Bland-leshringur discussion

14 views
Bókaspjall > Mismunandi þema?

Comments Showing 1-9 of 9 (9 new)    post a comment »
dateDown arrow    newest »

message 1: by Assa (new)

Assa | 123 comments Mod
Ég var aðeins að velta fyrir mér vali á næstu bókum.
Hvernig líst ykkur á að velja ákveðið þema, þ.e.a.s ákveðna tegund af bók í hvert skipti og tilnefna svo bækur út frá því?

Margt sem hægt er að velja úr, t.d. krimmar, ævisögur, sögulega skáldsögur, fantasíur o.s.frv. Ef við myndum velja krimma t.d. þá að tilnefna bækur sem falla undir þann flokk. Velja svo nýtt þema næst o.s.frv. og fá þannig kannski meiri fjölbreytni og aldrei að vita nema maður kynnist annarri tegund af bókum sem maður er ekki vanur að lesa.

Bara hugmynd sem ég var að velta fyrir mér, hvað finnst ykkur?


message 2: by Dora (new)

Dora | 14 comments Mér líst vel á að hafa þema. Eins og þú segir þá kynnist maður kannski öðrum tegundum af bókum en þær sem maður er vanur að lesa. Eins og með Pí, ég hefði ekki tekið hana á bókasafninu nema fyrir það að hún var valin hér.

Mér datt í hug hvort hægt væri líka að skoða höfunda, íslenska eða erlenda (klassíska eða nútíma) - bara hugmynd.

Allavega - ég er til í þema.


message 3: by Imma89 (new)

Imma89 GoGoYubari | 61 comments Ég er alveg til í þema! Ég festist einmitt svolítið í sömu tegundunum, langar til að lesa eitthvað sem er út fyrir rammann minn.


message 4: by Assa (new)

Assa | 123 comments Mod
Dora wrote: "Mér líst vel á að hafa þema. Eins og þú segir þá kynnist maður kannski öðrum tegundum af bókum en þær sem maður er vanur að lesa. Eins og með Pí, ég hefði ekki tekið hana á bókasafninu nema fyrir þ..."


Já það er góð hugmynd að taka fyrir höfunda líka. Gætum valið þema og svo höfund innan þess þema t.d.
Endilega ef það er ákveðið þema eða höfundur sem þið hafið í huga, að skella því hérna inn ;)


message 5: by Imma89 (new)

Imma89 GoGoYubari | 61 comments Ég væri til í fantasí þema :P Langar svo að lesa The Last Unicorn og Game of Thrones bækurnar!


message 6: by Assa (new)

Assa | 123 comments Mod
Ég er til í fantasíu þema líka. Hef lesið slatta af þannig bókum og margar hverjar bara nokkuð góðar. Hef ekki lesið The Last Unicorn samt, og var að byrja horfa á seríuna Game of Thrones, væri alveg til í að lesa bækurnar líka.


message 7: by Imma89 (new)

Imma89 GoGoYubari | 61 comments Ég var að komast að því að bróðir minn á allar Game of Thrones bækurnar! (og bíður bara eftir síðustu hehe). Þannig að ég er komin með lestrarefni núna eftir að ég kláraði Vatn handa fílum :)


message 8: by Thura (new)

Thura | 66 comments Mod
Góð hugmynd Wolf :)

Ég væri alveg til í fantasí þema, það er skemmtilegt, eða amk það litla sem ég hef lesið í því þema!


message 9: by Assa (new)

Assa | 123 comments Mod
Imma89 wrote: "Ég var að komast að því að bróðir minn á allar Game of Thrones bækurnar! (og bíður bara eftir síðustu hehe). Þannig að ég er komin með lestrarefni núna eftir að ég kláraði Vatn handa fílum :)"

Ertu byrjuð á Game of Thrones? Langar að kíkja í fyrstu bókina en þær eru allar úti á bókasafninu og ég er ekki viss um hvort ég eigi að tíma að splæsa í eintak. Var bara að að spá í hvort hún lofi góðu eða hvað, þ.e.a.s ef þú ert byrjuð á henni ;)


back to top