið þá má það alveg bíða fram á haust. Fantasíu þema t.d. er mjög haustlegt finnst mér. :)


message 10: by Toppa (new)

Toppa | 18 comments Kjósum !!! það er svo gaman :D


message 11: by Assa (new)

Assa | 123 comments Mod
Ég er búin að setja upp könnun með öllum bókunum sem taldar eru upp hér að ofan.

Er með eina tillögu samt, hvernig líst ykkur á að taka út þær bækur sem fá engin atkvæði í þessari könnun en hinar sem fá atkvæði halda áfram í næstu könnun og svo má alltaf bæta við? Þannig erum við ekki alltaf að koma með nýjan lista og ekki heldur að halda inni bókum sem fá ekki atkvæði.

Við getum svo kíkt á þemað í haust. Reyndar er ekkert sem segir að við getum ekki haft bæði í gangi í einu og fólk getur bara valið þær bækur sem það hefur áhuga á, hvort sem það er annað hvort eða bæði ;)


message 12: by Thura (new)

Thura | 66 comments Mod
Geggjað! :)


message 13: by Amethyst (new)

Amethyst | 50 comments Snilld!


message 14: by Imma89 (new)

Imma89 GoGoYubari | 61 comments Búin að kjósa :)


message 15: by Védís (new)

Védís (vedisr) Hljómar vel! Búin að kjósa! Vona bara að það verði nógu margir sem taki þátt, hætt við að ef fáir taki þátt og svona margir kostir í boði að margar góðar bækur detti út!


message 16: by Assa (new)

Assa | 123 comments Mod
Abbalabbalú wrote: "Hljómar vel! Búin að kjósa! Vona bara að það verði nógu margir sem taki þátt, hætt við að ef fáir taki þátt og svona margir kostir í boði að margar góðar bækur detti út!"

Við getum þá alltaf haldið þeim inni eitthvað áfram, fólk þarf bara að láta heyra í sér ef það vill að bókin verði aftur með í næstu kosningu ;)


message 17: by Toppa (new)

Toppa | 18 comments Ég er sammála um að setja þær bækur sem að fá ekki atkvæði á hold og svo er spurning um að hafa kannski of margar í hverri kosningu.

Þemað líst mér ferlega vel á og svo er bara að vona að maður sé ekki búin að lesa þá bók sem verður fyrir valinu :D

Nú ætla ég að kíkja á pollið......spennandi :D


message 18: by Thura (new)

Thura | 66 comments Mod
Búin að kjósa, þetta var ekki auðveld ákvörðun :)


message 19: by Grasekkja (new)

Grasekkja | 13 comments :( missti af þessu öllu saman...ég er í sumarfríi og bara með hausinn einhverstaðar úti á túni :)


message 20: by Amethyst (new)

Amethyst | 50 comments Kæra Grasekkja, það er aldrei of seint að slást í hópinn- Það eru aldrei allir með alltaf :o)Næst á að lesa Korkusögu eftir Vilborgu Davíðsdóttur. En þetta er búin að vera skemmtileg reynsla að lesa saman og ræða bókina. Njóttu þess að vera úti á túni og þú kemur bara inn þegar þú hefur tök á :o)


back to top