Hjarta mannsins
Rate it:
Read between January 12 - May 01, 2018
5%
Flag icon
hver er ég, erum við það sem við gerum eða það sem okkur dreymir?
6%
Flag icon
Eitt það versta sem við gerum annarri manneskju er að gráta í návist hennar, þessvegna grátum við helst ein, í felum, eins og af skömm, og þó er líklega fátt hreinna í þessari veröld en grátur sprottinn af sorg, af söknuði, siðmenningin fer með okkur í undarlegar áttir.
25%
Flag icon
Myrkrið er samt þúsundfalt betra en birtan sem er svo létt í sér að þú hefur engan stuðning, það tolla hvorki hugsanir né draumar við hana.
34%
Flag icon
Það verður aldrei neitt úr þessari þjóð, segir hann upphátt, við sjálfan sig, við birtuna, við stafinn, hún mun seint taka menntun framyfir fiskinn, seint trúa á afl hugans, þúsund ára búseta á þessari eyju hefur knosað hana, hún trúir á hendurnar, ekki hugann, vinnuna, ekki hugsunina og öðlast því trauðla þolinmæði til að gera eitthvað mikilfenglegt.
35%
Flag icon
hver sér lífið með sínum augum og þessvegna aldrei hægt að tala um eitt líf, eina veröld.
38%
Flag icon
Maðurinn er grimmur, við skulum ekki dást að þeim sem rísa hæst fyrr en við vitum á hverju þeir standa, eigin fótum eða lífi annarra.
38%
Flag icon
Hvað er það að svíkja sjálfan sig, hver eru mestu svikin, stærsti glæpurinn, svo stór að konungurinn getur ekki náðað þig? Að þora ekki að lifa, hafði strákurinn svarað.
67%
Flag icon
Það er ekki til skýring á öllu, kæri bróðir, hafði hann sagt. Ójú, svaraði Friðrik, spurningin er bara hvort maður hefur vit til að greina hana, og hugrekki til að gangast við henni.