Harmur englanna
Rate it:
Read between January 04 - January 10, 2018
4%
Flag icon
Maðurinn deyr ef þú tekur brauðið af honum, en hann visnar án drauma.
4%
Flag icon
Sá sem vakir lengi dugar illa til dagsverka, en sá sem eltir ekki drauma sína glatar hjartanu.
21%
Flag icon
Mamma sagði að hugrekkið til að efast væri mikilvægasta afl manneskjunnar.
24%
Flag icon
Lífið er einungis einfalt fyrir þá siðlausu, þeir komast líka vel af og búa í stórum húsum.
27%
Flag icon
Svíkur maður hina dánu með því að lifa áfram?
30%
Flag icon
Hvort heldurðu að Guð eða djöfullinn hafi tekið sjónina af mér, spurði hann strákinn þegar hann hafði fallið í þriðja sinn og Helga var að dusta snjó af honum, ég veit það ekki, svaraði strákurinn, en þú endar vonandi á sama stað og hún.
63%
Flag icon
hvað ertu að gaufa hérna, segir Jens höstuglega, reyna að átta mig á þessu fjandans lífi, æpir strákurinn, maður þarf að drepast til að átta sig á því, svarar Jens,
67%
Flag icon
þú passar hann, hafði Helga sagt og Jens svaraði, já. Hvers virði eru orð ef maður stendur ekki við þau, hvers virði er maður þá sjálfur?
73%
Flag icon
Hafi djöfullinn skapað eitthvað í þessum heimi, fyrir utan peningana, þá er það skafrenningur uppi á fjöllum.